Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Fimmtudagur
skoðun 20
Silfur og gamalt gull
Finnur Guðni Þórðarson
gerir nýjar gersemar úr
gömlu gulli
allt 4
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Húð, hár og heilsa
veðrið í dag
9. september 2010
211. tölublað 10. árgangur
9. september 2010 FIMMTUDAGUR
1
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
F Á
N
M ér finnst síðkjóla- og síðpilsatískan skemmtileg og á marga síðkjóla. Þessi er einn af mínum uppáhalds, þunnur og þægilegur,“ segir Silvía Lind Þorvaldsdóttir háskólanemi og starfsmaður við frístundaheimilið Guluhlíð. Við kjólinn notar hún rauða, lágbotna skó og prjónapeysu og segist vera „svolítið pönk“ þegar kemur að fatavali.„Í vinnunni er ég oft í grófum skóm og karlmannsskyrtu eða stórri peysu og leggings. Mér finnst gaman að vera í leðri og gallaefni og stórum fötum. Stórar prjónapeysur eru í sérstöku uppáhaldi á haustin,“ segir Silvía sem sjálf er með íslenska lopapeysu á prjónunum. „Amma hjálpaði mér af stað. Svo sé ég bara til hvenær ég klára “Brúnu hlið
Silvía Lind Þorvaldsdóttir blandar saman grófum hlutum og kvenlegum
Kosning um bestu tímaritsforsíðu ársins fer nú fram á vefsíðunni
Amazon.com/bestcovers. Hægt er að velja bestu forsíðuna í tólf
flokkum. Flokkarnir eru til dæmis umdeildar forsíður, vampíruforsíður og
lúffengasta síðan. Heppnir kjósendur geta unnið Kindle.
Svolítið pönk í fatavali
F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is
Sérverslun meðhúð, hár og heilsaFIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010
NÝ
BRAGÐ
TEGUN
D
SKÓGA
RBERJA
NÝR JÓGÚRTDRYKKUR
Góður gestur hjá Bó
Óperusöngkonan Summer
Watson syngur á Íslandi.
fólk 36
Aðeins einn sigur
Ólafur Jóhannesson hefur
ekki náð góðum árangri
með íslenska landsliðið.
sport 40
Grýla í augum trúaðra
Bók Richards Dawkins,
Ranghugmyndin um guð, er
komin út á íslensku.
menning 28
VÆTUSAMT Í dag verða víðast
austan 3-8 m/s. Rigning eða skúrir
einkum SA-til en úrkomuminna
N-lands. Hiti 10-18 stig.
VEÐUR 4
15
14
14
15
15
SAMGÖNGUR Flugrekstur þar sem
óvopnaðar herþotur eru rekn-
ar undir borgaralegu rekstrar-
leyfi, eins og fyrirtækið ECA
Program hyggst koma á fót hér á
landi, þekkist ekki í öðrum lönd-
um. Þar hafa hernaðaryfirvöld
umsjón með rekstri herþotna án
þess að borgaraleg stjórnsýsla
komi þar að.
Ætli íslensk stjórnvöld að
greiða leið ECA Program verða
þau að semja við önnur ríki um
undanþágur.
Eins og fram hefur komið vill
ECA Program skrá hér á landi
tuttugu óvopnaðar þotur og leigja
út til þess að taka að sér hlutverk
óvinaflugvéla á heræfingum víða
um heim.
Nú eru um sjötíu farþegaþotur
skráðar í íslenska flugflotann.
Um fjörutíu starfsmenn Flug-
málastjórnar annast þá stjórn-
sýslu. Helmingur kostnaðarins
er greiddur af ríkissjóði en helm-
ingur með gjaldtöku frá fyrir-
tækjunum sem reka þoturnar.
Ekki er víst hversu mikið þyrfti
að fjölga hjá Flugmálastjórn fari
svo að ECA fái að skrá flugher
sinn hér á landi.
-pg / sjá síðu 12
Semja þarf um undanþágur frá reglum verði einkarekinn flugher leyfður:
Flugher ECA á ábyrgð heryfirvalda ytra
VIÐSKIPTI Nýju bankarnir, eða þeir sem högnuð-
ust á kaupum á eignum peningamarkaðssjóða
gömlu bankanna, gætu þurft að greiða ríkinu
til baka þá fjárhæð sem varið var til kaupanna.
„Viðskiptavinir þeirra, fólkið sem lagði fé sitt
í sjóðina þarf hins vegar ekki að greiða neitt,“
segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar
EFTA, ESA, í samtali við Fréttablaðið.
ESA greindi frá því í gær að hafin væri form-
leg rannsókn á kaupum Arion banka, Íslands-
banka og Landsbankans á skuldabréfum pen-
ingamarkaðssjóða sem gömlu bankarnir
starfræktu. Rannsóknin lýtur að því hvort
kaupin feli í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. grein-
ar EES-samningsins. Á meðal þess sem ESA
skoðar er hvort viðskiptalegar forsendur hafi
legið að baki kaupum bankanna.
Eftir bankahrunið varð mikil óánægja með
að neyðarlögin sem sett voru við yfirtöku á
bönkunum tryggðu ekki eign einstaklinga og
fyrirtækja í peningamarkaðssjóðum með sama
hætti og innstæður í bönkunum. Björgvin G.
Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, sagði reynt
að lágmarka tjón sjóðsfélaga. Fjármálaeftirlit-
ið beindi þeim tilmælum til bankanna rétt eftir
miðjan október, að slíta sjóðunum og greiða
sjóðsfélögum út. Í kjölfarið keyptu bankarnir
eignir sjóðanna fyrir 83,6 milljarða króna. Stór
hluti eignanna hefur verið afskrifaður.
Sjóðunum var slitið í lok október og var við-
skiptavinum þeirra greitt út allt frá 69 prósent-
um til 85 prósenta af eign þeirra.
Fjögur fjármálafyrirtæki sem starfræktu
álíka sjóði fengu ekki sambærilegt tilboð í eign
sína. Þau töldu sig ekki sitja við sama borð. Lög-
mannsstofan Lex kærði málið fyrir þeirra hönd
til ESA í apríl í fyrra. Sum fyrirtækjanna hafa
ekki getað greitt úr sjóðum sínum að fullu.
Fjármálaráðuneytið hefur andmælt ESA og
segir stjórnvöld ekki hafa gefið fyrirmæli um
kaup á eignum sjóðanna. Slit þeirra hafi lotið
einkaréttarlegu uppgjöri á þeim eftir fall bank-
anna. Óháðir aðilar hafi metið virði eigna sjóð-
anna. Sanderud segir niðurstöðu rannsóknar-
innar kunna að liggja fyrir á næsta ári. - jab
Sjóðsfélagar endurgreiði ekki
Eftirlitsstofnun EFTA rannsakar kaup bankanna á eignum peningamarkaðssjóða. Kaupin gætu flokkast
sem ólögmætur ríkisstyrkur. Fjögur fjármálafyrirtæki töldu sig ekki sitja við sama borð og kærðu málið.
GLÍMT VIÐ DREKANN Ýmir Gíslason, 12 ára Vesturbæingur, mundaði flugdrekann fagmannlega í rokinu við Ægissíðu í gær. Eins og sést er
drekinn af veglegri gerðinni, 2,5 fermetrar að stærð, og tekur Ýmir oft flugið þarna á túninu þar sem hann mætir alltaf þegar nógu hvasst er. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL