Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 8
8 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR - Lifið heil www.lyfja.is 20% afsláttur af Nicotinell IceMint út ágúst í öllum verslunum Lyfju. Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins ® A T A R N A Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél og þurrkari frá Siemens. Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér! Aðalfundur Exista ehf. 31. ágúst 2010 EXISTA ehf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 Aðalfundur Exista ehf. verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst 2010 í höfuðstöðv- um félagsins að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 9:00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2009. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2009 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning endurskoðunarfélags. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Exista ehf. 7. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 8:30 á fundarstað. Reykjavík, 23. ágúst 2010. Stjórn Exista ehf. 1. Hvað veldur hækkandi vatnsyfirborði í Bláa lóninu? 2. Hver keypti Vestia, eignar- haldsfélag Landsbankans, fyrir helgi? 3. Hvað varð til þess að loðfílar dóu út? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 BELGÍA, AP Elio di Rupo, leið- togi Sósíalistaflokksins í Belgíu, hefur fengið lengri frest til þess að reyna stjórnarmyndun með sex öðrum flokkum. Í síðustu viku gekk di Rupo á fund Alberts konungs og skýrði frá því að fjögurra vikna stjórnar- myndunartilraunir hefðu ekki borið þann árangur sem vonast var eftir. Vonir hafa því dvínað um að stjórnarmyndun takist á næstunni. Síðast þegar gengið var til kosn- inga í Belgíu tók það átta mánuði að mynda starf- h æfa r í k is - stjórn, sem ent- ist þó ekki út kjörtímabilið. Þ a ð s e m flækir málið er að flokk- arnir skiptast ekki bara eftir hefðbundnum mælikvörðum í hægri og vinstri, heldur einnig eftir því hvort fylgið kemur frá Vallónum eða Flæmingjum. Vallónar búa í norðurhluta landsins og tala hollensku en Flæmingjar búa í suðurhlutanum og tala frönsku. Meðal Vallóna er sterk hreyfing fyrir því að stofna sjálfstætt ríki aðskilið frá Belgíu, eða í það minnsta að efla heima- stjórn Vallóna svo um muni. Sigurvegarar þingkosninganna 13. júní voru flokkar Flæmingja, með Nýja flæmska bandalag- ið í fararbroddi. Sá flokkur vill ganga alla leið og skipta Belgíu í tvennt á milli Vallóna og Flæm- ingja. Flokksmenn telja þjóðirn- ar tvær hafa fjarlægst hvor aðra svo mikið að þær eigi enga sam- leið lengur. Leiðtogi þess flokks, Bart de Wever, fékk stjórnarmyndunar- umboðið fyrstur, en gafst upp eftir þrjár vikur. Umboðið rann síðan til di Rupos, sem enn er að reyna. Hugmyndir um að skipta Belgíu í tvennt voru fyrir aðeins fáeinum árum nánast einkaeign hægrisinn- uðustu íbúa hins flæmskumælandi hluta landsins, þar sem velmegun er mun meiri en í frönskumælandi hlutanum. Þessar hugmyndir eru hins vegar ekki lengur einangr- aðar við öfgamenn heldur orðn- ar harla útbreidd skoðun meðal almennra Flæmingja. Frönskumælandi Flæmingj- ar hafa ekki ljáð máls á neinum breytingum í þá átt að styrkja stöðu Vallóna, en virðast nú hafa áttað sig á því að þeir verði að gefa eftir að einhverju marki. Um það eiga viðræðurnar næstu daga og vikur að snúast, sam- kvæmt því endurnýjaða umboði frá konunginum sem di Rupo fékk fyrir helgi. gudsteinn@frettabladid.is KONUNGURINN VEIFAR Albert II konungur Belgíu veifar Elio di Rupo fyrir utan kon- ungshöllina í Brussel eftir fund þeirra þar síðastliðinn miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELIO DI RUPO