Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 16
16 9. september 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna „Ég kann nú ekki mörg húsráð og er ekki sérstaklega mikið gefin fyrir húsverk nema þá að þrífa heim- ilið þannig að óþrifnaður fari að minnsta kosti ekki í taugarnar á mér. Mitt besta húsráð er þó það að allir í fjölskyldunni séu vinir. Þá gengur allt svo miklu betur,“ segir Sigrún Árnadóttir hómópati á Skriðu við Esjurætur. GÓÐ HÚSRÁÐ ALLIR Í FJÖLSKYLDUNNI SÉU VINIR Þeir heitu pottar sem ganga fyrir rafmagni eyða um 770 prósentum meira en þeir sem nota hitaveitu- vatn. Þurrkarar eru frek- astir hreinlætistækja í rafmagnsnotkun. Þrátt fyrir mun meiri eyðslu eru glóperur, sem hætta brátt í framleiðslu, mun vinsælli meðal almennings heldur en sparperurnar. Fjögurra manna fjölskylda í 150 fermetra fjölbýlishúsi eyðir að meðaltali 7.700 krónum á mán- uði í rafmagnsnotkun, samkvæmt reiknivél Orkuveitu Reykjavíkur. Er þetta miðað við gjaldskrá frá 1. október næstkomandi. Miklu munar í kostnaði á notkun sparpera og glópera í heimilislýs- ingu, en hætt verður framleiðslu á glóperum á næsta ári. Sparperur henta þó ekki öllum, þar sem þær eru ekki gerðar fyrir dimmera og taka einhvern tíma að ná upp fullri lýsingu. Lítil rými sem þarfn- ast lýsingar í stuttan tíma í senn, eins og búr og geymslur, væru til dæmis ekki kjörinn staður fyrir sparperur. En þær eru þó allt að tíu sinnum sparneytnari heldur en glóperur, sem eru þó vinsælli meðal almennings. Þurrkarar, uppþvottavélar, bök- unarofnar og rafmagnsknúnir heitir pottar eru þau heimilistæki sem vega mest í rafmagnsnotk- un heimilanna og eru þeir síðast- nefndu dýrastir af þeim öllum í notkun. Það er 770 prósentum dýrara að knýja heita potta með rafmagni en hitaveitu. Heitir pottar sem hitað- ir eru með rafmagni kosta að með- altali 1.328 krónur skiptið, en séu þeir knúnir með hitaveitu, kostar skiptið 171 krónu. Er þetta sam- kvæmt reiknivél á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Þráinn Þráinsson, deildarstjóri í hreinlætistækjum Húsasmiðjunn- ar, segir rafmagnshitaða potta mun vinsælli heldur en þá sem ganga á hitaveituvatni. Rafmagnspottar komi nær tilbúnir til notkunar, en hinir komi einungis sem skel og byggja þurfi í kringum þá og í þá þurfi að láta renna í langan tíma. Rafmagnspottar í Húsasmiðjunni kosta í kringum 930 þúsund krón- ur en skelin í hitaveitupottana kostar á milli 300 og 350 þúsund. Hann segir rafmagnskostnað við hitaveitupotta ekki vera eins háan og Orkuveitan segi til um. „Kostnaðurinn er á milli 3.000 og 3.500 krónur á mánuði og það er með talsverðri notkun, nánast á hverjum degi,“ segir Þráinn. „Og þegar potturinn er með lokinu á í kyrrstöðu, er kostnaðurinn milli 1.000 og 1.500 krónur.“ Rafmagnspottar seljast þó mun betur heldur en þeir sem ganga fyrir hitaveituvatni, þrátt fyrir að kosta þrisvar sinnum meira og vera mun dýrari í rekstri. sunna@frettabladid.is Heitir pottar eyða mestu rafmagni á heimilunum HEITUR POTTUR Það kostar að meðaltali um 1.300 krónur að hita rafmagnsknú- inn heitan pott í hvert skipti, samkvæmt verðskrá Orkuveitunnar. Þvottahústæki Tæki Verð á skipti Vikuleg notkun Verð á mánuði Þvottavél 7 kr. skiptið, 40° 4 skipti 64 kr. 13 kr. skiptið, 60° 1 skipti 52 kr. 22 kr. skiptið, 90° 1 skipti 88 kr. Þurrkari m/ barka 24 kr. skiptið 4 skipti 384 kr. Samtals á mánuði: 588 kr. Virðisaukaskattur (25.5%): 150 kr. Samtals fyrir þvottahús á mánuði:* 738 kr. Lýsing - miðað við 1 stykki Pera Verð á klst. Notkun á viku Verð á mánuði* Glópera (40w) 0,25 kr. 70 klst 70 kr. Glópera (60w) 0,5 kr. 70 klst 140 kr. Glópera (80w) 0,75 kr. 70 klst 210 kr. Glópera (1000w) 1 kr. 70 klst 280 kr. Sparpera (11w) 0,09 kr. 70 klst 25 kr. Sparpera (14w) 0,1 kr. 70 klst 28 kr. Flúrpera (8w) 0,06 kr. 70 klst 16,8 kr. Flúrpera (20w) 0,15 kr. 70 klst 42 kr. Eldhústæki Tæki Verð á klukkustund Vikuleg notkun Verð á mánuði Kæli- og frystiskápur 2,6 kr. Alltaf í gangi 440 kr. Eldavélarhella, 1 stk. 14 kr. 14 klst. 196 kr. (392 kr.) Uppþvottavél, gömul 22 kr. skiptið 7 skipti 154 kr Uppþvottavél, ný 17 kr. skiptið 7 skipti 119 kr. Kaffivél 1 kr. líterinn 7 lítrar 7 kr. Bökunarofn (2.000w) 18 kr. 7 klst. 126 kr. Vifta 1 kr. 6 klst. 6 kr. Hrærivél 4 kr. 1 klst. 4 kr. Örbylgjuofn 12 kr. 1 klst. 