Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 16
16 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þ
jóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd
fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kyn-
ferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna
til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og
á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar
upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint
fyrir sínum dyrum.
Biskup Íslands, Karl Sigur-
björnsson, skrifaði grein hér í
blaðið síðastliðinn föstudag þar
sem hann ítrekaði afstöðu kirkj-
unnar og rifjaði meðal annars upp
siðareglur fyrir starfsfólk kirkj-
unnar, sem kirkjuþing samþykkti
í fyrra. Í grein biskups segir: „Í
siðareglunum er og skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu skv. barna-
lögum þar sem segir að starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar skuli
„vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga
og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að
barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis.“ Þessar
siðareglur voru samþykktar á Kirkjuþingi 2009 og gilda fyrir alla
presta og starfsmenn þjóðkirkjunnar undantekningarlaust.“
Eins og stundum áður hefur séra Geir Waage, sóknarprestur í
Reykholti, ekki reynzt mjög hjálplegur við að útskýra að kirkjan
hugsi í takt við þjóðina. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag seg-
ist hann í raun ekki geta lotið ákvæðum barnaverndarlaga um að
skylda embættismanna til að tilkynna um brot gegn börnum, þar
með talin kynferðisbrot, gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna
um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. Prestar eru sérstaklega
nefndir í lögunum, ásamt fleiri stéttum.
Séra Geir segir í grein sinni að trúnaður prests og þess, sem
skriftar fyrir honum, sé „algjör eða enginn“. Séra Geir skrifar:
„Vitaskuld er enginn maður yfir lög hafinn og heldur engin stofnun,
svo fremi að lög geri ekki þá kröfu til manns að hann breyti gegn
samvizku sinni, allra sízt styðjist hún við Guðs orð. Þær aðstæður
geta komið upp og eru raunar algengar í harðræðisríkjum að menn
verði að gera það upp við samvizku sína hvort þeir treysti sjer til
þess að hlýða lögunum þegar það fer í bága við samvizkuna.“
Þeir sem þetta lesa, hljóta að spyrja: Neiti skjólstæðingur prests,
sem hefur játað fyrir honum kynferðisbrot, að gefa sig fram sjálf-
ur, getur þá samvizka prestsins leyft honum að þegja og þar með
jafnvel að hindra það að glæpunum linni? Hvernig má það yfirleitt
vera að prestar telji sig geta þagað yfir slíku?
Karl biskup brást skjótt við og sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem
segir að landslög og kirkjuréttur hafi um langan aldur gengið út
frá því að skriftabarnið geti ekki bundið samvizku prests: „Presti
sem verður áskynja í skriftum að lífi eða heill annarra er ógnað er
skyldugt að leiða viðkomandi fyrir sjónir að honum beri skylda til
að koma í veg fyrir það og að prestinum sé skylt að tilkynna slíkt
ef viðkomandi geri það ekki sjálfur.“
Þá liggur afstaða biskups skýrt fyrir. En eftir stendur spurningin:
Hvað ætlar hann að gera við kirkjunnar þjón sem segist hvorki geta
farið að siðareglum kirkjunnar né landslögum?
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Ákveðinn sjarmi er alltaf yfir skóla-byrjun á hverju hausti. Börnin fara
af stað að morgni dags með tösku á baki,
komast í sína rútínu, hitta félagana og fara
yfir sumarið. Að mörgu er þó að hyggja
til að allt fari rétt og örugglega fram.
Umferðin er stór þáttur þar. Í raun skiptir
ekki öllu hvort um byrjendur í skólagöngu
er að ræða eða börn sem eru búin að vera
lengur í skóla. Þau sem eldri eru taka oft
meiri áhættu t.d. með því að stytta sér
leið, sem er oftast ekki öruggasta leiðin.
