Fréttablaðið - 01.09.2010, Síða 34
26 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
> LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA
Elin Nordegren situr ekki með
hendur í skauti þótt erfiður skiln-
aður við Tiger Woods sé nú að
baki. Samkvæmt bandarískum
fréttavefjum langar hana að nota
peningana frá Tiger til að opna mið-
stöð fyrir fátæk börn sem þjást af
erfiðum geðsjúkdómum.
Hótelerfinginn Paris Hilton
var handtekin í Las Vegas um
helgina eftir að fíkniefni fund-
ust í fórum hennar. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem Hilton
kemst í kast við lögin því árið
2006 var hún fyrst handtek-
in fyrir ölvunarakstur og var
svipt ökuréttindum auk þess
sem hún fékk 36 mánuði á skil-
orði. Í byrjun árs 2007 var Hilt-
on aftur handtekin, nú fyrir að
aka án réttinda og í febrúar
sama ár var stúlkan handtekin
fyrir of hraðan akstur og fyrir
að aka án ökuréttinda. Í júlí í
ár var Hilton svo handtekin
á flugvelli á eyjunni Korsíku
með eiturlyf í fórum sínum.
Lögreglumaðurinn sem
handtók Hilton segir hana hafa
misst tæpt gramm af kóka-
íni úr handtösku sinni. Þegar
hann spurði hana út í efnið
sagðist Hilton ekki kannast
við það. Hilton sagði að task-
an tilheyrði vinkonu hennar en
viðurkenndi að kreditkort, lyf-
seðilsskyld lyf og annað smá-
dót sem í töskunni var væru
hennar eign, en þvertók fyrir
að eiga kókaínið.
Sérstakur saksóknari í Las
Vegas, David Roger, sem sækir
málið, er sá sami og kom O.J.
Simpson á bak við lás og slá
fyrir stuttu síðan.
„Roger hefur litla þolinmæði
fyrir fólki sem kemur til Las
Vegas og heldur að það komist
upp með að brjóta lögin. Það
verður mjög erfitt fyrir Hilt-
on að losna undan þessu máli,
jafnvel með aðstoð lögfræðinga
sinna,“ var haft eftir heimild-
armanni. Verði Hilton fundin
sek gæti hún átt yfir höfði sér
fangelsisvist, en hún sat inni í
tvo sólarhringa árið 2007 eftir
að hafa ítrekað brotið skilorð
sitt.
Paris Hilton í vondum málum
VANDRÆÐAPÉSI Paris Hilton var
enn og aftur handtekin fyrir að
hafa eiturlyf í fórum sínum. Verði
hún fundin sek á hún yfir höfði sér
fangelsisvist. NORDICPHOTOS/GETTY
Spaugstofan er komin yfir
á Stöð 2 eftir tvo farsæla
áratugi í Sjónvarpinu. Þátt-
urinn verður með óbreyttu
sniði og á sama tíma og
áður, eða á laugardags-
kvöldum klukkan 19.35.
Meðlimir Spaugstofunnar undirrit-
uðu tveggja ára samning við Stöð
2 í Þjóðmenningarhúsinu í gær
um að ástsælasti sjónvarpsþáttur
þjóðarinnar undanfarin tuttugu
ár yrði þar á dagskrá frá og með
9. október.
Spaugstofan verður áfram á
sínum gamalgróna sýningar-
tíma, á laugardögum kl. 19.35,
og keppir því við nýjan skemmti-
þátt Góa sem verður á sama tíma
í Sjónvarpinu. „Þetta er eins og
þeir segja í fótboltanum, það er
enn þá mikill karakter í liðinu og
við teljum okkur eiga mikið inni.
Leiktíðinni hjá okkur er bara
alls ekkert lokið,“ segir Sigurður
Sigurjónsson.
Vangaveltur höfðu verið uppi
um hvort og þá hvar Spaugstof-
an yrði á dagskrá í vetur eftir að
Sjónvarpið ákvað að nýta sér ekki
krafta hennar lengur. Skjár einn
var helst nefndur til sögunnar en
ekkert varð úr þeim viðræðum.
„Þeirra hugmyndir voru um ein-
faldari gerð af þætti en við sáum
okkar hag bestan í að halda honum
óbreyttum með því sniði sem hann
var og verður áfram,“ segir Örn
Árnason.
