Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 21

Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 FERÐAFÉLAGIÐ NORÐURSLÓÐ stendur fyrir göngu laugardaginn 4. septem- ber, þar sem farið verður um fáfarnar slóðir í umhverfi Jökulsárgljúfra. Nánar á ganga.is. „Þetta varð svona hestaferð þar sem allt var gert annað en að vera á hestunum,“ segir Hilmar Magnús- son hlæjandi þegar hann er spurð- ur út í ferðalag sem hann fór í í sumar með konu sinni og gömlum vinahópi úr Fáki. Hann segir þá hefð hafa skapast að fara í tvo langa útreiðartúra á sumri með vinahópum. Annan á vorin sem börnin eru með í og hinn seinna að sumrinu, barn- lausan. „Þetta sumarið ætluðum við að ríða um Holt, Landsveit og Rangárvelli, 25 til 35 kílómetra dagleiðir,“ lýsir Hilmar. „Þegar til kom voru hrossin ekki í neinni þjálfun til að fara í langferð þótt þau væru orðin hraust af pestinni. Því varð að búa til plan B og nið- urstaðan varð sú að dvelja bara í bústað í Klettholti í Holtum. Þar vorum við svo með hrossin í fimm daga og fórum í þriggja til tuttugu kílómetra útreiðartúra.“ Hilmar segir veðrið hafa leikið við hópinn allan tímann og ferðina verið vel heppnaða. „Mesta fjörið var þegar við riðum að Hestheim- um. Þar var okkur tekið eins og kóngafólki, hestarnir settir á hús og gefin tugga meðan við pöntuðum mat og drykk og skemmtum okkur. Eitt lag er ávallt sungið svona fimmtíu sinnum í okkar ferðum, það er „Ég er kominn heim“ sem Óðinn Valdimarsson gerði frægt á sínum tíma. Við tókum það að sjálf- sögðu fyrir útlendingana. Í fram- haldinu var efnt til söngkeppni þar sem lagið María María var sung- ið á mörgum tungumálum upp úr sönghefti á staðnum. Að sjálfsögðu unnum við af því dómararnir voru okkur hliðhollir.“ gun@frettabladid.is Tekið eins og kóngum Margir sem skipulögðu langferðir á hestum í sumar urðu að hætta við vegna flensu sem herjaði á hesta- stofninn. Hilmar Magnússon flugumferðarstjóri og ferðahópur sem hann er í sá við þeim vanda. „Eitt lag er ávallt sungið svona fimmtíu sinnum í okkar ferðum, það er Ég er kominn heim,“ segir Hilmar Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.