Mikilvægt er að gefa sér tíma til að
fara yfir öruggustu leiðina í skólann með
barninu. Hún er yfirleitt leiðin þar sem
sjaldnast er farið yfir götu. Ef barnið
er byrjandi í skólanum er gott að ganga
fyrstu dagana með því í skólann. Ef fara
þarf yfir götu ítrekaðu við barnið að það
noti gangbraut ef hún er til staðar, stoppi,
líti vel til beggja hliða og hlusti áður en
það fer yfir. Upplýsa þarf barnið um það
að ekki sé víst að ökumaður sjái það þó
svo að það hafi séð bílinn og að best sé
að gera alltaf ráð fyrir því að ökumaður
hafi ekki séð það. Benda þarf barninu á að
ganga ekki yfir bílastæði skólans heldur
meðfram því og að bílastæði sé ekki leik-
völlur.
Gott er að kynna sér hvort skólinn er
með reglur um hjólreiðar barna úr og
í skóla. Ef barnið fer hjólandi tryggðu
að barnið sé með hjálm og gangi vel um
hann þegar það geymir hann í skólanum.
Í allmörgum skólum eru skólarútur not-
aðar. Farðu yfir helstu öryggisatriði m.a.
að barnið standi ekki of nærri rútunni
þegar hún kemur, fari í röð en troðist
ekki og spenni beltin.
Ef foreldrar aka barninu í skólann þá
er barnið öruggast í aftursætinu fram að
12 ára aldri. Þau sem ekki hafa náð 36 kg
þyngd eiga að vera í sérstökum örygg-
isbúnaði umfram bílbelti eins og sessu,
með eða án baks. Þegar barnið fer úr
bílnum er alltaf öruggast að barnið fari
út gangstéttarmegin, en ekki umferðar-
megin.
Barn með endurskinsmerki sést fimm
sinnum fyrr heldur en barn sem ekki er
með endurskinsmerki. Tryggðu að barn-
ið þitt sjáist í umferðinni þegar rökkva
tekur.
Sem ökumaður virtu hraðatakmarkan-
ir í kringum skóla, sýndu varkárni, vertu
með hreinar rúður og stoppaðu fyrir
gangandi vegfarendum. Mundu jafnframt
að þú ert fyrirmynd barna í umferðinni.
Skólabyrjun
Umferðarmál
Sigrún A.
Þorsteinsdóttir
forvarnafulltrúi
VÍS
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
Dagbækurnar horfnar
Matthías Johannessen, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, virðist vera
búinn að loka dagbókum sínum
á vefnum, þær voru alltént ekki
aðgengilegar í gær. Það er miður því
þar gætti ýmissa grasa. Til dæmis
var athyglisverð frásögnin úr
afmæli Davíðs Oddssonar árið
1998. Þar sat Matthías meðal
annars til borðs með Ólafi
heitnum Skúlasyni biskupi.
Matthías lýsir því hvernig
hann og aðrir sessunautar
göntuðust með ásakanir um
kynferðisofbeldi á hendur
biskupnum. „Ég var raunar
undrandi hvað hann leyfði
okkur að gantast með sín mál og fór
það vel í mig,“ skrifar Matthías.
Gott svar
Matthías segir einnig að sér hafi líkað
vel svar biskups við þeirri spurningu
hvernig manni liði „sem þyrfti að
ganga í gegnum þann eld sem á sr.
Ólafi hefði brunnið.“ Biskupinn
svaraði á þá leið að það væri
ekki hægt að ganga í gegnum
slíkt „nema vera annað
hvort idjót eða sak-
laus – og ég er ekki
idjót!“ bætti hann
við. „Það þótti
mér gott svar,“
skrifar Matthías.
En nú er annað komið á daginn.
Vonandi verða dagbækur Matthíasar
aftur aðgengilegar á vefnum sem
fyrst.
Lög og regla
Sagt var frá því í fjölmiðlum í gær að
þrátt fyrir líkamsárásir, mikla
ölvun og frekju í umferðinni
telji lögreglan menningarnótt
hafa tekist vel. Það vekur
upp spurningu um hvað
þarf að ganga á til að
lögreglan telji að
menningarnótt hafi
tekist illa.
bergsteinn@
frettabladid.is
Kirkjan reynir að gera hreint fyrir sínum dyrum:
Hvernig er
hægt að þegja?