Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 4
4 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 33° 33° 27° 20° 26° 24° 21° 21° 24° 20° 31° 23° 33° 19° 22° 26° 21°Á MORGUN Hægur vindur víða um land. MÁNUDAGUR Hæg norðlæg eða breytileg átt víða. 9 9 9 1113 9 9 9 13 11 12 9 8 9 9 8 11 13 13 13 6 6 4 6 5 7 6 6 8 10 9 8 HELDUR HLÝNAR á landinu frá því í gær og má búast við að hitinn verði á bilinu 8 til 16 stig næstu daga og þá heldur svalara norðanlands en sunnan heiða. Það dregur úr úrkomu í dag en næstu daga gætu skipst á skin og skúrir. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGSMÁL Makrílstríð er í uppsiglingu á milli Íslendinga og Færeyinga annars vegar og Breta og Evrópusambandsins hins vegar samkvæmt breska blaðinu The Guardian. Skoskir sjómenn og stjórnmála- menn kalla eftir aðgerðum af hálfu Evrópusambandsins eftir að sam- anlagður makrílkvóti landanna tveggja var aukinn úr 27 þúsund tonnum í 215 þúsund tonn. Talið er að deilurnar stofni ekki einung- is framtíðarúthafsveiðum Breta í hættu heldur einnig framtíð makr- ílsins sjálfs, að sögn Guardian. „Við ættum að hóta því að loka öllum höfnum í Evrópusamband- inu fyrir íslenskum og færeysk- um skipum,“ sagði Struan Steven- son, yfirmaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins. Hann bætti við að loka ætti fyrir innflutning land- anna tveggja til Evrópusambands- ins, „Og sýna þeim að okkur er alvara.“ Stevenson sagði að makríllinn ætti að vera lykilatriði í aðildarvið- ræðum Íslands að Evrópusamband- inu. „Hér er þjóð í aðildarviðræð- um. En hvað hefur hún gefið okkur? Öskuský og fjármálavandræði með þjóðaratkvæðagreiðslu hennar þar sem þún neitaði að greiða skuldir sínar við Breta.“ - mmf Vilja taka upp makrílveiðar Íslendinga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið: Makrílstríð sagt í uppsiglingu FRAMTÍÐ MAKRÍLSINS Struan Steven- son sagði að makríllinn ætti að vera lykilatriði í aðildarviðræðum Íslendinga og ESB. MONTANA,AP Svínaglímu í norður- hluta Montana sem átti að fara fram á föstudag hefur verið frestað vegna þess að ekki var hægt að smala svínunum sem áttu að taka þátt í henni. Shirley Ebelton, umsjónar- maður glímunnar, segir þrjátíu villisvínum á tíu mílna svæði meðfram Marias ánni í Mont- ana alla jafna smalað saman samdægurs fyrir glímuna en að þessu sinni hafi einungis tekist að fanga eitt. Glímunni var í fyrstu frestað fram á laugardag en svínin voru hvergi sjáanleg. Embelton segir að á næsta ári verði hafist handa við að smala skepnunum fyrr. -ve Svínaglímu í Montana frestað: Svínin sjá við mannfólkinu GRIKKLAND, AP Jarðskjálfti sem mældist 5,4 stig á Richter varð um 65 kílómetra frá grísku eyj- unni Zakynthos um klukkan 10.23 í gær. Slökkviliðsmenn á staðnum segja að engin slys hafi orðið á fólki og að mannvirki séu óskemmd. Jarðskjálftar á skalanum fimm og yfir eru nokkuð algengir á Grikklandi. Sérstaklega er tekið mið af því við húsbyggingar á Zakynthos enda fóru mannvirki á staðnum afar illa í röð jarð- skjálfta árið 1953. -ve Jarðskjálfti í Grikklandi: Hús stóðu af sér skjálftann BANDARÍKIN, AP Ken Feinberg sem stjórnar greiðslum úr bótasjóði vegna olíulekans í Mexíkó-flóa sagði það sína hugmynd að þeir sem fái lokagreiðslu úr bóta- sjóðnum afsali sér rétti til málshöfðunar. Fein- berg sagði greiðslur úr bótasjóðnum verða hag- stæðari heldur en bætur frá dómstólum. „Ef mér finnst þú ekki hæfur mun engum dómstól finnast það.