Fréttablaðið - 31.08.2010, Side 2
2 31. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við
UMFERÐ Umferðarljós á gatna-
mótum Miklubrautar og Grens-
ásvegar verða óvirk frá klukk-
an tíu í dag og í um klukkustund
meðan á endurbótum stendur. Á
meðan verður umferðarstjórn í
höndum lögreglu.
Hraði við gatnamótin verð-
ur þá takmarkaður við 30 kíló-
metra á klukkustund, auk þess
sem einungis verður hægt að
beygja til hægri af Grensásvegi
inn á Miklubraut. Hvorki verður
hægt að aka þvert yfir Miklu-
braut, né beygja til vinstri.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg eru vegfarendur beðnir um
að sýna aðgát og virða hraðatak-
markanir. - sh
Ljós stórra gatnamóta óvirk:
Biðja ökumenn
að sýna aðgát
LÖGREGLUMÁL Sakborningur í morðmálinu
í Hafnarfirði verður tekinn til yfirheyrslu
síðar í þessari viku, að sögn Friðriks Smára
Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuð-
borgarsvæðinu. Hinn grunaði situr í gæslu-
varðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni.
Nokkrar sendingar lífsýna hafa verið
sendar til rannsóknar í Svíþjóð, sú síðasta í
gærmorgun. Um er að ræða sýni af morð-
vettvangi og af þeim sem hafa verið hand-
teknir vegna málsins. Vonast er til að fyrstu
niðurstöður rannsókna berist í þessari viku
eða í byrjun þeirrar næstu. Meðal gagna
sem lögregla byggir á er far eftir skó í eigu
sakborningsins sem fannst á morðvettvangi.
Skófarið virðist passa við blóðugt skó far
sem fannst á heimili Hannesar heitins
Helgasonar eftir ódæðið. Þá fannst blóð á
skóm sakborningsins, sem reynt hafði verið
að þvo af.
Þegar lögregla handtók sakborninginn síð-
astliðinn fimmtudag, var það gert á grunni
nýrra gagna í málinu sem studdu grun um
að hann ætti aðild að morðinu á Hannesi.
Í kjölfar handtökunnar nú var gerð ítarleg
húsleit á heimili mannsins og hald lagt á til-
tekna muni sem þar var að finna.
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að
unnusta Hannesar hafi gist á heimili sak-
borningsins nóttina örlagaríku. - jss
Lífsýni úr rannsókninni á morði Hannesar Þórs Helgasonar síðast send í greiningu til Svíþjóðar í gærmorgun:
Grunaður morðingi verður brátt yfirheyrður
VETTVANGUR Mikill fjöldi lífsýna hefur verið tekinn á
vettvangi morðsins.
Lárus, eruð þið ekki á stór-
græða á lauginni og syndið í
peningum?
„Við troðum marvaðann í peninga-
málum en syndum í hamingju og
gleði.“
Lárus Á. Hannesson er forseti bæjar-
stjórnar á Stykkishólmi. Þar er sundlaugin
svo vinsæl að stundum þarf að hleypa
inn í hollum.
Bílþjófar handteknir
Fimm manns voru handteknir
síðdegis í gær í nokkuð umfangs-
mikilli lögregluaðgerð, eftir að sást
til stolinnar bifreiðar á Bústaðavegi. Í
bílnum reyndust vera fimm tæplega
tvítug ungmenni og því þurfti að
kalla til nokkra lögreglubíla til að ferja
fólkið á lögreglustöð. Ökumaðurinn
er grunaður um akstur undir áhrifum
fíkniefna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ORKUMÁL Katrín Júlíusdóttir iðn-
aðarráðherra fundaði í gær um
stöðu álversuppbyggingarinnar í
Helguvík með fulltrúum Norður-
áls, orkufyrirtækja, stofnana og
sveitarfélaga. Þar krafðist ráð-
herra útskýringa á því hvað það
væri sem tefði verkefnið. Óvissan
um málið væri óþolandi fyrir þá
sem byggja svæðið.
Hart var lagt að málsaðilum,
Magma, HS ork u og Norðuráli, að
reyna að ná sáttum í málinu sem
allra fyrst.