Stjórnarmyndun Belga gengur hægt Tveimur mánuðum eftir þingkosningarnar í Belgíu hefur ekkert gengið að mynda ríkisstjórn. Kröfur Vallóna um aukin sjálfstjórnarréttindi flækjast fyrir. Þegar síðast var kosið tók átta mánuði að mynda starfhæfa ríkisstjórn. FJÖLMIÐLAR Sænskur saksóknari dró síðdegis á laugardag til baka nauðgunarkæru og handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda og forsvarsmanns Wikileaks. Ákærurnar voru lagðar fram á föstudag og vöktu heimsathygli. Assange var sakaður um að hafa nauðgað tveimur konum, einni í Stokkhólmi og annarri í Enköping í Svíþjóð. Handtökuskipunin var dregin til baka síðdegis á laugardag og dregið úr ákærum. Assange er nú sakaður um misbeitingu. Karin Rosander, talsmaður saksóknara- embættisins, vildi ekki segja hvað væri fólgið í mis- beitingunni. Julian Assange sagði, í samtali við sænska dag- blaðið Aftonblad- et um helgina, ákærurnar til- hæfulausar. Til- gangur þeirra virtist sá einn að sverta Wikileaks, sem nýverið hafi lekið tugþúsundum leyniskjala um veru bandaríska hersins í Afgan- istan. Hann útilokar ekki aðkomu bandaríska varnarmálaráðuneyt- Stofnandi Wikileaks-síðunnar segir ákærur á hendur sér samsæri bandarískra stjórnvalda: Wikileaks ætlar að birta fleiri leyniskjöl JULIAN ASSANGE LÖGREGLUMÁL Ekkert nýtt kom fram um helgina og enginn var yfirheyrður í tengslum við rann- sókn lögreglu á morðinu á Hann- esi Þór Helgasyni fyrir viku. „Helgin var nýtt til rannsókna á gögnum,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rann- sóknardeildar lögreglunnar. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið en vísaði til upplýsinga, sem fram komu á blaðamanna- fundi á föstudag. Fram kom á fundinum að all- nokkur sýni hafi verið tekin af vettvangi morðsins og þau send til rannsóknar í Svíþjóð. Niður- stöður eru væntanlegar innan fjögurra vikna. Friðrik vildi hvorki fara nánar út í það hversu mörg sýnin væru né af hversu mörgum einstaklingum. Unnusta Hannesar kom að honum látnum á heimili þeirra í Hafnarfirði á sunnudag í síðustu viku. Hannes mun hafa verið einn í húsinu og bendir allt til þess að sá sem verknaðinn framdi hafi haft lykil að því eða komist inn um ólæstar dyr. Hannes hlaut fjölda stungusára. Lögreglan hefur yfirheyrt tugi manna í tengslum við málið en enginn er í haldi. Hátt í fjörutíu lögreglumenn vinna að málinu. Heimili Hannesar hefur verið innsiglað frá því líkið fannst. - jab FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Um fjörutíu lögreglumenn vinna að rann- sókn á morðinu á Hannesi Þór Helga- syni, sem fannst á heimili sínu fyrir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Enginn yfirheyrður um helgina vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni: Gögn rannsökuð um helgina „Þetta er farsi, vandræðalegt mál fyrir sænska saksóknaraembættið,“ segir Kristinn Hrafnsson, starfsmaður Wikileaks. Hann telur undarlegt að sænska dagblaðið Expressen hafi komist yfir dagsgamla kæru á hendur Assange. „Það er vitað að Pentagon [innskot blm: bandaríska varnarmálaráðuneytið] og bandaríski herinn hafa teiknað upp ýmsar leiðir til að koma óorði á Wikileaks og loka fyrirtækinu,“ segir hann og rifjar upp að í vor hafi lekið út á netið tveggja ára gamalt skjal frá bandarískum yfirvöldum þar sem þetta komi fram. „Við höfum haft fregnir af því að í undirbúningi væri einhvers konar bakslag.” Bandaríkjamenn vilja loka Wikileaks isins. Assange sagði á blaðamanna- fundi í Svíþjóð að frekari skjöl úr safni bandaríska hersins um stríðið í Afganistan yrðu birt. Ákæran væri tilraun til að koma í veg fyrir það. - jab VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.