Fréttablaðið - 09.09.2010, Page 10
10 9. september 2010 FIMMTUDAGUR
BLÍÐAN Í BRASILÍU Tvær manneskjur
í gönguferð um Arpoador-ströndina í
Rio de Janeiro, stærstu borg Brasilíu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AUSTURRÍKI „Ég tel núna að Wolf-
gang Priklopil hafi, með því að
fremja hræðilegan glæp, viljað
búa sér til ekkert annað en lítinn
fullkominn heim fyrir sjálfan sig
með manneskju sem gæti verið
þarna bara fyrir hann,“ skrifar
Natascha Kampusch í ævisögu
sinni, sem þessa dagana er að
koma út í Austurríki.
Ævisagan nefnist „3.096 dagar“
og þar lýsir hún reynslu sinni af
Priklopil, sem rændi henni úti á
götu í Vínarborg þegar hún var tíu
ára og hélt henni fanginni í litlum
klefa á heimili sínu í átta og hálft
ár. Árið 2006 tókst henni að flýja
og sama dag svipti hann sig lífi.
„Á margan hátt var mannræn-
inginn skepna og grimmari en orð
fá lýst,“ skrifar hún. „Stundum
barði hann mig svo lengi að mér
fannst barsmíðarnar standa yfir
klukkustundum saman.“ Stundum
hafi hann ekki bara notað hend-
urnar, heldur garðklippur, kúbein
og sementspoka.
Hann lét hana svelta lengi, sagði
hana vera of feita, en síðar hafi
hún áttað sig á því að hann hafi
með þessu dregið úr henni mátt
svo hún ætti erfiðara með að flýja
eða sýna mótspyrnu.
Hún segir hann hafa dáð Adolf
Hitler og lagt að henni að lesa bók
Hitlers, Mein Kampf.
Hann hafi lagt alla áherslu á að
hún yrði honum undirgefin. „Þú
átt enga fjölskyldu lengur. Ég er
faðir þinn, móðir þín, amma þín og
systur þínar. Ég er þér allt,“ segir
hún hann hafa sagt. „Ég hef skap-
að þig,“ sagði hann líka.
Hún segist þó alla tíð hafa neitað
að krjúpa fyrir framan hann, þótt
hann hafi aftur og aftur heimtað
það af henni.
Hann hafi neytt hana til þess að
ganga um hálfnakta bæði í húsinu
og úti í garði. Það hafi bæði verið
gert til að niðurlægja hana og til
þess að koma í veg fyrir flótta.
„Hann vissi sem var að ég myndi
ekki þora að flýja hálfnakin.“
Hún segir hvergi frá nauðgun-
um, en tekur þó fram að hún vilji
halda því versta eftir fyrir sjálfa
sig. Fólk viti nú þegar of mikið.
Eftir fjórtán ára aldur lét hann
hana stundum sofa við hliðina
á sér í rúminu uppi í íbúðinni,
hlekkjaða við hann með hand-
járnum. Ekki hafi hann þó reynt
að nauðga henni. „Maðurinn sem
barði mig, lokaði mig niðri í kjall-
ara og svelti mig, vildi bara hafa
einhvern til að hjúfra sig upp að,“
segir hún.
Hún hefur í viðtölum vegna
útkomu bókarinnar sagt einna
erfiðast að útskýra fyrir fólki að
stundum hafi hún þrátt fyrir allt
átt góðar stundir með kvalara
sínum. Hann var eini félagsskap-
urinn sem hún átti kost á allan
þennan tíma.
Hún hafi þó haft betur á endan-
um og aldrei gerst honum undir-
gefin eins og hann vildi.
