Fréttablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 42
34 1. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Gylfi Sigurðsson varð
dýrasti leikmaður sem Reading
hefur selt frá sér í vikunni. Hann
kostar Hoffenheim sjö milljónir
punda. Félagið seldi Gylfa til að
geta borgað skuldir en aðeins um
300 þúsund pund fóru í að kaupa
nýja leikmenn.
Reading fær tíu prósent af næstu
sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær
fyrir söluna núna.
„Ég hef verið ársmiðahafi í 20
ár og stutt klúbbinn en þetta er
það síðasta hjá mér. Fyrir mér er
Madjeski orðinn leiður á leikfang-
inu sínu og hann á að selja klúbb-
inn einhverjum sem hefur metn-
að,“ sagði einn stuðningsmanna
félagsins í gær, bálreiður yfir
sölunni á Gylfa.
Forráðamenn Hoffenheim eru í
skýjunum með kaupin. Þeir sögðu
á heimasíðu félagsins að þeir vænt-
uðu mikils af Gylfa sem kom til
landsins rétt fyrir landsliðsæfingu
seinni partinn í gær.
Anthony Smith er blaðamaður
hjá staðarblaðinu Reading Chron-
icle. Hann sagði við Fréttablaðið
í gær að stuðningsmenn félagsins
væru mjög reiðir út í klúbbinn.
„Fjárhagur félagsins hefur farið
versnandi. Það fær ekki lengur
styrk frá ensku úrvalsdeildinni
og það þurfti einfaldlega að selja
til að grynnka skuldirnar,“ sagði
Smith.
„Aðeins 300 þúsund pund-
um er eytt í nýja leikmenn. Við
fáum Zurab Khizanishvili lánað-
an frá Blackburn og svo fáum við
Ian Harte,“ segir Smith sem er
þó ánægður með að klúbburinn
græði vel á leikmanni sem kemur
í gegnum unglingalið félagsins.
„Hann kostaði okkur ekkert og
það var einfaldlega ekki hægt að
hafna þessu. Ég talaði við menn
hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir
staðfestu að hann yrði dýrasti leik-
maður í sögu félagsins. Hoffen-
heim er toppklúbbur og hann gat
augljóslega ekki sagt nei heldur,“
segir blaðamaðurinn.
Hann staðfesti einnig að Bolt-
on, Fulham og Newcastle hefðu
viljað kaupa Gylfa sem skrifaði
undir nýjan þriggja ára samning
við Reading fyrir stuttu.
„Stuðningsmennirnir skilja
Gylfa ekki allir, þeir segja að
hann hafi ætlað að vera áfram. En
það eru bara nokkrir hörundsár-
ir, nánast allir samgleðjast honum.
Hann er einkar geðþekkur strákur
og öllum líkar vel við hann. Stuðn-
ingsmennirnir eru brjálaðir út í
klúbbinn og segja að það skorti upp
á metnað, en í sannleika sagt erum
við nokkuð frá því að eiga mögu-
leika á því að komast aftur upp í
úrvalsdeildina,“ sagði Smith.
Stjórnarformaður Reading telur
að það hafi verið rétt að gera þenn-
an samning fyrir félagið. „Ég er
annálaður stuðningsmaður félags-
ins og á meðan ég er stjórnarfor-
maður geri ég hlutina á réttan hátt.
Núna erum við komnir með fjár-
málin á réttan kjöl,“ sagði hann og
óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum
vettvangi. - hþh
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
51
32
1
09
/1
0
ALLT
Í RÆKTINA
HAUSTVÖRURNAR 2010
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
FÓTBOLTI Gylfi Sigurðsson sagði
bless við Reading á mánudaginn,
mörgum stuðningsmönnum
félagsins til sárra vonbrigða.
„Reading mun alltaf eiga sér-
stakan stað í mínu hjarta. Ég fór
að heiman þegar ég var fimmtán
ára til að koma hingað og það var
erfitt að segja bless við alla. En
ég held að Reading hafi fengið
góða upphæð fyrir mig og allt
hjá Reading hefur verið fullkom-
ið fyrir mig. Mér líður eins og
ég hafi vaxið með klúbbnum og
stuðningsmennirnir hafa verið
frábærir við mig líka,“ sagði
Gylfi.
Hann hefur lýst yfir gríðarlegri
ánægju með samninginn sinn við
Hoffenheim og félagið sjálft. - hþh
Gylfi kveður Reading:
Erfitt að segja
bless við alla
NÚMER 11 Gylfi verður í treyju númer 11 hjá Hoffenheim. Hér er hann með treyjuna
strax eftir undirskriftina. HOFFENHEIM
Stuðningsmenn Reading eru brjálaðir yfir því að félagið hafi selt sinn besta leikmann:
Sjö milljónir punda fyrir Gylfa í skuldir
FARINN Gylfi er farinn til Þýskalands.