12 kr. Vöfflujárn (900w) 8 kr. 1 klst. 8 kr. Samtals á mánuði: 1.268 kr. Virðisaukaskattur (25.5%): 323 kr. Samtals fyrir eldhús á mánuði:* 1.591 kr. *Verð er án orkuskatts og fastagjalds. Stofu-, skrifstofu- og svefnherbergistæki Tæki Verð á klukkustund Vikuleg notkun Verð á mánuði Sjónvarp (100w) 1 kr. 35 klst. 70 kr. (2 stk) Myndbandstæki 0,25 kr. 10 klst. 5 kr. (2 stk) Myndlykill 0,25 kr. 35 klst. 8,75 kr. Hljómflutningstæki 1 kr. 14 klst. 28 kr. (2 stk) Útvarpstæki 0,25 kr. 7 klst. 1,75 kr. Samtals á mánuði: 113,5 kr. Virðisaukaskattur (25,5%): 28,9 kr. Samtals fyrir stofu-, skrifstofu- og svefnherbergistæki á mánuði:* 142,4 kr. 20 02 20 04 20 06 20 08 20 10 824 kr. Útgjöldin > Kílóverð á nautahakki 940 kr. 1.157 kr. 1.251 kr. 1.217 kr. Heimild: Hagstofa Íslands „Það er leit að trúgjarnari og hrekklausari neyt- anda en mér. Mín neytandasaga er ein samfelld hrakfallasaga. Það er mjög erfitt að finna kaup sem eru mjög góð, en að vandlega athuguðu máli þá held ég að verstu og bestu kaup sem ég hef gert, séu þau sömu,“ segir Steingrímur Teague, hljómborðsleikari og söngvari í Moses Hightower. Steingrímur festi kaup á svörtum leður- jakka fyrir nokkrum árum. „Ég hef aldrei á ævinni verið svona mikill töffari. Allt í einu var ég orðinn hættulegur og viðsjárverður og naut kvenhylli sem ég hef aldrei náð að toppa – hvorki fyrr né síðar,“ segir Steingrímur. „En gallinn við þetta var að hann var sniðinn eins og ég vildi að ég væri í laginu, frekar en ég var í raun. Þannig að ég þurfti að standa kyrr, alltaf, sem var allt í lagi, því það samræmdist þeirri kúl-ímynd sem ég var að reyna að tileinka mér.“ Svo gerðist það að Steingrímur þurfti að hreyfa sig. „Þá kom að því af hverju þetta voru verstu kaupin. Ég var alltaf að láta gera við hann. Hann rifnaði við minnsta áreiti. En þetta var algjörlega þess virði – lengi vel. Á endanum stóð valið á milli gjaldþrots og kúls, það er nefni- lega ekki ódýrt að láta gera við svona leðurjakka. Þannig að ég lét hann fara og hef því miður verið lúðalegur síðan þá.“ NEYTANDINN: Steingrímur Teague, hljómborðsleikari og söngvari í Moses Hightower Valið stóð á milli gjaldþrots og kúls Á nýjum vef umboðsmanns skuldara (ums.is) er að finna leiðarvísi sem beinir fólki veginn að því úrræði sem best hentar. Umboðsmað- ur skuldara veitir fólki í fjárhagserfiðleikum ókeypis ráðgjöf. „Það er mikilvægt að fólk bregðist sem fyrst við, ef það sér fram á erfiðleika við að borga af skuldum sínum,“ segir Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hún segir ráðgjafa aðstoða fólk við að komast að því hvaða leið henti. „Stundum dugar almenn ráðgjöf, sem getur meðal annars falist í endurskipulagningu á fjármálum heimilisins, aðstoð við umsókn um greiðslufrestun eða aðstoð við að semja við kröfuhafa eftir ráðgjöf.“ Í öðrum tilfellum segir Ásta ef til vill mælt með greiðsluaðlögun, þar sem gerðir séu eins til þriggja ára samn- ingar um að fólk greiði af skuldum sínum í samræmi við greiðslugetu. Hægt er að leita til umboðsmanns skuldara á Hverfisgötu 6 í Reykja- vík milli klukkan níu og fjögur alla virka daga. Þá býður stofnunin upp á netsamtal við ráðgjafa í gegnum heimasíðuna ums.is. - óká ■ Vísar veginn: Ráðgjöf umboðs- manns á heimasíðu KRINGLUNNI Sími 568 9400 | www.byggtogbuid.is Hártækjadagar Öll hársnyrtitæki með góðum afslætti en aðeins í nokkra daga. Sléttujárn, bylgjujárn, vöfflujárn, hárklippur, krullujárn, nefhárasnyrtar, blásarar, hitaburstar, rakvélar og margt fleira. Vörumerki á borð við Remington og Babyliss. Fimmtungur þeirra sem nota í vinnu sinni skrifborð sem hækka má og lækka, þannig að hægt sé að standa við það, nennir aldrei að hækka borð- ið. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun á vef Erhvervsbladet í Danmörku. Niðurstaða blaðsins er að Danir nenni ekki að standa við vinnuna. Annars leiddi könnunin í ljós að 29 prósent sem nota þessi skrifborð standa við vinnuna einu sinni í mán- uði, en rúmur fimmtungur, eða 21 prósent, gerir það daglega. Ellefu pró- sent hækka borðið að minnsta kosti þrisvar í viku og 20 prósent einu sinni í viku. Síðan eru þessi 19 prósent sem aldrei breyta stillingum borðsins og sitja alltaf við vinnu sína. ■ Fróðleikur Danir nenna ekki að standa við vinnuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.