Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 54
38 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. spil, 6. skammstöfun, 8. hesta- skítur, 9. loft, 11. mun, 12. skrá, 14. gimsteinn, 16. svörð, 17. í viðbót, 18. þrá, 20. átt, 21. tif. LÓÐRÉTT 1. hluta sólahrings, 3. pot, 4. sýkn, 5. svelg, 7. mjólkursykur, 10. sæ, 13. herma, 15. hrumur, 16. form, 19. karlkyn. LAUSN LÁRÉTT: 2. gosi, 6. al, 8. tað, 9. gas, 11. ku, 12. skjal, 14. tópas, 16. mó, 17. auk, 18. ósk, 20. sa, 21. tikk. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. ot, 4. saklaus, 5. iðu, 7. laktósi, 10. sjó, 13. apa, 15. skar, 16. mót, 19. kk. „Þetta er stuttmynd frekar en auglýsing, en tilgangurinn með henni er að kynna nýja sumarlínu Munda og verður myndin frum- sýnd á tískuvikunni í París í lok september,“ segir Hrefna Haga- lín sem framleiðir stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda ásamt Kristínu Báru Haraldsdóttur. Myndin er saga ungrar stúlku sem gengur í gegnum ákveðið ferli og hittir ýmsa kynlega kvisti í leiðinni og fer fyrirsætan Brynja Jónbjarna- dóttir með hlutverk stúlkunnar. Um fimmtán manna hópur dvaldi vikulangt við Landmann- laugar, Vík í Mýrdal og Selja- landsfoss við tökur á myndinni og segir Hrefna að það hafi gengið á ýmsu á meðan. „Á fyrsta tökudegi lentum við í mestu rigningu sem ég hef á ævinni upplifað. Þetta var tólf tíma tökudagur og í lok hans voru allir orðnir blautir inn að beini og grútskítugir og tjöld- in okkar voru blaut það sem eftir var ferðarinnar,“ segir Hrefna og bætir við að sem betur fer sluppu flíkurnar frá Munda að mestu. Aðspurð segir hún að fólk hafi skemmt sér vel við tökur þrátt fyrir slæmt veður og þótti mörg- um miður þegar þeim var lokið. Hrefna og Kristín Bára reka saman framleiðslufyrirtækið Krúnk og framleiddu þær meðal annars stuttmyndina Knowledy, ásamt því að sjá um leikstjórn. Innt eftir því hvort mikill munur hafi verið á því að framleiða Knowledy og stuttmyndina fyrir Munda svarar Hrefna því játandi. „Það er allt önnur reynsla að taka upp á hálendinu. Þar er engin búð, engin bensínstöð og miklu fleira sem þarf að hugsa út í áður en lagt er af stað. Svo þurftum við auð- vitað að laga myndina að veðrinu. Þannig að það gekk á ýmsu, en allt gekk upp að lokum,“ segir Hrefna og hlær. -sm HREFNA HAGALÍN: HELLIRIGNDI Á TÖKULIÐ OG TÆKI Íslensk tískustuttmynd á tískuvikunni í París FRAMLEIÐA SAMAN Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir framleiddu stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Tökur fóru fram við Landmannalaugar, Vík í Mýrdal og Seljalandsfoss en það hellirigndi á tökuliðið á fyrsta degi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta gekk rosalega vel. Ég á í við- ræðum við verslanir í Tókýó, París, London, Kaupmannahöfn, Kanada og nokkrar vefverslanir að auki þannig að móttökurnar hafa bara verið mjög góðar,“ segir fatahönn- uðurinn Sonja Bent sem er nýkom- in heim frá Danmörku eftir að hafa tekið þátt í tískuvikunni í Kaup- mannahöfn. Sonja fékk í kjölfarið boð á tísku- vikuna í Berlín og Pret a porter í París auk þess sem fjölmiðlar sýndu hönnun hennar mikinn áhuga. „Ég er búin að staðfesta þátttöku mína á tískuvikuna í París en er enn að velta fyrir mér boðinu til Berlínar. Í París tek ég þátt í sölusýningu sem er sérstaklega ætluð ungum fata- hönnuðum og er meira eins og list- ræn innsetning heldur en eiginleg sölusýning. Í staðinn fyrir að hengja hönnun okkar á gínur og herðatré gerum við innsetningu, sem er mjög spennandi,“ útskýrir Sonja. Aðspurð segist hún ánægð með þá athygli sem hönnun hennar hlaut á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. „Ég er mjög ánægð með þessar góðu undirtektir enda virkar þetta mjög hvetjandi á mann og ég tek þessu sem hrósi. Það skemmir heldur ekki fyrir að ég var á frábærum stað á sölusýningunni í Kaupmannahöfn, alveg við hliðina á barnum,“ segir hún og hlær. Sonja á einnig í viðræðum við framleiðendur úti í heimi um að framleiða hönnun hennar, en hing- að til hefur hún að mestu séð um allan saumaskap. Auk þess er hún að undirbúa sig fyrir tískusýningu sem fram fer í Makedóníu þann þriðja september. „Maður er á fullu alla daga,“ segir hönnuðurinn að lokum. -sm Vakti mikla lukku í Kaupmannahöfn MIKIÐ HRÓS Sonja Bent er ánægð með þær góðu undirtektir sem hönnun hennar fékk