Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 12
12 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
LÍFEYRISMÁL Miðstjórn Bandalags
háskólamanna (BHM) kallar eftir
því í ályktun að Framtakssjóð-
ur Íslands sýni fram á með óyggj-
andi hætti að fjárfestingar sjóðsins
fylgi tilgangi og skilmálum sjóðsins
og leggst gegn frekari framlögum í
sjóðinn.
„Við erum að hvetja til þess að
hlutirnir séu gegnsæir,“ segir Guð-
laug Kristjánsdóttir, formaður
BHM. Hún segir að upp hafi komið
efasemdir um ákvæði sjóðsins um
hlutfall einstakra fjárfestinga af
heildarfjárfestingum.
Gagnrýnt hefur verið að sjóður-
inn hafi samið um kaup á Vestia af
Landsbankanum fyrir 19,5 millj-
arða þegar sjóðurinn mun hafa um
30 milljarða til að fjárfesta næstu
þrjú árin.
„Við viljum að þetta sé alveg skýrt
og ekki þurfi að vakna spurningar
um það, þegar verið er að sýsla með
fjármuni úr sjóðum launamanna,“
segir Guðlaug. „Við viljum að það
sé sýnt með óyggjandi hætti fram
á að fjárfestingarnar fylgi þessum
tilgangi og skilmálum.“
Í ályktun miðstjórnar BHM er
lagst alfarið gegn frekari framlögum
lífeyrissjóða félagsmanna til Fram-
takssjóðsins. Guðlaug segir að með
þessu sé ekki verið að leggja til að
framlög verði dregin til baka. Hún
segir að BHM hafi lagst gegn stofn-
un Framtakssjóðsins, og með þessu
sé sú andstaða ítrekuð.
„Þessi ályktun kemur mjög á
óvart, við höfum ekki fengið neina
fyrirspurn frá BHM,“ segir Finn-
bogi Jónsson, framkvæmdastjóri
Framtakssjóðs Íslands. Hann segir
erfitt að átta sig á því hvað mið-
stjórnin eigi við þegar talað sé um
að gegnsæi þurfi að vera hjá sjóðn-
um, enda sé þar nú þegar algert
gegnsæi í fjárfestingum.
Finnbogi segir stjórn Framtaks-
sjóðsins taka ákvarðanir í samræmi
við skilmála sjóðsins. Fyrirtæki séu
ekki keypt nema stjórn sjóðsins telji
þau lífvænleg og góða fjárfestingu.
Finnbogi segir sjóðinn hafa lagt
út 1,5 milljarða í fjárfestinguna í
Vestia, um fimm prósent af þeim 30
milljörðum sem sjóðurinn fær frá
lífeyrissjóðunum á þremur árum.
Hann segir að átján milljarðar
króna til viðbótar séu greiddir með
hlutabréfum í sjóðnum.
Finnbogi segir skýrt að sjóðirnir
geti ekki hætt við þessi fjárframlög
hvað svo sem miðstjórn BHM álykti.
Stjórnin hafi í raun ekki aðkomu
að sjóðnum öðruvísi en í gegnum
stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sinna
félagsmanna.
Finnbogi segir BHM ekki hafa
óskað eftir neinum upplýsingum
frá sjóðnum, og því sé einkennilegt
að fara fram á með þessum hætti að
sjóðurinn sýni fram á að skilmálar
sjóðsins séu ekki brotnir.
Framtakssjóður Íslands var
stofnaður af sextán lífeyrissjóð-
um í desember 2009. Sjóðurinn á
að fjárfesta í íslenskum fyrirtækj-
um sem eiga sér vænlegan rekstrar-
grundvöll. brjann@frettabladid.is
BHM leggst gegn frekari
framlögum í Framtakssjóð
HANDSALAÐ Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands (til vinstri),
og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, handsöluðu nýverið kaup Framtaks-
sjóðsins á Vestia. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SJÓNVÖRP SKOÐUÐ Kaupmáttur launa
hefur aukist eftir bankahrunið. Það
eykur bjartsýni neytenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
EFNAHAGSMÁL Væntingavísitala
Gallup mælist nú 69,9 stig og
hefur hún ekki verið hærri frá
bankahruni. Það er ekki þar með
sagt að neytendur séu sérlega
bjartsýnir enda miðast vísitalan
við hundrað stig. Fari hún undir
hundrað stig eru fleiri neytend-
ur svartsýnir en bjartsýnir. Frá
bankahruni hefur vísitalan staðið
í kringum fjörutíu stig.
Greining Íslandsbanka bendir
á að bjartara sé yfir landanum
en áður. Það komi ekki á óvart
enda bendi margt til þess að
botni kreppunnar sé náð. Til
betri vegar horfi á vinnumarkaði,
verðbólga hafi hjaðnað, krónan
styrkst og kaupmáttur aukist. - jab
Bjartsýni ekki meiri frá hruni:
Horfir til betri
vegar frá hruni
BHM leggst alfarið gegn frekari framlögum til Framtakssjóðs Íslands. Kallar eftir því að sjóðurinn sýni
fram á að tilgangi og skilmálum sjóðsins sé fylgt. Fimm prósent af fé sjóðsins fara í kaupin á Vestia.
VIÐSKIPTI „Þeir gerðu verðmat
út frá gögnum sem við feng-
um í hendur. Aðkoma þeirra var
ekki meiri en það,“ segir Finn-
bogi Jónsson, framkvæmdastjóri
Framtakssjóðs Íslands, sem fékk
ráðgjafafyrirtækið Arctica Fin-
ance og fjárfestingarbankann
Saga Capital til ráðgjafar um kaup
sjóðsins á eignarhaldsfélaginu
Vestia fyrir 19,5 milljarða króna
á dögunum.
Vestia var áður í eigu Lands-
bankans. Starfsmenn Arctica
Finance störfuðu allir hjá fyrir-
tækjaráðgjöf bankans fyrir fall
hans haustið 2008. Landsbankinn
tók fyrirtækin yfir vegna skulda
eigenda og fyrirtækjanna sjálfra
við bankann.
Finnbogi segir Framtakssjóð-
inn hafa vitað að starfsmenn
Arctica Finance hafi áður starf-
að hjá fyrirtækjaráðgjöf Lands-
bankans. Kostur sé að þeir hafi
þekkt fyrirtækin áður en þeir
gerðu verðmatið. „Þeir eru ekki
eitraðir þótt þeir hafi unnið í
bankanum,“ segir Finnbogi.
Ekki liggur fyrir hvað fyrir-
tækin fengu fyrir ráðgjöfina.
Finnbogi segir upphæðina ekki
hafa verið háa.
Arctica Finance var ráðgjafi
Orkuveitu Reykjavíkur við sölu
á þrjátíu prósenta hlut í HS Orku
í fyrra til Magma Energy. Þókn-
un fyrirtækisins þá nam 0,85
prósentum af verðmæti samn-
ingsins.
Sé miðað við sama hlutfall nú
má ætla að þóknunin hafi numið
tæpum 166 milljónum króna, sem
fyrirtækin tvö skiptu á milli sín.
- jab
Framtakssjóðurinn réði fyrrverandi starfsmenn Landsbankans við kaup á Vestia:
Segir ráðgjafana ekki vera eitraða
LANDSBANKINN Fyrrverandi starfsmenn
Landsbankans voru Framtakssjóðnum
innan handar við kaup á yfirteknum
eignum bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VITI Í SKUGGA SKIPS Það verður lítið
úr þessum snotra vita í Bremerhaven í
Þýskalandi þegar skipsferlíkið Atlantic
Hotel Sail City siglir fram hjá.
NORDICPHOTOS/AFP