„Honum mistókst,“ segir hún í
einu viðtalinu. „Það er ekki hægt
að stjórna neinum algerlega, því
ef maður reynir það þá verður sá
sem reynt er að stjórna sá sem
stjórnar – því athyglin er öll á
honum.“ gudsteinn@frettabladid.is
Var grimmari en orð fá lýst
„Mótþróinn varð mér nauðsynlegur til að lifa af,“ segir Natascha Kampusch í ævisögu sinni, sem þessa dag-
ana er að koma út í Austurríki. Hún var í átta ár fangi mannræningjans Wolfgangs Priklopil í Austurríki.
Í SJÓNVARPSVIÐTALI Natascha Kampusch segir nú sögu sína í viðtölum og ævisögu,
sem brátt verður kvikmynduð. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært fyrrverandi skólastjóra
grunnskólans á Tálknafirði fyrir
Héraðsdómi Vestfjarða fyrir fjár-
drátt og brot í starfi.
Skólastjóranum fyrrverandi
er gefið að sök að hafa dregið sér
rúmlega eina og hálfa milljón
króna af fjármunum skólans.
Í ákæru segir að maðurinn,
sem er á fimmtugsaldri, hafi á
tímabili frá 5. nóvember 2008 til
30. júlí 2009 misnotað aðstöðu
sína sem skólastjóri, bæði á
þáverandi heimili sínu að Innstu-
Tungu í Tálknafirði, og í hús-
næði Grunnskólans á Tálkna-
firði, að Sveinseyri. Hann hafi
dregið sér samtals rúmlega eina
og hálfa milljón með óheimilum
millifærslum af bankareikningi
skólans hjá Sparisjóði Vestfirð-
inga, sem skólastjórinn fór með
vörslu á og hafði aðgang að með
heimabanka. Af heildarupphæð-
inni færði maðurinn inn á eigin
bankareikning tæpar 1,3 millj-
ónir í nítján færslum. Samtals
230 þúsund færði hann svo í sex
færslum inn á bankareikning eig-
inkonu sinnar. Þessa fjármun-
ii hagnýtti maðurinn sér í eigin
þágu og fjölskyldu sinnar.
Tálknafjarðarhreppur gerir
skaðabótakröfu í málinu, vegna
Grunnskólans á Tálknafirði. Þess
er krafist að skólastjórinn fyrr-
verandi greiði hreppnum tæpar
tvær milljónir króna með vöxt-
um. - jss
Maður á fimmtugsaldri ákærður fyrir fjárdrátt:
Fyrrverandi skólastjóri
dró sér fé frá skólanum
TÁLKNAFJÖRÐUR Tálknafjarðarhreppur krefur manninn um tæpar tvær milljónir í
skaðabætur.
ATVINNUMÁL Fjölsmiðja verður
stofnuð á Suðurnesjum fyrir til-
stilli Vinnumálastofnunar, Rauða
kross Íslands og sveitarfélaganna
á Suðurnesjum.
Fjölsmiðjan er atvinnutengt
úrræði fyrir ungt fólk á krossgöt-
um sem hefur flosnað upp úr námi
eða vinnu og felst starfsemi henn-
ar einkum í framleiðslu vara, fag-
legri verkþjálfun og ýmiss konar
þjónustu. Ráðgert er að til að byrja
með verði um 20 til 25 einstakling-
ar í Fjölsmiðjunni á hverjum tíma.
- shá
Þriðja Fjölsmiðjan stofnsett:
Ungt fólk fær
ný tækifæri
SJÁVARÚTVEGSMÁL Félags- og
tryggingamálaráðuneytið hefur
veitt 800 þúsund króna styrk til
meðferðarúrræðisins Karlar til
ábyrgðar. Styrkurinn er hugsað-
ur til að hægt sé að halda rekstri
óskertum til ársloka.
