Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 40
24 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Villtu ekki vera að hlæja, ég var vakandi í alla nótt. Jæja, hvernig er lífið annars í hinum dimmu skúmaskotum? Hefurðu fórnað einhverjum jómfrúm nýlega? Hahaha, en ekki hvað, ég hef bara gert það einu sinni. Heldurðu því fram að þú hafir gert eitthvað slíkt? Þetta var ein af Jónsson- systrunum, og Lord Gryllworth Var það Lord Gryllworth? heitir eiginlega Geir Jón. Hún kom alveg ósködduð frá þessu. Við kitluðum hana bara með prikum. Og ekki var hún heldur jómfrú, það veit ég fyrir víst. Zlatan, gamli refur Ó, hin myrku, myrku verk. Vei, vei, „been there, done that“. Hvað hljóð er þetta, ég hef heyrt það í allan dag. Þetta er far- síminn þinn, ég breytti hringitóninum þínum fyrir þig. Frábært! Ég á fjórtán skilaboð á talhólfinu af því að ég hef ekki tekið símann, af því að ég vissi ekki að þetta væri síminn minn, af því að þú breyttir hringitóninum!!!! Verði þér að góðu! Sjáið til, mér er alveg sama þótt þið séuð ekki svöng, þið eigið að fá morgunmat. Þannig að þið verðið stór og sterk eins og pabbi ykkar. GEISP! Ég sagði ekkert um aukaverkan- irnar. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 95% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67% 5% 27% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí - júlí 2010. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Það hefur alltaf tíðkast að konum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sé ekki trúað. Ýmist það eða það hefur bara ekki þótt ástæða til að aðhafast neitt í málunum, og ofbeldið þannig samþykkt. Að minnsta kosti höfum við séð mörg dæmi um þetta á Íslandi, sérstaklega þegar um er að ræða sifjaspell – svo ekki sé talað um ef ofbeldis- maðurinn er þekktur í samfélaginu. SEM betur fer hefur orðið breyting í þess- um efnum síðustu árin. Á síðustu dögum höfum við þó fengið tvær alvarlegar áminn- ingar um það hversu langt er enn í land. YFIRMAÐUR kynferðisbrotadeildar lætur út úr sér í umræðu um nauðgan- ir að fólk setji sig í hættu með áfengis- drykkju og sé útsett fyrir að lenda í vandræðum. Svo ekki sé minnst á hversu erfitt það er að fólk bendi allt- af á einhverja aðra og líti ekki í eigin barm. Það er alveg sama hvað hann meinti með orðunum. Þau voru lík- lega nóg til þess að stöðva eitthvert fórnarlamb nauðgunar í að leita til lögreglu, annað hvort nú eða síðar. Það er of mikið. OG SEINT og um síðir kemst almennilega í sviðsljósið að hér við- gekkst í fjölda ára að níðingur sæti í æðsta embætti kirkjunnar. Það þurfti mörg ár og margar tilraunir til. Og ef háttsettur maður í kirkjunni gerði svona lagað, höld- um við þá virkilega að það hafi ekki ein- hvern tímann átt við um önnur há embætti líka? SEM betur fer eru það orðin frekar almenn viðhorf samfélagsins að svona lagað eigi ekki og megi ekki líðast. Við höfum stuðn- ingskerfi fyrir fórnarlömb ofbeldis sem flestir eru sammála um að séu nauðsyn- leg. Það myndi enginn mótmæla mikil- vægi Stígamóta eða Neyðarmóttöku vegna nauðgana í dag, og ekki kvennaathvarfinu. Að minnsta kosti ekki upphátt og opinber- lega. VIÐ megum ekki gleyma því hverjum ber að þakka fyrir þær breytingar sem þó hafa orðið. Auðvitað eru fórnarlömbin sem þora að koma fram og segja sannleikann hetj- urnar í sögunni. Þau hafa líka stofnað stór- merkileg hjálparsamtök fyrir önnur fórn- arlömb. En það gleymist líka oft að þessi stuðningskerfi sem til eru í dag urðu ekki til af sjálfu sér og spruttu sko ekki upp úr kerfinu. Stígamót urðu til dæmis til fyrir tilstilli kvennasamtaka, það sama má segja um Samtök um kvennaathvarf, og kvenna- samtök hvöttu lengi til stofnunar Neyðar- móttöku vegna nauðgana. (Það er vert að muna það þegar þú heyrir næst neikvæðu umræðuna um helvítis femínistana.) Það sem gleymist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.