Stefnt er að því að hópurinn
fundi aftur eftir um mánuð. Unnið
verður að lausn málsins í millitíð-
inni. - sh
Ræða óvissu um Helguvík:
Funda aftur
eftir mánuð
NEYTENDUR Ferðalangur sem keypti
pakkaferð til Berlínar í apríl í vor
á að fá alla ferðina endurgreidda
en ekki aðeins flugið eins og
Expressferðir vildu. Þetta er nið-
urstaða Neytendastofu.
Lilja Hilmarsdóttir, rekstrar-
stjóri hjá Expressferðum, sem er
í eigu Iceland Express, segir ekki
tímabært að tjá sig um niðurstöðu
Neytendastofu. Farið verði yfir
málið með lögfræðingum í dag.
Umrædd ferð átti að vera til
Berlínar 16. apríl. Þar var ætlunin
að gista á hóteli í þrjár nætur. Lilja
segir að allt fram á síðustu stundu
hafi verið vonast til að hægt yrði
að lenda í Berlín. Reyndin hafi þó
orðið sú að lokað var fyrir flugum-
ferð í Berlín og úti um allt í Evr-
ópu þennan dag.
Expressferðir buðu farþegunum
að fá flughlutann endurgreiddan
eða að fá sams
konar ferð og
greiða 25 þús-
und krónur til
viðbótar. Einn
farþeginn sætti
sig við hvorug-
an kostinn og
leitaði til Neyt-
endasamtak-
anna sem kærðu
málið til Neyt-
endastofu. Að
sögn Lilju kostaði umrædd ferð
um 83 þúsund krónur. Um helm-
ingurinn hafi verið vegna gisting-
arinnar.
„Við reyndum að tala við hótel-
ið en þeir bentu á að við værum
með 34 herbergi sem þeir gætu
ekki selt og spurðu hvernig okkur
dytti þá í hug að við fengjum end-
urgreitt. Þannig að við sátum uppi
með allan kostnað við ferðina,“
útskýrir Lilja sem kveður lang-
flesta viðskiptavinina hafa verið
sátta við það hvernig Expressferð-
ir tóku á málinu. „Fólk skildi þetta
mjög vel.“
Þetta var eina ferðin sem
Expressferðir þurftu að aflýsa
vegna gossins en aðrar ferða-
skrifstofur og flugfélög hérlend-
is þurftu vitanlega að fella niður
margar ferðir. Lilja kveður um
algerlega einstakt mál að ræða.
Búast megi við að endanleg nið-
urstaða þess verði fordæmisgef-
andi.
„Spurningin er hvort allur kostn-
aður eigi eingöngu að falla á ferða-
skrifstofuna eða flugfélögin,“
segir hún. Í umfjöllun Neytenda-
stofu kemur fram það sjónarmið
Expressferða að þar sem fluginu
hafi verið aflýst vegna ófyrirsjáan-
legra aðstæðna – svokallaðs „force
majeure“ bæri ferðaskrifstofunni
ekki að endurgreiða ferðina alla.
Var þar meðal annars vísað í grein-
argerð laga um alferðir.
Neytendastofa segir hins vegar
misræmi milli greinargerðarinnar
og lagatextans sjálfs sem sé skýr um
þetta atriði. Endurgreiða beri slík-
ar „alferðir“ að fullu óháð því hvers
vegna þeim er aflýst. Á hinn bóginn
eigi viðskiptavinir ekki rétt á skaða-
bótum fyrir aukaútgjöld tengd ferð-
inni ef aflýst er vegna ófyrirsján-
legra aðstæðna. gar@frettabladid.is
Endurgreiði ferð sem
aflýst var í eldgosinu
Neytendastofa segir að Expressferðum beri að endurgreiða gistingu en ekki
aðeins flug í pakkaferð til Berlínar sem féll niður vegna gossins í Eyjafjallajökli.
Aflýst var á síðustu stundu og hótelið neitaði að endurgreiða Expressferðum.
BERLÍN Aflýsa þurfti flugi Expressferða til Berlínar hinn 16. apríl því flugvöllurinn var
lokaður vegna gossins í Evrópu.
LILJA
HILMARSDÓTTIR
[…] við sátum uppi
með allan kostnað
við ferðina.