Karlar til ábyrgðar er sérhæft
meðferðarúrræði fyrir karla sem
beita ofbeldi á heimilum. Rekstur
þess og stjórnun er í höndum Jafn-
réttisstofu og felst meðferðin í ein-
staklingsmeðferð og hópmeðferð
hjá sálfræðingum. Rekstrarkostn-
aður verkefnisins á þessu ári verð-
ur 6,8 milljónir króna að meðtöld-
um styrk ráðuneytisins. - shá
Ráðuneyti styrkir úrræði:
Tryggja rekstur
til áramóta
BRESKT TUNDURDUFL Duflið á myndinni
kom í troll skips árið 2008. MYND/LHG
ÖRYGGISMÁL Sprengjusérfræðing-
ar Landhelgisgæslunnar luku í
gær við að eyða tundurdufli sem
togbáturinn Skinney frá Horna-
firði fékk í trollið við veiðar
suður af Snæfellsjökli í gær-
morgun. Var um að ræða breskt
tundurdufl frá seinni heimsstyrj-
öldinni sem var býsna heillegt,
að sögn sprengjusveitarmanna.
Reiknað er með að um 220 kíló
af sprengiefni hafi verið inni í
duflinu.
Var tundurduflið flutt á
afskekkt svæði utan við Rif á
Snæfellsnesi þar sem því var
eytt. Að sögn LHG er alltaf gert
ráð fyrir hinu versta þegar tund-
urdufl koma í veiðarfæri því ekki
er útilokað að gamall búnaður
springi þrátt fyrir langa legu í
sjó. - shá
Tundurdufl gert óvirkt:
Innihélt 220 kíló
af sprengiefni
DÓMSMÁL Ragnar Aðalsteinsson,
verjandi fjögurra sakborninga af
níu sem ákærðir eru fyrir að hafa
ruðst í heimildarleysi inn í Alþing-
ishúsið í búsáhaldabyltingunni,
krafðist þess í gær að málinu yrði
vísað frá dómi. Ástæðuna segir
hann vera vanhæfi setts ríkis-
saksóknara, Láru V. Júlíusdóttur.
Dómari tók málið til úrskurðar að
málflutningi loknum.
Ragnar benti á að Alþingi hefði
kosið Láru til setu í bankaráði
Seðlabankans og sé hún þar með
trúnaðarmaður Alþingis í ráðinu.
Þá las hann upp tölvupósta sem
farið höfðu á milli saksóknar-
ans og skrifstofustjóra Alþingis
vegna málsins. Taldi lögmaður-
inn póstana vera með sniði kunn-
ingsskapar frekar en formlegheita.
Loks benti hann á að ákærur rík-
issaksóknara, sem síðan reyndist
vanhæfur í málinu, og setts sak-
sóknara væru með sama orðalagi,
sem gæti bent til þess að sá síðar-
nefndi hefði ekki unnið sjálfstætt
að ákærunni.
Lára sagði að Seðlabankinn væri
sjálfstæð stofnun og ekkert vinnu-
samband á milli bankaráðs Seðla-
bankans og Alþingis. Starf sitt í
bankaráði væri ekki til þess fall-
ið að hægt væri að efast um óhlut-
drægni sína. Bankaráðið hefði ekki
neinna hagsmuna að gæta í málinu.
Starfið í bankaráði snerist um eft-
irlit með starfsemi bankans. Einu
tengsl hennar við Alþingi séu þau
að þingið hafi kosið hana til setu
í ráðinu.
Þá kvað hún Alþingi ekki hafa
skipað sig sem ríkissaksóknara í
málinu. Það hefði verið ráðherra.
Tölvupóstinn sagði hún hafa
mátt vera formlegri en eðli tölvu-
pósta væri stundum þannig að þeir
væru óformlegir. -jss
Fyrirtaka með friðsamlegum hætti í máli níumenninganna sem sakaðir eru um árás á Alþingi:
Tekist á um hæfi setts ríkissaksóknara
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fyrirtaka
málsins var í gær með friðsamlegri hætti
en áður. Borði til stuðnings mótmæl-
endunum var strekktur yfir götuna við
dómhúsið.
BÓKIN
KOMIN Í
BÚÐIR