Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.08.2010, Blaðsíða 46
30 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Draumur íslenska kvenna- landsliðsins um að komast á HM í Þýskalandi er úti. Eftir verðskuld- að tap gegn sterku liði Frakka er ljóst að Ísland lendir í öðru sæti riðilsins. Lokaleikur Íslands er gegn Eistum á miðvikudag. Stelpurnar mættu ofjörlum sínum í Laugardalnum á laug- ardaginn. Þar hafði liðið hvorki tapað né fengið á sig mark í fjögur ár, síðan það tapaði þar 0-4 gegn Svíum. Sá glæsilegi árangur var þurrkaður út af flottum Frökkum sem réðu lengst af gangi leiksins. Íslensku stelpurnar byrjuðu vel og pressuðu Frakkana stíft. Hólm- fríður kom sér í færi á fyrstu mín- útu en sparkaði í jörðina þegar hún var í dauðafæri. Pressa íslenska liðsins kom Frökkum í opna skjöldu en það tók þær þó aðeins nokkrar mínútur að átta sig og næsta hálf- tímann stýrðu þær leiknum. Liðið heldur boltanum eink- ar vel innan liðsins, nokkuð sem íslenska liðið þarf að tileinka sér betur. Okkar stelpur voru of langt frá Frökkunum og skynsemi og yfirvegun skorti á síðasta þriðj- ungi vallarins. Ákvörðunartökur liðsins voru kolrangar á stundum. Til að mynda þegar Margrét Lára splundraði vörn Frakka með frá- bærri sendingu, Hólmfríður var í dauðafæri en í stað þess að skjóta reyndi hún að gefa boltann. Frakkar fengu dauðafæri undir lok hálfleiksins, fyrst skutu þær yfir og svo varði Guðbjörg glæsi- lega í markinu. Staðan var marka- laus í hálfleik og Frakkar betri. Seinni hálfleikur byrjaði svip- að og sá fyrri, okkar stelpur voru hættulegar en Frakkarnir minntu á sig líka. Sigurmarkið kom eftir klukkustundarlangan leik, löng sending innfyrir vörnina stoppaði fullkomlega með mótvindinum og Guðbjörg var í skógarhlaupi. Hún ætlaði út í boltann en hætti við og franski framherjinn Gaëtane Thin- ey átti ekki í erfiðleikum með að vippa yfir hana. Guðbjörg virkaði fremur óörugg í leiknum, vind- urinn hafði líklega áhrif, en hún varði nokkrum sinnum mjög vel. Okkar stelpur reyndu hvað þær gátu, meðal annars var Sara Björk í dauðafæri og vildi meina að brot- ið hefði verið á sér en ekkert var dæmt. Hólmfríður komst ein í gegn en eins og stundum áður tók hún ranga ákvörðun og var alltof lengi að athafna sig. Í stað þess að skjóta ætlaði hún að rekja boltann áfram og leika á varnarmenn sem endaði með því að hún tapaði bolt- anum. Hornspyrna Eddu fór svo í stöngina og út. Frakkar drógu sig aðeins til baka eftir markið en fengu nokk- ur algjör dauðafæri undir lokin, í það minnsta þrjú, og hefðu getað bætt við. Það gerðu þær ekki og lokatölur 0-1. Rakel var frábær sem hægri bakvörður en fór af velli í hálfleik. Varnarleikur Íslands var ágæt- ur en þær frönsku voru klaufar að skora ekki meira. Miðjuspilið hefði getað verið betra og lítið sást til Dóru Maríu. Margrét Lára er greinilega ekki í mikilli leikæfingu en Dagný var dugleg í framlínunni. Liðið spilaði alls ekki illa en hefði klárlega getað spilað betur. Liðið hefur náð frábærum árangri með að komast svona langt og á hrós skilið. Stelpurn- ar þurfa nú að klára riðilinn með sæmd og bíða svo eftir næstu und- ankeppni. Leikurinn gegn Frökk- um bar þess merki að liðið getur vel staðið í bestu þjóðum heims. hjalti@frettabladid.is Sterkir Frakkar brutu vígi Íslands Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Frökkum í undankeppni HM á laugardag. Franska liðið var betra í leiknum og átti sigurinn skilinn. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast á HM í Þýskalandi. ÁKVEÐNAR Það skorti ekkert upp á baráttuna eða ákveðni íslensku stelpnanna á laugardag. Hér lætur Sara Björk Gunnarsdóttir Frakkana heyra það. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tölfræði leiksins: 0-1 Gaëtane Thiney (60.) Áhorfendur: 3.710 Skot (á mark): 9-12 (3-6) Varið: Guðbjörg 4 - Sapowicz 3 Horn: 4-5 Rangstöður: 1-4 Aukaspyrnur fengnar: 11-12 Lið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir Sif Atladóttir Ólína Viðarsdóttir Katrín Jónsdóttir Rakel Hönnudóttir (46. Guðný Óðinsd.) Edda Garðarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Dóra María Lárusdóttir Margrét L. Viðarsdóttir (78. Hallbera Gísla.) Hólmfríður Magnúsdóttir Dagný Brynjarsdóttir (68. Kristín Bjarnad.) Staðan í riðlinum: 1. Frakkland 9 8 0 1 42-0 27 2. Ísland 9 8 0 1 29-3 21 3. Eistland 8 3 0 5 6-38 9 FÓTBOLTI „Ég er nokkuð ánægð- ur með leikinn,“ sagði landsliðs- þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyj- ólfsson. „Við höfum oft spilað við Frakka en aldrei verið svona mikið inni í leiknum. Það gekk reyndar illa að spila boltanum í vindinum í fyrri hálfleik en það stórbatnaði í seinni hálfleik. Stelpurnar lögðu sig 100 prósent fram og ég get ekki farið fram á meira en það,“ sagði þjálfarinn. „Mér fannst það sem við lögð- um upp með ganga nokkuð vel upp. Við pressuðum þær framar- lega og reyndum að koma þeim á óvart. Við tókum áhættu með að spila framar en vanalega og við misstum þær á bakvið okkur einu sinni þegar þær skoruðu,“ sagði Sigurður sem segir að íslenska liðið þurfi fleiri framherja. „Við vorum í smá basli. Mar- grét Lára er ekki í sínu besta formi og var að spila sem sóknar- tengiliður. Dagný er framherji en hennar besta staða er sem sóknartengiliður. Kristín Ýr kom ágætlega inn í leikinn en við þurfum að eignast fleiri góða framherja til að klára færin. Margrét Lára og Hólmfríður hafa skorað meira en helminginn af mörkunum okkar,“ sagði þjálfar- inn. - hþh Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Þurfum fleiri sóknarmenn RÆÐA Sigurður Ragnar ræðir við stelp- urnar eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hressandi Tilboð 1 Vinaklúbbsáskrift kr. 4.990.- Tilboð 2 Árskort á kr. 48.990.- + 3 x Hresshristingar* Tilboð 3 Þrír mánuðir á kr. 19.990.- + Bolur + 3 x Hresshristingar * Skráning og nánari upplýsingar í síma 565-2212/565-2712 mottaka@hress.is Tilboðskort veita aðgang að: Fjórum stöðvum- sundi- Hot yoga -Tabata - Les Mills tímum- Hjólatímum- STOTT pilates - Stöðvaþjálfun - Boxi - Yoga - tækjasölum ofl. ofl. *Meðan byrgðir endast, átt er við próteinhristinga. Tilboð gilda til 31.8.2010. FÓTBOLTI „Þetta eru mikil von- brigði,“ segir Hólmfríður Magn- úsdóttir um leikinn gegn Frökk- um. „Mér fannst við samt eiga góðan leik og þær ekkert mikið betri en við. Við hefðum þurft að nýta færin betur, meðal annars ég. Frakkar eru með frábært lið en þetta eru samt vonbrigði. Við vorum óheppnar nokkrum sinn- um en ég var allan tímann á því að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hólmfríður. - hþh Hólmfríður Magnúsdóttir: Mér fannst þær ekkert betri VINSÆL Hólmfríður gefur eiginhandar- áritanir eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Sigurður vill vera áfram með landsliðið Samningur Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með íslenska kvennalandsliðið rennur út eftir undankeppni HM sem lýkur á miðvikudag. Sigurður vill framlengja samning sinn. „Ég hef ekki hugmynd um það hvort samningurinn verði framlengdur, það á eftir að ræða þau mál. Ég hef fullan hug á að vera áfram með liðið ef KSÍ vill semja aftur. Ég er stoltur af því að taka þátt í þessari uppbyggingu og er mjög ánægður í starfi. Ég held að ég geti komið liðinu enn lengra,“ sagði Sigurður. Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálf- leik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur,“ sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framar- lega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stund- um og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega,“ sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur,“ sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju“ stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt.” Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumun- inn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum,“ sagði Sif. ÍSLENSKU LANDSLIÐSTELPURNAR: TALA UM VONBRIGÐI Á VONBRIGÐI OFAN EFTIR TAPIÐ GEGN FRÖKKUM Þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.