Fréttablaðið - 01.09.2010, Side 2
2 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
SKÓLI Stöðugildum í Álftanesskóla
hefur fækkað um átta á síðustu
tveimur árum. Nú eru 39 stöðu-
gildi í skólanum en voru 47 skóla-
árið 2008 til 2009, sem er 20 pró-
senta fækkun. Nemendafjöldinn er
sá sami, eða um 460 börn. Svein-
björn Markús Njálsson skólastjóri
segir ástæðuna kröfu um niður-
skurð í öllu skólakerfinu. Gjald-
þrot sveitarfélagsins bæti hins
vegar ekki úr skák. „En þó svo
að það hefði ekki orðið gjaldþrota
þá hefði samt verið farið í þennan
niðurskurð, öll sveitarfélög eru að
draga til baka aukafjárveitingar
sem þau hafa sett í skólana,“ segir
Sveinbjörn.
Meðal þess sem fækkun kennara
hefur í för með sér er að nemend-
ur í 2. bekk eru í tveimur bekkjum
í stað þriggja í fyrra. 45 krakkar
eru í árgangnum og 22 og 23 því
í bekkjunum. Foreldrar í árgang-
inum voru mjög ósáttir við þessa
breytingu, enda hefur verið venj-
an í Álftanesskóla að hafa ekki
tvo bekki fyrr en í 3. bekk, nema
árgangurinn sé stærri en 50 börn.
Fjallað var um áskorun þeirra til
skólayfirvalda um að halda bekkj-
unum þremur í bæjarstjórn en
bæjarstjórn bókaði stuðning við þá
ákvörðun skólanefndar að fækka
bekkjum.
Ingólfur Sveinsson er eitt þeirra
foreldra sem voru ósátt við breyt-
inguna. „Mér finnst afleitt að hafa
svona stóra bekki á meðan börn-
in eru enn í öðrum bekk,“ segir
Ingólfur sem meðal annars stakk
upp á því við foreldra í árgangin-
um að þeir myndu sjálfir borga
fyrir þriðja kennarann, en sú
hugmynd hlaut ekki undirtektir
foreldra.
Sveinbjörn segir eðlilegt að for-
eldrar láti í sér heyra en bendir á
að þrátt fyrir fækkun kennara sé
meðalstærð bekkja í Álftanesi ekki
nema 20 börn. - sbt
Foreldrar nemenda í 2. bekk í Álftanesskóla ósáttir við fækkun bekkja:
Kennurum fækkar um átta á tveimur árum
ÁLFTANESSKÓLI Fækkun bekkja í öðrum
bekk hefur valdið óánægju.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
í gær fjögurra vikna gæsluvarð-
haldsúrskurð héraðsdóms yfir
manninum sem grunaður er um að
hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni
að bana á heimili hans í Hafnar-
firði aðfaranótt 15. ágúst síðast-
liðinn.
Héraðsdómur úrskurðaði hann
daginn eftir í gæsluvarðhald til
24. september. Verjandi mannsins
kærði úrskurðinn til Hæstarétt-
ar, sem hefur nú staðfest úrskurð
héraðsdóms.
Rannsókn er enn í fullum gangi,
að sögn Friðriks Smára Björgvins-
sonar, yfirlögregluþjóns lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu. - jss
Hæstiréttur staðfesti úrskurð:
Grunaður morð-
ingi áfram inni
MENNINGARMÁL „Það yrði menn-
ingarsögulegt slys ef Skáldastígur
hyrfi,“ segir Kristinn E. Hrafns-
son, myndlistarmaður og eigandi
Mjóstrætis 4, sem vill að borgin
kaupi fornfrægan göngustíg á lóð
hans.
Skáldastígur liggur um lóð Krist-
ins að hinu sögufræga Unuhúsi í
Garðastræti 15 þar sem löngum
var afdrep skálda á borð við Hall-
dór Laxnes og Þórberg Þórðarson.
Húsið þar og lóðina á Gestur Ólafs-
son arkitekt. Hann hefur í áratugi
reynt að fá borgina til samstarfs
um Skáldastíg, meðal annars á
árinu 1987 með bréfi til þáverandi
borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, og
eftirmanna hans í ráðhúsinu.