á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Henni var í kjölfarið boðin þátttaka á tískuvik- unum í París og í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta kom ánægjulega á óvart,“ segir Stefán Einarsson, grafískur hönnuður á Hvíta húsinu, sem hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri auglýs- ingakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við- fangsefnið var fátækt í heiminum. Verðlaunin verða afhent í Madríd 10. sept- ember af Soffíu Spánardrottningu. Landi henn- ar, Hollywood-leikarinn Antonio Banderas, verður einnig á staðnum enda er hann viðrið- inn átak Sameinuðu þjóðanna gegn fátækt sem miðar að því að binda enda á fátækt fyrir árið 2015. „Þetta verður forvitnilegt og skemmti- legt,“ segir Stefán og hlakkar til að hitta bæði Soffíu og Banderas. Stefán hlaut einnig þriðju og fimmtu verðlaun í keppninni fyrir auglýsingar sínar en alls bár- ust 2.034 tillögur frá þrjátíu löndum. Auglýsing- ar Stefáns og nokkurra annarra keppenda verða á næstunni birtar í stórum dagblöðum í Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Stefán segir að umfjöllunarefnið fátækt hafi verið sér hugleikið og þess vegna hafi hann ákveðið að taka þátt. „Það er þakklátt fyrir teiknara að geta tekið þátt í að koma skilaboðum á framfæri sem skipta meira máli en bara að selja varning,“ útskýrir hann. „Líka eftir hrunið á Íslandi þá hugsar maður meira um þessi mál og sér hvað við höfum það ótrúlega gott þrátt fyrir allt.“ Með auglýsingum sínum vildi hann sýna andstæðurnar á milli hinna ríku vestur- velda og fátæku ríkjanna. Tvískipt verð- launamyndin er þannig að neðri hlutinn er af börnum í Afríku að bíða eftir mat- argjöf á meðan efri hlutinn er af leið- togum heimsins. Með auglýsingunni fylgir síðan textinn: „Kæru leiðtogar heims – við erum enn að bíða.“ -fb Hittir Spánardrottningu og BanderasJóhannes Kjartansson Aldur: 27 ára Starf: Grafískur hönnuður og ljós- myndari Fjölskylda: Það er kærasta og tveir brottfluttir kettir Foreldrar: María Guðmundsdótt- ir, ferðamálafrömuður og Kjartan Jóhannesson, forritunarfrömuður Búseta: Grettisgata í Reykjavík Stjörnumerki: Þrjósk steingeit Jóhannes Kjartansson gefur út ljós- myndabókina Joi de vivre sem hefur að geyma 500 ljósmyndir, átta myndir úr hverjum mánuði, sem hann hefur skrá- sett úr daglegu lífi síðan árið 2005 Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Heimildarmyndin Future of Hope verður frumsýnd í Háskólabíói 1. september. Myndin fjallar um einstaklinga sem vilja stöðva neysluhyggjuna sem hefur verið ríkjandi í heiminum. Einnig er rætt um Ísland sem sjálfbært ríki, lífrænan landbúnað, endurnýjanlega orku og frumkvöðlastarfsemi. Á meðal viðmælenda í myndinni eru rithöf- undurinn Andri Snær Magnason, Guðni Gunnarsson, stofnandi Rope Yoga-setursins og Vigdís Finnboga- dóttir. Leikstjóri er Henry Bateman og tónlistina gerði Birgir Hilmarsson, fyrrum liðsmaður Ampop. Ljósmyndasýning með verkum Þorvaldar Arnar Kristmundsson- ar verður opnuð í Los Angeles 15. september í The KONA Gallery and Photojournalism Center. Sýningin nefnist Náttúra er vörumerki eða Nature is Brand og er sú sama og Þorvaldur hélt á blaðaljós- myndarasýningu í Gerðasafni í vor þar sem þemað var kókflöskur úti í íslenskri náttúru. Það voru eigendur KONA-gallerísins sem sáu myndirnar á heimasíðu Þorvaldar og heilluðust svo að þeir buðu honum út með sýninguna. Og meira af Þorvaldi því KONA-gall- eríið er með þeim virtari í banda- rískri nútímaljósmyndum. Þrátt fyrir að enn séu um þrjár vikur í opnun sýningarinnar er þegar búið að hengja allar myndirnar upp og setja saman 3.500 manna gestalista fyrir formlegt opnunarkvöld sem verður 18. september. Fulltrúar stórblaðs- ins Los Angeles Times hafa einnig boðað komu sína auk nokkurra sjónvarpsstöðva. Og til að kóróna viðburðinn munu stúlkurnar í The Charlies, sem eru búsettar í Los Angeles, stíga á svið undir lok kvöld- ins. FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. Svifagnir sem stífla hraunglufur og annað frárennsli. 2. Framtakssjóður Íslands. 3. Skortur á graslendi. STEFÁN EINARSSON Stefán hlaut fyrstu verð- laun í alþjóðlegri auglýsingakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. ANTONIO BANDERAS Stefán hittir Hollywood- leikarann í Madríd 10. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.