“ Hver sá sem fær skammtíma- greiðslu frá bótasjóðnum sem hefur starfsemi á mánudag getur lögsótt BP. Nú þegar hafa hundruð gert það. - mmf Bótasjóður vegna olíuleka: Málshöfðunar- rétti afsalað KEN FEINBERG ÞJÓÐKIRKJAN Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráð- herra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um mál- efni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kyn- ferðisbrota gegn börnum. Að sögn Rögnu munu hún og Karl einnig ræða almennt um aðkomu ráðuneytisins að málefn- um þjóðkirkjunnar, en í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar segir að Þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkis- valdinu innan lögmæltra marka. „Svo virðist vera sem ráðuneyt- ið hafi ekki eftirlit með því hvort starfsmenn kirkjunnar fari að lögum eða ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá skilningur sé réttur. Ég hef engan vilja til að hlaupast undan ábyrgð í þessu máli, en það þarf að vera skýrt hver ábyrgð ráðuneytisins er samkvæmt lögum,“ segir Ragna. Biskup Íslands sendi á laugar- dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Geirs. Karl segir fyrirmæli barnavernd- arlaga taka af öll tvímæli um til- kynningaskyldu presta, að hún gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Í kjölfar ummæla Geirs kallaði Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og fleiri prest- ar eftir því að biskup leysti Geir frá störfum. Hrefna Friðriksdótt- ir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að biskup kunni að hafa tilefni til að áminna Geir eða víkja honum úr starfi. Ennfremur sendi Karl Sigur- björnsson biskup frá sér yfirlýs- ingu seint í gær, þar sem hann vísar því á bug að hafa reynt að þagga niður mál Sigrúnar Pál- ínu Ingvadótt- ur á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi bisk- upi, árið 1996. Að sögn Rögnu stendur ekki til að ræða það mál á fundi hennar og biskups í dag. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta virðist vera löng saga og ekki ljóst hverjir vissu hvað og hve- nær, svo ég tjái mig ekki um það,“ segir Ragna. Spurð hvort þjóðkirkj- an hafi beðið álitshnekki síðustu daga segist Ragna þurfa að kynna sér málið betur áður en hún tjái sig um það. kjartan@frettabladid.is Dómsmálaráðherra fundar með biskupi Prestar kalla eftir því að biskup leysi þjóðkirkjuprest frá störfum vegna þeirra ummæla að þagnarskylda sé hafin yfir landslög. Biskup vísar því á bug að hann hafi reynt að þagga niður mál á hendur Ólafi Skúlasyni árið 1996. KARL SIGURBJÖRNSSON RAGNA ÁRNADÓTTIR GEIR WAAGE PRESTASTEFNA Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að þjóð- kirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. RÚSSLAND, AP Rússneska lögreglan kom í veg fyrir að um hundrað stjórnarandstæðingar færu í fánagöngu í gegnum miðborg Moskvu í gær og handtók þrjá af leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Þar á meðal var Boris Nemtsov sem talið er að komi til með að leiða stjórnarandstöðuna í næstu kosningum. Stjórnarandstaðan var að fagna fánadeginum, sem er tileinkaður rússneska fánanum. „Fáninn er tákn frelsis og lýðræðis, en aug- ljóslega ekki í huga Pútins,” sagði Nemtsov við handtökuna. Fáninn skipar stóran sess í hugum Rússa. Boris Jeltsín klifr- aði upp á skriðdreka hinn 22. ágúst árið 1991 og flaggaði þrílita fánanum til að fagna falli Sov- etríkjanna. Þremur árum síðar lýsti hann daginn hátíðisdag. -ve Fánaganga í Moskvu: Stjórnarand- stæðingar tekn- ir höndum FÁNAGANGAN Stjórnarandstæðingar með risastóra útgáfu af rússneska fánanum í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þess misskilnings gætti í leiðara blaðsins á laugardag að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi hefði flutt tillöguna um stofnun starfshóps, sem vinna á að því að bæta náms- árangur stráka í grunnskólum. Þor- björg er formaður hópsins, en meiri- hlutinn í borgarstjórn flutti tillöguna. Beðist er afsökunar á misherminu. LEIÐRÉTTING AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 20.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,667 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,20 120,78 186,16 187,06 152,63 153,49 20,483 20,603 19,141 19,253 16,106 16,200 1,4073 1,4155 181,18 182,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.