„Þetta mál hefur farið marga
hringi hjá borginni,“ útskýrir
Kristinn, sem sjálfur kom ekki að
málinu fyrr en
árið 2002 þegar
hann eignaðist
Mjóstræti 4.
Kristinn og
Gestur hafa
sjálfir annast
Skáldastíg og
ávallt haldið
honum opnum,
jafnt fyrir þá
sem leið eiga í
gegn og þá sem
gagngert koma til að skoða stíginn
og Unuhús. En þeim finnst ósann-
gjarnt að greiða fasteignagjöld af
lóðinni undir stígnum. Þvert á móti
telja þeir að borgin ætti að kaupa
landið undir stígnum eða þá leigja
það af þeim.
Í augnablikinu er málið á leið
til umfjöllunar hjá menningar- og
ferðamálaráði borgarinnar eftir að
hafa verið tekið fyrir í skipulags-
ráði í síðustu viku þar sem lagðar
voru fram umsagnir frá Minjasafni
Reykjavíkur og skipulags- og bygg-
ingarsviði borgarinnar. Niðurstöð-
ur þessara tveggja aðila eru ósam-
hljóma.
Skipulagsráð mælir ekki með því
að svo stöddu að eyða fé í að tryggja
tilvist Skáldastígs „enda lifir sagan
áfram þótt stígurinn hverfi,“ eins
og segir í umsögn Ágústar Jónsson-
ar skrifstofustjóra.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir.
þjóðháttafræðingur hjá Minjasafni
Reykjavíkur, minnir hins vegar á
að Reykjavík hafi sótt um útnefn-
ingu sem bókmenntaborg UNES-
CO. „Hægt er að færa rök fyrir
að þar sem stígurinn tengist sögu
bókmennta og rithöfunda í borg-
innu hafi hann mikið menningar-
sögulegt gildi,“ segir Guðný í sinni
umsögn.
Kristinn E. Hrafnsson kveðst
undrandi á því hversu illa gangi
hjá borginni að taka ákvörðun.
„Það er furðulegt að það skuli ekki
vera hægt að taka á svona einföld-
um hlutum. Hvernig gengur þá með
allt hitt?“ gar@frettabladid.is
Eigendur vilja selja
borginni Skáldastíg
Listamaður og arkitekt sem eiga lóðir undir göngustíg að Unuhúsi vilja að
borgin kaupi stíginn. Menningarsögulegt gildi segir Minjasafn. Sagan lifir þótt
stígurinn hverfi, segir framkvæmda- og eignasvið og vill ekki eyða fé í málið.
SKÁLDASTÍGUR Áratugir hafa liðið án þess að borgaryfirvöld hafi tekið endanlega
afstöðu til þess hvaða stöðu Skáldastígur eigi að hafa í skipulagi borgarinnar. Hér er
séð frá Unuhúsi og niður stíginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRISTINN E.
HRAFNSSON
Upp þetta dimma sund þar lá mín leið
mart liðið kvöld
og sæi eg ljós, þá var sem vanda og neyð
væri nú lyft af heilli öld.
HÖFUNDUR HALLDÓR LAXNESS.
Laxness um Skáldastíg
STJÓRNSÝSLA Kærunefnd útboðs-
mála hefur stöðvað gerð samninga
við arkitektastofuna sem varð hlut-
skörpust í samkeppni um hönnun
hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð.
Annar þátttakandi í útboðinu
kærði niðurstöðuna á þeim grund-
velli að einn dómnefndarmanna,
Einar Ólafsson, hefði í gegnum
sína arkitektastofu áður átt í sam-
starfi við vinningshafann. Það var
um gerð tillögu sem hlaut fyrstu
verðlaun í samkeppni um leik-
skóla í Garðabæ. Kærunefndin
segir að verulegur vafi leiki á hæfi
Einars og því séu samningar við
verðlaunahafana stöðvaðir þar til
endan legur botn fáist í málið. - gar
Meint vanhæfi í dómnefnd:
Starfaði með
verðlaunahafa
NÁTTÚRA „Það er óvenjulega mikið af reyniberjum
í ár eins og af öðrum jarðargróðri. Reyniberin eru
stórkostlegt haustskraut en líka góð til átu með réttri
meðhöndlun,“ segir Hildur Hákonardóttir, höfundur
bókarinnar Ætigarðurinn – handbók grasnytjungs-
ins.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að greinar
reynitrjánna eru að sligast undan berjum. Svo verður
aðeins um stuttan tíma því haustvindar munu senn
slíta berjaklasana af trjánum sem verða þá engum til
gagns. Margir líta þó ekki við berjunum þar sem þau
eru römm og fara ekki vel í maga þess vegna.
