Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 2

Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 2
2 9. september 2010 FIMMTUDAGUR MENNING Útskornir taflmenn úr rost- ungstönnum sem eru meðal merk- ustu gripa skáksögunnar kunna að hafa verið gerðir á Íslandi ef marka má Guðmund G. Þórarinsson, verk- fræðing, skákfrömuð og fyrrver- andi alþingismann. Taflmennirnir fundust um árið 1830 á strönd Lewis-eyju sem til- heyrir Suðureyjum undan Skot- landi. Samtals eru gripirnir 93. Búið var um þá í skríni úr steini. Talið hefur verið að taflmennirnir hafi líklegast verið skornir út í Þrándheimi í Noregi á tólftu öld. Guðmundur G. Þórarins- son segir hins vegar sterkar vísbendingar vera um að tafl- mennirnir hafi verið gerðir á Íslandi, og nefn- ir þar sérstak- lega Margréti hina högu sem bjó í Skálholti. Aðallega byggir Guðmundur til- gátu sína á því að biskupa sé að finna í taflsettinu. Aðrar þjóðir hafi á þeim tíma ekki gert taflmenn í líki biskupa eða yfir- leitt tengt þá við kirkjuna. Einnig má nefna þau rök að hestar riddar- anna hafi höfuðlag íslenskra hesta og samsvari þeim í stærð. Ekki náðist í Guðmund í gær en fram kemur í vefútgáfu New York Times að hann hyggist kynna niður- stöður sínar betur fyrir þátttakend- um á þingi um Lewis-taflmennina sem hefst í Skotlandi á laugardag. Í tölvuskeyti frá félaga Guðmund- ar, Einari S. Einarssyni, fyrrver- andi forstjóra Visa á Íslandi, kemur fram að Guðmundi hafi verið neit- að um að ávarpa þingið þar sem mælendaskránni hafi fyrir löngu verið lokað. „En kenningin hans er nú orðin kunn og varla hægt að „afhjúpa“ sannleikann um uppruna þessara fornminja án þess að taka afstöðu til hennar,“ segir í skeytinu frá Einari. Dr. Alex Woolf, stjórnandi stofn- unar miðaldafræða í Háskólanum í St. Andrews, er afar vantrúaðar á tilgátur Guðmundar þótt hann segi ekki algerlega útilokað að hún geti verið rétt. Í svari til Fréttablaðsins segir Woolf meðal annars að jafn- vel ríkustu höfðingjar og biskupar hafi líklega ekki getað fjármagn- að smíði svo margra gripa úr rost- ungstönnum. Nákvæmni í búnaði og vopnum taflmannana sé einnig slík að ólíklegt sé að þeir hafi verið gerð- ir á Íslandi. „Nútímanotkun á orðinu löber fyrir taflmanninn sem þekktur er í Englandi og á Íslandi sem biskup er næstum örugglega afleiðing mik- illa þýskra áhrifa á Noreg og Ísland á öldunum eftir Kalmarsamband- ið og er frá því eftir þann tíma sem taflmennirnir voru gerðir. Nafngift- in biskup var notuð í Englandi og sú hugmynd að hún hafi einhvern veg- inn farið beint til Íslands en ekki til Noregs virðist ósennileg,“ segir dr. Woolf. gar@frettabladid.is Frægir taflmenn frá 12. öld sagðir héðan Guðmundur G. Þórarinsson telur að sögufrægir taflmenn frá tólftu öld geti verið frá Íslandi. Breskur fræðimaður segir þetta afar ólíklegt því hér hafi skort bæði ríkidæmi og kunnáttu. Sennilega séu gripirnir frá Þrándheimi í Noregi. GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON ALEX WOOLF LEWIS-BISKUP OG RIDDARI Mikilvægustu og frægustu gripir í sögu skáklistarinnar, segir New York Times um þessa fagurlega útskornu gripi úr rostungstönnum sem Guðmundur G. Þórarinsson færir nú rök fyrir að hafi verið gerðir á Íslandi á 12. öld. UTANRÍKISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir, forsætisráðherra, og Kaj Leo Johannessen, lögmaður Fær- eyja, undirrituðu á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli ráðuneyta sinna. Það mun einkum taka til jafn- réttismála og verkefna varðandi breytingar og þróun í stjórnsýslu og ráðuneytum. Jóhanna fundaði einnig með ráðherrum færeysku ríkisstjórn- arinnar þar sem meðal annars var farið yfir stöðu efnahagsmála og væntanlegt stjórnlagaþing. Hún þakkaði, í lok ferðar, góðar viðtökur og lagði áherslu á áframhaldandi traust samband milli Íslands og Færeyja. - þj Forsætisráðherra í Færeyjum: Vilja auka sam- starf þjóðanna BANDARÍKIN Feisal Abdul Rauf, íslamski trúarleiðtoginn sem er í forsvari fyrir byggingu umdeildr- ar mosku í New York, segist ætla að halda ótrauður áfram að láta reisa moskuna. Samtök hans hafa fengið leyfi stjórnvalda auk yfirlýsts stuðnings bæði Baracks Obama forseta og Michaels Bloomberg, borgarstjóra í New York. Beðið hefur verið eftir afstöðu Raufs, sem hafði látið á sér skilja að hugsanlega yrði hætt við bygg- inguna vegna harðrar andstöðu sem hún hefur mætt. Moskan verður hluti af félags- miðstöð á Manhattan-eyju skammt frá Ground Zero, staðnum þar sem tvíburaturnarnir stóðu til 11. sept- ember 2001. - gb SPURNING DAGSINS Hollusta á góðu verði  Árni, eru þetta ekki bara tæknileg mistök þarna í Land- eyjahöfn? „Nei, þarna eru bara óvænt náttúru- öfl að verki.