Fréttablaðið - 01.09.2010, Page 32
24 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
menning@frettabladid.is
> Ekki missa af …
Forsala á tónleika Friðriks
Ómars í Hofi, menningar-
miðstöð Norðurlands, þar
sem hann heiðrar minningu
Vilhjálms Vilhjálmssonar, hefst
á föstudaginn á vefsíðunni
menningarhus.is og í síma
450 1000. Friðrik hefur til full-
tingis einvalalið hljóðfæraleik-
ara á tónleikunum sem verða
laugardaginn 2. október.
Við opnun sýningarinnar Að elta fólk og drekka
mjólk var kynnt nýtt verkefni á vegum Hafnar-
borgar sem ætlað er að gefa sýningarstjórum
tækifæri til að koma fram með nýstárlegar sýn-
ingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem
hafnfirska listamiðstöðin sendi frá sér. Þar kemur
jafnframt fram að sýningarstjórum verði gefinn
kostur á að senda inn tillögur að haustsýningu
2011 og er sérstaklega óskað eftir tillögum að
samsýningum. Þá er tekið fram að sérstaklega
verði hugað að því að veita sýningarstjórum með
stuttan feril að baki tækifæri.
Frestur til að skila inn tillögum rennur út
mánudaginn 1. nóvember á þessu ári. Umsóknar-
ferlið er tvískipt og eru þeir sem hafa áhuga á að
takast við verkefnið hvattir til að kynna sér það á
heimasíðu Hafnarborgar, hafnarborg.is.
Annars er rétt að geta þess að sýningin Að
elta fólk og drekka mjólk hefur fengið ákaflega
góðar viðtökur. Laugardaginn 25. september
verður haldið sérstakt málþing í tengslum við
sýninguna hjá Þjóðfræðistofu undir yfirskriftinni
„Að grína í samfélagið“.
Leitað til sýningarstjóra
GRÓSKA Mikil gróska er í Hafnarborg um þessar
mundir.
Hljómsveitin Melchior hefur gefið út tvöföldu plötuna
<1980. Um er að ræða endurútgáfu á vínilplötunum Silf-
urgrænu ilmvatni og Balapoppi en öll lög þeirra platna
voru tekin upp fyrir árið 1980. Sérstaklega má minn-
ast lagsins Alan sem naut verulegra vinsælda. Þá mun
hljómsveitin halda útgáfutónleika á Café Rosenberg á
fimmtudaginn þar sem lög af plötunni verða leikin.
Melchior var stofnuð árið 1973. Hún starfaði lengst
af á seinni hluta áttunda áratugarins. Á þeim tíma gaf
Melchior út eina tveggja laga plötu auk Silfurgræns
ilmvatns og Balapopps. Þar til í fyrra hafði sveitin ekki
komið saman á almennum tónleikum síðan árið 1978. Þá
gaf hún út plötuna Melchior, sem innihélt hið vinsæla
lag Fiskisúpa Sigríðar í Fjöruhúsinu.
Klukkan 22
Tónleikar á tónleikastaðnum
Faktorý, gamla Grand Rokki.
Hljómsveitirnar Draumhvörf,
Mikado og Two Tickets to
Japan stíga á svið. Draum-
hvörf leika progressive rokk
undir áhrifum frá ýmsum
ólíkum tónlistarstefnum,
Mikado er progressive rokk-
hljómsveit og Two Tickets to
Japan spilar framúrstefnu-
lega rokktónlist. Frítt er inn
á tónleikana.
Haustdagskrá sjónvarps-
stöðvanna er smám saman
að skýrast. Eins og kemur
fram á öðrum stað í blaðinu
er Spaugstofan gengin til
liðs við Stöð 2 en tilkynnt
hefur verið um fimm aðrar
leiknar þáttaraðir.
Stöð 2 verður sem fyrr með flest-
ar leiknu þáttaraðirnar. Sjón-
varpsstöðin stendur auðvitað
frammi fyrir þeim „vanda“ að
engin vaktar-sería verður í ár en
vinsældir þeirra eru einsdæmi í
íslenskri sjónvarpssögu. Spaug-
stofan var flokkuð sem leikið efni
hjá RÚV og fellur eflaust undir
þann flokk hjá Stöð 2 en auk henn-
ar má nefna Steindann okkar.
