Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 6
6 9. september 2010 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vill ekkert tjá sig um einstök efnisatriði nýút- kominnar skýrslu starfshóps um endurskoðun fiskveiðistjórnunar- kerfisins. Í viðtali Fréttablaðsins við ráðherra kom ekki fram hve- nær hann telur ástæðu til að tjá sig þar sem hann hefur ekki kynnt sér skýrsluna til hlítar. Jón skipaði starfshópinn í júlí 2009 til að endurskoða fiskveiði- stjórnunarkerfið, með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og VG um endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða. Verkefnið var að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir hendi eru og setja fram valkosti sem líkleg- ir væru til að sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Jón segist ánægður með að hópurinn hafi skilað af sér. Hins vegar hafi hann ekki náð að fara í gegnum alla þætti skýrslunnar. „Hún verður í framhaldinu tekin til skoðunar og framhaldsvinnu í ráðuneytinu,“ segir ráðherra. Starfshópurinn mælir ein- dregið með að farin verði svo- kölluð samningaleið. Er það túlk- un fulltrúa innan nefndarinnar og hagsmunaaðila að það útiloki fyrningarleiðina en í stjórnar- sáttmála Samfylkingarinnar og VG frá í maí 2009 stendur: „Lög um stjórn fiskveiða verði endur- skoðuð í heild með það að mark- miði að skapa sátt meðal þjóðar- innar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tíma- bili í samræmi við stefnu beggja flokka.“ Fréttablaðinu lék forvitni á að vita hvort Jón túlki niðurstöðu starfshópsins með sama hætti. Eins hvort hann sjái samninga- leiðina sem kost. Þessum spurningum svaraði ráðherra með eftirfarandi hætti: „Ég mun láta fara yfir alla kosti og segi ekki meira að svo stöddu.“ svavar@frettabladid.is Vill ekkert segja fyrr en að lestri loknum Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vill ekkert tjá sig um skýrslu nefndar um endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins og þau álitamál sem nefndin hafði til umfjöllunar. Framhald málsins er þó gerð lagafrumvarps, að hans sögn. JÓN BJARNASON Hefur ekki kynnt sér skýrsluna í heild né vinnugögn nefndarinnar. Tjáir sig því ekki að svo stöddu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Spurður hvort hann útiloki samningaleið eða ætli sér að fylgja eftir upphaflegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar svaraði Jón: „Valkostirnir hafa verið lagðir upp og það var hlutverk starfshópsins að leggja upp valkosti. Þarna eru þeir lagðir upp og ráðuneytið fer yfir þá.“ Spurður um hvort niðurstaða nefndarinnar sé ekki langt frá yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar svaraði Jón: „Nú hef ég ekki lesið þessa skýrslu.“ Spurður hvort hann þekki samt ekki þær leiðir sem til umfjöllunar voru, samningaleið, tilboðsleið og svokallaða pottaleið, svaraði Jón: „Málið er komið inn í ráðuneytið og er til umfjöllunar þar.“ Spurður hvort hann vilji ekkert tjá sig um einstök efnisatriði skýrslunnar svaraði Jón: „Skýrslan er komin til ráðuneytisins.“ Spurður hvort hann hafi ekkert kynnt sér vinnu nefnd- arinnar á því rúma ári sem hún hefur starfað svaraði Jón: „Nefndin starfaði á eigin vegum án afskipta ráðuneytisins.“ Spurður hvort hann hafi séð gögn nefndarinnar eins og sérfræðiálit, sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum svaraði Jón: „Þær skýrslur sem hafa verið unnar hafa verið skoðaðar.“ Spurður hvort hann hafni því alfarið að svara spurn- ingum Fréttablaðsins um vinnu starfshópsins og þau álitamál sem þar voru til umfjöllunar svaraði Jón: „Já, að svo stöddu.“ Spurt og svarað: LANDBÚNAÐUR Mikill meirihluti almennings er á móti því að þau mjólkursamlög sem taka á móti mjólk umfram kvóta séu beitt fjársektum, eða um 85 prósent. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem Markaðs- og miðlarannsókn- ir (MMR) gerðu á málinu. 15 pró- sent svarenda voru fylgjandi því að sekta ætti mjólkursamlög tækju þau á móti mjólk umfram greiðslu- mark. Séu svörin borin saman við stjórnmálaskoðanir kemur í ljós að fylgjendur Framsóknarflokks og Vinstri grænna eru hlynntari fjár- sektum á mjólkursamlögin heldur en fylgjendur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 2 6 p r ó s e nt f y l g j e n d a Framsóknarflokks eru fylgjandi fjársektum og 23 prósent kjósenda Vinstri grænna. 12 prósent stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks vilja fjársektir og um 11 prósent kjós- enda Samfylkingarinnar. Könnunin var framkvæmd dag- ana 13. til 19. ágúst síðastliðna og var heildarfjöldi svarenda 875 ein- staklingar. - sv Viðhorfskönnun um sektir taki mjólkursamlög á móti mjólk umfram kvóta: Meirihluti andvígur sektum ALÞINGI Þingmönnum varð heitt í hamsi í umræð- um um störf Alþingis í gærmorgun og þar féllu stór orð. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra var sérstaklega óánægður með málflutn- ing Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, og Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Árni hafði gagnrýnt ríkisstjórnina mjög, sagt hana feyskna, ónýta og svikula og að hún ætti að fara frá. „Hverjir eiga að taka við?“ spurði Steingrím- ur þá úr sæti sínu? Árni svaraði því til að allt- af tæki einhver við, og það þýddi ekki að væla á þennan hátt úr stól fjármálaráðherra. Því næst gerði Árni að umtalsefni aðild Steingríms að kaupum Herjólfs sem samgönguráðherra á sínum tíma, og sagði hann hafa staðið illa að verki. Steingrímur kom í pontu í lok umræðunnar, sagði Árna umgangast sannleikann af „sínum alþekkta og hefðbundna sið“ og klykkti út með þessum orðum: „Og skammastu þín Árni John- sen!“ Þá vék Steingrímur orðum sínum að Þór Saari, sem áður hafði farið mikinn og haft uppi stór orð um svik sáttanefndar um fiskveiðistjórnunar- kerfið við almenning. „Það er sorglegt að sitja uppi á þingi með eintök eins og háttvirtan þing- mann Þór Saari,“ sagði fjármálaráðherra. Að lokum bað Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti þingheim að gæta orða sinna. - sh Fjármálaráðherra blöskraði ávirðingar þingmanna og svaraði fullum hálsi: Sorglegt að sitja uppi með Þór Saari STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Byrsti sig á Alþingi – ekki í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA 2.568kr/pk Lady Cat Kattamatur, 12.5 kg Kostur T ilb o ð in g ild a til 12 . se p t. e ð a á m e ð a n b irg ð ir e n d a st, m e ð fyrirva ra u m p re tvillu r. gómsæt Safarík og 159kr/kg Epli Rauð, pink lady ð ð 989 kr/kg Goði Frosið lambalæri 40 afsláttur % 298kr/pk Kókómjólk 6 saman í pakka ð ð ð ð 12.5 kg STÓR poki verð Frábært kaup Kosta Fullt af frábærum tilboðum - líttu við Ert þú vongóð(ur) um að sátt náist um fiskveiðistjórnunar- kerfið á næstunni? Já 19,7% Nei 80,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér samkeppni á elds- neytismarkaði nógu virk? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.