Kollegi hans, Pálmi Gestsson,
bætir við að margir hafi rætt við
þá eftir að þeir hættu hjá Sjón-
varpinu. „Það var vítamínsprauta
að átta sig á því að þegar við geng-
um út úr RÚV þá var töluverð
ásókn í okkur,“ segir hann. „Það
voru aðrir sem vildu gera bíó og
alls konar hugmyndir voru í gangi
sem fóru ekki lengra,“ segir hann
og útilokar ekki að í framtíðinni
verði einmitt gerð bíómynd með
Spaugstofunni og hugsanlega verði
þættirnir einnig gefnir út á mynd-
diskum. Pálmi segir þá félaga eld-
hressa og móralinn framúrskar-
andi góðan sem fyrr. „Það eru til
miklu betri grínistar og betri höf-
undar og leikarar en við en það er
hópurinn sem er galdurinn.“
Randveri Þorlákssyni var á
sínum tíma sagt upp hjá Spaug-
stofunni vegna niðurskurðar og
þótti mörgum það miður. Aðspurð-
ur segir Pálmi það ekki á döfinni
að taka hann aftur inn í hópinn nú
þegar þátturinn er kominn yfir á
Stöð 2. „Það hefur einhvern veg-
inn ekki komið upp á borðið. Er
ekki svo lítið eftir af peningum í
þessu þjóðfélagi að það er betra að
hafa færri en fleiri fyrir okkur?“
Ari Edwald, forstjóri 365, fagn-
ar komu Spaugstofunnar til Stöðv-
ar 2. Hann segist lengi hafa haft
áhuga á að fá þáttinn yfir á Stöð
2. „Það hefur ekki verið raunhæft
fyrr en þessi skrítna staða kom upp
að RÚV gaf þá frá sér. Ég reyndar
skil ekki þá ákvörðun en ég segi að
sjálfsögðu „takk“,“ segir Ari. „Það
sem skapar tekjurnar í þessari
starfsemi er að hafa efni sem fólk
vill horfa á. Ég hef engar áhyggj-
ur af því að Spaugstofan muni ekki
standa undir sér fjárhagslega.“
Framleiðsla Spaugstofunnar
mun fara fram á vegum Sagafilm í
gamla sjónvarpshúsinu við Lauga-
veg 176 þar sem þættirnir voru ein-
mitt framleiddir fyrstu árin sem
þeir voru sýndir. Að vissu leyti má
því segja að Spaugstofuhringnum
hafi verið lokað. freyr@frettabladid.is
Spaugstofuhringnum lokað
SAMNINGUR Í HÖFN Spaugstofan og Ari Edwald, forstjóri 365, eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hundur plötusnúðsins Samönthu Ronson hefur
verið sendur burt af heimili hennar eftir að
hann drap hund nágrannans. Ronson á bola-
bítinn Cadillac og hefur nú þurft að skilja við
hundinn eftir að hann réðst á smáhund í eigu
nágrannakonu. Hinn hundurinn, lítill Maltese-
hundur, hafði sloppið fram á gang þegar lætin
byrjuðu. Hávaðinn vakti athygli nágranna sem
þustu þegar fram til að athuga málið en þá hafði
Cadillac þegar drepið smáhundinn og síðan bitið
eiganda hundsins þegar hann kom askvaðandi.
Ronson sendi frá sér tilkynningu í gegnum
Twitter-síðu sína stuttu síðar þar sem hún sagð-
ist miður sín eftir atvikið. „Ég er afskaplega leið
yfir því sem gerðist og ég vildi að ég gæti gefið
annað og meira en samúð mína. Því miður eru
engin orð sem geta lýst því hversu sorgmædd ég
er yfir þessu atviki,“ skrifaði Ronson á Twitter-
síðu sína.
Beit annan hund til bana
MIÐUR SÍN Hundur Samönthu Ronson drap hund nágrannakonu
hennar. Hún er miður sín eftir atvikið. NORDICPHOTOS/GETTY
folk@frettabladid.is
Dæmi um það sem
tekið er fyrir í náminu:
Lita- og línufræði
Tónalgreining
Vaxtarbygging
Heitt og kalt rými
Stórt og lítið rými
Uppröðun hluta
Stílistun á:
Baðherbergi
Svefnherbergi
Barnaherbergi
Eldhúsi
Garðhýsi
Stofu
Og margt fleira.
The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í
innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og
línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni
sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og
litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig
einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og
stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá
fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl.
Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum
ýmis atriði sem koma þeim til góða.
Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í
Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
Stílisti
Helga Sigurbjarnadóttir
Innanhúsarkitekt
Þorsteinn Haraldsson
Byggingafræðingur
INNANHÚSSTÍLISTANÁM
Auglýsingasími
Allt sem þú þarft…