Tökur á þeim þætti eiga að hefj-
ast á haustmánuðum en þættirn-
ir nuta mikilla vinsælda á síðasta
tímabili. Þá má ekki gleyma Mér
er gamanmál, nýrri sjónvarps-
þáttaröð með Frímanni Gunn-
arssyni þar sem hann heimsækir
grínista á öllum Norðurlöndunum
og í Englandi en Gunnar Hans-
son verður auðvitað í hlutverki
ólíkindatólsins.
Ekkert lát verður heldur á hefð-
bundnari leiknum þáttaröðum
hjá Stöð 2. Hlemma Vídeó er ný
þáttaröð með Pétri Jóhanni Sig-
fússyni, Ágústu Evu Erlendsdótt-
ur og Vigni Rafni Valþórssyni í
aðalhlutverki. Tökur á þeim þátt-
um eiga að hefjast á allra næstu
dögum en hún segir frá ungum
manni sem erfir myndbandaleigu.
Hann sjálfur gengur þó með
þann draum í maganum að verða
einkaspæjari. Handritsgerðin er
í höndum Sigurjóns Kjartansson-
ar, Maríu Reyndal, Ara Eldjárn,
Hugleiks Dagssonar og Péturs
Jóhanns en leikstjóri er Styrmir
Sigurðsson. Pressan II er einnig
í farvatninu en fyrri þáttaröðin
þótti heppnast með eindæmum
vel. Sigurjón Kjartansson situr
sveittur við handritsgerðina en
líklegt verður að teljast að stór
hluti leikhópsins úr fyrstu þátta-
röðinni snúi aftur. Tökur eiga að
hefjast í kringum áramótin.
Skjár einn hyggst endurvekja
leikið efni hjá sér eftir nokkurt
hlé. Baldvin Z framleiðir nýja
gamanþáttaröð undir heitinu Hæ
Gosi sem er með bræðrunum
Kjartani og Árna Pétri Guðjóns-
sonum í aðalhlutverkum. Þætt-
irnir voru teknir upp á Akureyri.
Sjónvarpsveturinn skýrist
FJÖLBREYTT EFNI
Fjölbreytt leikið efni verður á dagskrá
sjónvarpsstöðvanna í haust. Stöð 2 mun
sýna Steindann okkar, Mér er gaman-
mál, Hlemma Vídeó, Spaugstofuna
og Pressu II. Skjár einn hefur innreið
sína í leikna efnið með Hæ Gosa,
gamanþáttaröð með Árna Pétri og
Kjartani Guðjónssyni í aðalhlut-
verkum og RÚV sýnir Tíma
nornarinnar, spennuþáttaröð
í fjórum hlutum eftir Friðrik
Þór Friðriksson, sem byggir
á samnefndri
skáldsögu
Árna Þór-
arinssonar.
Skemmtiþáttur Góa (RÚV)
Logi í beinni (Stöð 2)
Fyndnar fjölskyldumyndir (Skjár
einn)
Ameríski draumurinn (Stöð 2)
Nýtt útlit (Skjár einn)
Spjallið með Sölva (Skjár einn)
Spjallþáttur Þórhalls Gunnarssonar
(RÚV)
Kiljan (RÚV)
Silfur Egils (RÚV)
Gettu betur (RÚV)
Listinn er ekki tæmandi
ANNAÐ ÍSLENSKT EFNI
Langt er síðan Skjár einn var með
leikið efni, eflaust var það Venni
Páer sem hélt þeim fána á lofti,
en þessi nýjung stöðvarinnar er
mikið fagnaðaraefni.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær mun RÚV sýna nýja sjón-
varpsþáttaröð úr smiðju Friðriks
Þórs Friðrikssonar sem heitir
Tími nornarinnar og er byggð á
samnefndri bók Árna Þórarins-
sonar. Ekki liggur fyrir hvort
aðrar leiknar þáttaraðir eru í
undirbúningi en Skaupið verð-
ur að sjálfsögðu á sínum stað í
leikstjórn Gunnars Björns Guð-
mundssonar. freyrgigja@frettabladid.is
Tvöfalt frá Melchior
MELCHIOR Hljóm-
sveitin Melchior
hefur gefið út
tvöfalda plötu.
Kennsla hefst
13. september
GIUSEPPE VERDI
ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON
JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON
ÞÓRA EINARSDÓTTIR
JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON
SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR
BERGÞÓR PÁLSSON
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON
LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON
FRUMSÝNING 9. OKTÓBER 2010
RIGOLETTO
MIÐASALAN HEFST Í DAG KL. 10
Í SÍMA 511-4200 OG Á WWW.OPERA.IS