Hildur segir hins vegar að berin megi nota bæði í
hlaup, til víngerðar og einnig í skreytingar. „Það er
hægt að vinna á beiskjunni í berjunum með því að
láta þau frjósa fyrst í einn sólarhring og liggja síðan
í vatni í þrjá sólarhringa. Þá er nauðsynlegt að skipta
um vatn oft á dag eða láta renna á þau.“
Hildur segir að frysting sé ævaforn aðferð til að ná
remmu og jafnvel eitri úr plöntum. Suður-Ameríku-
búar nýttu þessa aðferð til að ná remmu úr villtum
kartöflum.
Hildur segir að reyniberin gerjist gjarnan á
trjánum þegar þau eldast. „Ég hef heyrt að það megi
sjá á flugi þrasta á haustin þegar þeir fljúga gjarnan
á gluggarúður að þeir séu þrælhífaðir.“ - shá
Reynitrén eru að sligast undan berjum eftir einstaka sumarblíðu:
Galdurinn liggur í frostinu
BRAGÐVONT LOSTÆTI Þeir Hákon og Snorri eru ekki hrifnir af
bragðinu af reyniberjunum. Þau eru reyndar óæt fyrr en eftir
rétta meðhöndlun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fótbrotinn við Norðlingafljót
Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði var
kölluð út á tíunda tímanum í gær
þegar tilkynning barst um fótbrotinn
ferðalang í gljúfri við Norðlingafljót.
Sveitarmeðlimir brugðust skjótt við
og voru búnir að koma hinum slas-
aða í bíl innan við klukkustund síðar.
ÖRYGGISMÁL
SJÁVARÚTVEGUR Hvalstöðin í Hval-
firði tók á móti sinni 109. lang-
reyði í gærmorgun, að því er
Skessuhorn greinir frá.
Það var Hvalur 8 sem þá kom
til hafnar. Hvalur 9 kom með tvo
hvali í land á sunnudaginn. Í við-
tali við Skessuhorn segir Gunn-
laugur Fjólar Gunnlaugsson skip-
in skiptast á um að koma inn sinn
hvern daginn. Veiðarnar gangi
eins og í sögu, þrátt fyrir að þoka
hafi legið svolítið við ströndina
að undanförnu og skipin því þurft
að sigla lengra eða allt upp í 200
mílur út.
Hvalur hf. hefur leyfi til veiða
150 landreyðar í sumar og önnur
25 dýr frá síðustu vertíð. Góðar
horfur eru á að takist að veiða
kvótann á þessari vertíð. - shá
Hvalveiðarnar í fullum gangi:
Langreyðarnar
eru orðnar 109
Kristján, er ekki hætta á að þú
hlaupir aftur í spik?
„Nei. Það þýðir ekkert hangs, ekkert
hik, áfram áfram Breiðablik.“
Útvarpsmaðurinn Kristján Ingi Gunnars-
son stendur í ströngu þessa dagana.
Hann hefur einsett sér að missa 42,2 kíló
og hlaupa síðan 42,2 kílómetra maraþon.
Hann er harður stuðningsmaður Breiða-
bliks og hleypur undir merkjum félagsins.
FRÁ HVALFIRÐI Ef allt gengur að óskum
nást 150 langreyðar á vertíðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa nam rúmum 57
milljörðum króna á fyrstu fimm
mánuðum ársins 2010 samanbor-
ið við 43,1 milljarð á sama tíma-
bili 2009. Aflaverðmæti hefur því
aukist um tæpa 14 milljarða eða
32,4 prósent á milli ára.
Aflaverðmæti botnfisks var í
lok maí orðið 43,7 milljarðar og
jókst um 29,5 prósent frá sama
tíma í fyrra þegar aflaverðmætið
nam 33,8 milljörðum. - shá
Afli fyrstu fimm mánuðina:
Verðmætið upp
um 14 milljarða
SPURNING DAGSINS