Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 6
6 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Tilboð kr. 690.000 ÆGISVAGN (fullt verð kr. 1.190.000) Erum að selja 2010 árgerð af Ægisvögnum okkar sem voru í leigu hjá okkur í sumar. ÆGIR 690.000,- kr. TILBOÐ 2 vagnar efti r! SKIPULAGSMÁL Stefnt er að því að ný heilsulind verði opnuð í júní á næsta ári á reit gamla gufubaðsins á Laugarvatni. Framkvæmdir við heilsulindina hófust í sumar en hafa tafist í tvö ár eftir að bankahrunið setti áætlanirnar í uppnám. „Framkvæmdirnar mjakast, þetta gekk aðeins hægt í byrjun en er komið á góðan rekspöl núna,“ segir Jónas Jónasson verkefnastjóri framkvæmdanna. Fyrsta skóflustungan að nýja gufubaðinu var tekin 9. júní síðast- liðinn en fullbúið verður það 750 fermetra náttúruleg heilsulind. Í heilsulindinni munu gestir geta notið sömu aðstöðu og var að finna í gömlu gufunni en náttúruleg gufa úr iðrum jarðar stígur upp á reitn- um. Auk gufubaða verða laugar og heitir pottar á svæðinu ásamt úti- aðstöðu. Gamla gufubaðið var rifið árið 2007 en þar til í júní fóru engar framkvæmdir fram á svæðinu. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal heimamanna vegna taf- anna og frágangs verkefnisins en gamla gufubaðið var fastur punkt- ur í tilveru Laugvetninga um ára- tugaskeið. Spurður um töfina segir Hafþór Birgir Guðmundsson, sem er í varastjórn Gufu ehf. sem stend- ur að baki framkvæmdinni: „Þegar við vorum tilbúin að fara í gang skall bankakreppan á okkur og sem betur fór vorum við ekki farnir af stað því þá hefðum við sennilega verið búnir að taka stór gjaldeyris- lán og allt hefði farið til fjandans, þannig að þetta lagðist í smá bið.“ Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir 1.200 fermetra byggingu en Hafþór segir að ýmsir þættir hafi verið skornir niður. „Útlitslega séð er húsið mjög svipað en það var farið í miklar aðhaldsaðgerðir,“ segir Hafþór. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir alla á svæðinu spennta fyrir fram- kvæmdunum. „Það sáu margir eftir gamla gufubaðinu og fannst eitthvað vanta en það er nú samt meiri eftirvænting eftir því að hitt komi núna.“ magnusl@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ 9. JÚLÍ 2008 Frétta- blaðið fjallaði um málið þegar ljóst þótti að töf yrði á framkvæmdunum. Á LAUGARVATNI Eftir tveggja ára hlé eru hafnar framkvæmdir við nýja heilsulind á Laugarvatni. Vatnið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Töf forðaði stórum gjaldeyrislánum Framkvæmdir við heilsulind á reit gamla gufubaðsins við Laugarvatn eru komnar ágætlega af stað. Gamla gufubaðið var rifið árið 2007. Í kjölfar banka- hrunsins var framkvæmdum frestað á ný. Í sumar var hafist handa aftur. AFGANISTAN, AP Fjórir bandarískir hermenn féllu í austur- og suðurhluta Afganistan í gær, að sögn NATO. Þrír þeirra létust í átökum við uppreisnar- menn en einn lést þegar hann varð fyrir heima- gerðri sprengju. Þá varð fyrrum skæruliða- leiðtoginn Slaam Pahlawan fyrir bílsprengju í Faryab-héraði í norðurhluta landsins. Pahlawan var í bíl ásamt sonum sínum, fimm og tíu ára, og tveimur lífvörðum þegar uppreinsnar- menn sprengdu bíl þeirra í loft upp með fjarstýrðri sprengju. Hann barðist við sovéskan innrásarher á níunda áratugnum en margir eftirlifandi hermenn frá þeim tíma hafa verið skotmörk talibana vegna samvinnu þeirra og ríkistjórnarinnar í Kabul. Það sem af er þessum mánuði hafa 42 hermenn verið drepnir í Afganistan, en þar af eru 28 banda- rískir hermenn. Sextíu og sex bandarískir hermenn létu lífið í júlí en þeir hafa ekki verið fleiri frá því ráðist var inn í landið árið 2001. Nákvæm staðsetning átakanna í gær er ekki ljós en þó hafa borist fréttir af hörðum átökum í Jaji- umdæmi í austurhluta Paktiya-héraðs, um 12 kíló- metra frá landamærum Pakistan. Afganski herinn og landamæralögreglan komu bandarískum her- mönnum til aðstoðar á jörðu niðri og þyrlur gerðu árás úr lofti, að sögn afganska hersins. Ekki er vitað hve margir vígamenn féllu. -ve Hörð átök stóðu í gær í austur- og suðurhluta Afganistan: Fjórir bandarískir hermenn drepnir Í AFGANISTAN Hermanni bandaríkjahers hjálpað