LILJA HILMARSDÓTTIR
REKSTRARSTJÓRI HJÁ EXPRESSFERÐUM
ORKUMÁL Aldrei kom til greina af hálfu bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar að leita til eftirlitsnefndar með fjár-
málum sveitarfélaga vegna bágrar fjárhagsstöðu bæj-
arins. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Sigfússon.
Reykjanesbær er í vanskilum með erlent lán upp á
1,8 milljarða króna en lánið féll í gjalddaga í byrjun
ágúst. Morgunblaðið greindi frá þessu í gær. Eftirlits-
nefnd með fjármálum sveitarfélaga hafði sent bænum
viðvaranir vegna slæmrar fjárhagsstöðu en nefndin
vissi hins vegar ekki um vanskilin.
„Það vissi eftirlitsnefndin ekki um og það kom okkur
mjög á óvart,“ sagði Kristján Möller samgönguráð-
herra við fréttastofu Stöðvar 2 í gær. Ráðherra segir
að ráðuneytið hafi engar heimildir til að grípa inn í að
eigin frumkvæði. „Samkvæmt lögum og reglugerðum
er það þannig. Sjálfstæði sveitarfélaga er það mikið.“
Í sveitarstjórnarlögum segir að bæjarstjórn eigi að
tilkynna það til eftirlitsnefndar sjái hún fram á van-
skil. „Það hefur nú ekki komið til greina að leita til eft-
irlitsnefndar um þetta mál,“ sagði Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, við Stöð 2. Árni segist hafa
vonað að það tækist að endurfjármagna lánið og ekki
sé útilokað að það takist að semja við lánveitandann.
Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir 700 milljóna
tekjum af álveri í Helguvík, en mikil óvissa ríkir um
það verkefni. Árni segir að nauðsynlegt hafi verið að
gera ráð fyrir tekjunum til að sýna fram á trú á verk-
efninu. - smog
Samgönguráðuneytið getur ekki gripið inn í fjárhagsmálefni Reykjanesbæjar:
Aldrei litið til eftirlitsnefndarinnar
BRATTUR BÆJARSTJÓRI Árni trúir því að bærinn muni rétta úr
kútnum þegar fjárfestingaverkefni verða að veruleika.
FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
NEYTENDAMÁL Stjórn BSRB mót-
mælir harðlega umfangsmiklum
hækkunum á gjaldskrá Orkuveitu
Reykjavíkur samkvæmt ályktun
stjórnar BRSB.
Þar segir að hækkanirnar hafi
áhrif til hækkunar vísitölu og þar
með talið vísitölutengdra lána og
koma því almenningi sérstaklega
illa. Með þeim veikir stjórn OR þá
tilraun til stöðugleika sem reynt
hefur verið að koma á í samfélag-
inu og býður þeirri hættu heim að
aðrir fylgi í kjölfarið með gjald-
skrárhækkanir að mati stjórnar
BSRB.
BSRB mótmælir hækkun OR:
Kemur illa við
almenning
TRÚMÁL „Það var gott að hitta
konurnar og heyra þetta frá
þeim og vonandi fyrir þær að
heyra hvernig okkur líður,“
segir Þórhallur Heimisson,
sóknarprestur í Hafnarfirði.
Tugir presta hittu þrjá konur
sem Ólafur Skúlason biskup
beitti kynferðisofbeldi í Vídal-
ínskirkju í Garðabæ seinni-
partinn í gær. Boðað hafði verið
til fundarins í fyrradag.
Sigríður Guðmarsdóttir prest-
ur segir að það hafi verið erfitt
að hlusta á konurnar. „Þetta var
átakanleg saga.
Það var ofboðslega erfitt að
hlusta á þær og það voru margir
sem voru klökkir og grétu.“
Sigríður segir að prestarn-
ir hafi hlýtt þöglir á konurnar,
síðan hafi verið umræður á eftir.
„Síðan stóðum við upp, hittum
hvert annað, föðmuðumst og
kysstumst og það voru marg-
ir sem sögðu fyrirgefðu,“ segir
Sigríður.
Fórnarlömb biskups á fundi:
Prestar báðust
fyrirgefningar
SPURNING DAGSINS