“ Herjólfur getur ekki lagt að Landeyjahöfn vegna þess að framburður úr Markarfljóti hefur grynnkað hana um of. Árni Johnsen er þingmaður úr Vestmannaeyjum. FEISAL ABDUL RAUF Imam heldur ótrauður áfram: Moskan verður að veruleika HAFRANNSÓKNIR Makríll er mun dreifðari og göngur hans við Ísland teygja sig lengra til vest- urs en áður hefur sést. Þetta stað- festa niðurstöður úr vistfræði- rannsóknum í kringum Ísland, Færeyjar og í Norska hafinu í júlí og ágúst. Í sumar tók rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátt í leiðangri ásamt einu skipi frá Færeyjum og tveimur frá Noregi. Mark- miðið var að rannsaka vistfræði, umhverfi og kortleggja útbreiðslu og magnmæla makríl, síld og kol- munna í kringum Ísland, Fær- eyjar og í Noregshafi austur af Íslandi allt að ströndum Noregs. Magn makríls á rannsóknasvæð- inu öllu er talið vera fjórar til fimm milljónir tonna, þar af um 650 þúsund tonn á svæðinu sem Árni Friðriksson fór um innan íslensku landhelginnar. Skekkjan á þessu mati er hins vegar ekki vel þekkt. Norsk-íslenska síld var að finna í minna magni nú en árið á undan og var dreifing hennar einnig nokkuð frábrugðin fyrri árum. Sameiginleg skýrsla um niður- stöður leiðangursins er til skoðun- ar hjá vinnuhópi innan Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins sem vinnur að mati á stærð þessara fiskistofna. - shá Niðurstaða vistfræðirannsóknar staðfestir breytingar í göngumynstri fisktegunda: Makríll mun dreifðari en fyrr Í LANDI Rannsóknir Hafrannsóknastofn- unar og systurstofnana staðfesta mikið magn makríls innan íslensku fiskveiði- lögsögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILSA „Í fyrra gataði ég tvær konur á mánuði miðað við sextán konur á mánuði nú,“ segir Seselía Guðmundsdóttir, gatari hjá Tatt- oo og skarti, sem segir verulega aukningu hafa orðið í kynfæra- götun kvenna á árinu. Fleiri húð- flúrarar á höf- uðborgarsvæð- inu taka undir orð Seselíu. Þeir segja algengast að konur á aldr- inum 18 til 40 ára sækist eftir kynfæragötun og virðist sem aukningin sé mest meðal ungra kvenna. Þessu sé öfugt farið víða erlendis þar sem dregið hafi úr eftirspurn eftir þessari þjónustu. - þlg / sjá Húð, hár og heilsu Fleiri konur vilja líkamsgötun: Kynfæragötun færist í vöxt LÖGGÆSLA Lögreglan mun á næstu vikum leggja sérstaka áherslu á eftirlit með farsímanotkun öku- manna án handfrjálss búnað- ar og notkun stefnuljósa. Þá mun lögreglan fylgjast með og gera athugasemdir við þá ökumenn sem ekki eru með tvö skráningarmerki á ökutækjum sínum eins og reglur segja til um eða skráningarmerk- in eru ógreinileg einhverra hluta vegna. Ökumenn geta búist við sektum og að verða boðaðir með ökutæki sín til skoðunar séu þessi atriði ekki í lagi. - jss Lögregla herðir eftirlit: Fylgjast með notkun farsíma REYKJAVÍK Sóley Tómasdóttir, odd- viti Vinstri grænna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra um klámnotkun hans verði tekin til umræðu í borgarráði í fyrramál- ið. Jón Gnarr var spurður að því í viðtali við frönsku fréttastof- una AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón hlæjandi. „Aðallega klám.“ Spurð hvort þetta hafi ekki einfaldlega verið saklaus brandari hjá Jóni svarar Sóley: „Brandari kannski en ég get ekki fallist á að hann sé saklaus. Svona brandari gerir ekkert annað en að normalísera klám,“ sagði Sóley meðal annars í sam- tali við Vísi. -eh Fulltrúi Vinstri grænna: Vill ræða um klámummæli borgarstjóra SESSELÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VELFERÐARMÁL Húsfyllir var á opnum borgara- fundi aðgerðarhóps um bætt samfélag, BÓT, sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Markmið fundarins var að fátækt verði viður- kennd og að gripið verði til aðgerða gegn henni. Ögmundur Jónasson, ráðherra dóms-, mann- réttinda og samgöngumála, og Guðbjartur Hann- esson, ráðherra velferðarmála, mættu til fundar- ins fyrir hönd ríkissstjórnarinnar, en auk þeirra mættu þingmenn, forsvarsmenn verkalýðshreyf- ingarinnar, umboðsmaður skuldara og fleiri. Aðstandendur fundarins og frummælendur fóru yfir þá bágu stöðu sem bótaþegar og aðrir búa við og þrýstu á um aðgerðir til að bæta þeirra hag. Í máli þeirra kom meðal annars fram að tug- þúsundir heimila eigi í miklum fjárhagserfiðleik- um og tíu þúsund börn lifi við fátækt á meðan enn sé hægt að greiða útvöldum hópi ofurlaun. Áhersla var lögð á að benda á lausnir í stað sökudólga en engu að síður var deilt hart á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar sem var sögð bregðast trausti kjósenda. - þj Húsfyllir var á opnum borgarafundi um bætt samfélag í Ráðhúsinu í gær: Heimta aðgerðir gegn fátækt FJÖLMENNI Hugur var í fundargestum sem létu vel í sér heyra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.