inn í sjúkra- þyrlu í Zhari héraði í Kandahar í Afganistan á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Tólf daga hring- ferð Hjólað til heilla lauk á laug- ardag. Margmenni tók á móti þeim félögum Haraldi Hregg- viðssyni hjólreiðakappa og Har- aldi Helgasyni aðstoðarmanni hans í húsakynnum Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna sem þeir styrktu með ferðinni. „Við erum mjög ánægðir með viðtökurnar,“ segir Haraldur Helgason og bætir við að söfnun- in standi til mánaðamóta. „Ferða- lagið gekk frábærlega vel. Við lentum í alls kyns veðri en náðum samt að vera degi á undan upp- haflegri áætlun.“ - mmf Hjólað til heilla lokið: Ánægðir með viðtökurnar GEKK VEL Tíu manns hjóluðu með félög- unum síðasta spölinn. MYND/ÚR EINKASAFNI EGYPTALAND, AP Málverkinu Blómavasanum eftir Vincent van Gogh, sem er metið á um 6 milljarða króna, var stolið af Mahmoud Kha- lil safninu í Kaíró á laugardag. Það var skor- ið úr ramma sínum og komust ræningjarnir undan. Abdel-Meguid Mahmoud, aðalsaksóknari Egyptalands, kennir öryggisgæslu safnsins um en engar viðvörunarbjöllur og aðeins sjö af 43 eftirlitsmyndavélum voru virkar á laug- ardag. Málverkinu var stolið af sama safni árið 1978 en var endurheimt frá Kúveit áratug síðar. Faruq Hosni, menningarmálaráðherra Egyptalands, sagði á laugardag að lögreglan hefði handtekið ítalskt par á flugvellinum í Kaíró og hefði það málverkið í fórum sínum. Hann dró það síðan til baka og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar. Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt á flugvöllum og á landamærum í Egyptalandi í von um að stöðva ræningjana. Blómavasinn er talinn marka tímamót á ferli Vincents van Gogh en hann málaði það nýkom- inn frá Frakklandi, þar sem hann hafði orðið fyrir miklum hughrifum, árið 1886. -ve Blómavasanum eftir Vincent van Gogh var stolið í Kaíró um helgina: Öryggisgæslan á safninu sögð vera léleg VIÐ SAFNIÐ Lögreglumaður stendur vörð við hliðið að Mahmud Khalil nútímalistasafnið í Kaíró í Egyptalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sex óku ölvaðir Sex voru teknir fyrir ölvun við akstur á menningarnótt. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Mosfellsbæ, fimm karlar og ein kona. Einn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Ósiðlegur dans Kona um þrítugt var handtekin í miðborginni á menningarnótt eftir kvartanir sem lögreglu bárust, en hún var sögð iðka ósiðlegan dans. Fíkniefni á menningarnótt Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglu á menningarnótt. Fjórir karlar voru handteknir grunaðir um fíkniefnamisferli en á þremur þeirra fundust fíkniefni, bæði amfetamín og marijúana. LÖGREGLUMÁL PAKISTAN Tugir þúsunda flýja heimili sín í Suður-Pakistan vegna yfirvofandi flóðbylgju. Þrjár vikur eru síðan miklar monsúnrigningar hófust segir BBC. Talið er að nú þegar hafi fjórar milljónir yfirgefið borgina Sukkar, sem er þriðja stærsta borg Sindh héraðs í Suður-Pakistan. Íbúar Sindh héraðs hafa orðið hvað verst úti í flóðunum og embættismenn segja að í það minnsta tvö hundruð þúsund manns hafi flúið svæðið á síðasta sólarhring. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, óttast útbreiðslu sjúkdóma á svæðinu. - mmf Flætt hefur í fjórar vikur: Fjórar milljónir yfirgefa Sukkar ÍÞRÓTTIR Björn Margeirsson kom fyrstur í mark í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1984 sem íslenskur karlmaður sigrar í Reykjavíkur- maraþoni. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst í mark í mara- þoni kvenna á tólfta besta tíma kvenna hingað til og besta tíma síðustu fimm hlaupa. Fjöldi Íslendinga sem tóku þátt í maraþoninu var 9.427 og útlendingar voru 1.017. Góð- gerðarfélögin sem tóku þátt í söfnuninni voru 96 og seinni part laugardags höfðu safnast 28,5 milljónir en áheitasöfnun verður opin til miðnættis í kvöld. - mmf Reykjavíkurmaraþon vel sótt: Íslenskur karl sigraði í fyrsta sinn síðan 1984 BJÖRN MARGEIRSSON Hefur þú gaman af kórsöng? Já 60,1% Nei 39,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sóttir þú atburði á menningar- nótt? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.