Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 18
 9. september 2010 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is 16 Seðlabanki Íslands hefur keypt gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir 1.147 milljónir króna frá því Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri tilkynnti á vaxtaákvörðun- arfundi bankans 17. ágúst síðast- liðinn að hann myndi gera slíkt um mánaðamótin síðustu. Gengi krónunnar styrktist um rétt rúm tvö prósent gagnvart evru í síðasta mánuði. Frá mánaða- mótum hefur gengið styrkst um tæp tvö prósent til við- bótar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið veik- ara gagnvart krónu síðan um miðjan mars í fyrra. Bankinn keypti gjaldeyri fyrir 992 milljónir króna í ágúst og 455 milljón- ir það sem af er þessum mán- uði. Velta á millibanka- markaði með gjald- eyri nam 1.612 millj- ónum króna í ágúst og jafngilda við- skipti Seðla- bankans því 61,5 prósentum af heildarveltunni, samkvæmt upplýsingum frá bank- anum. Kaupin voru boðuð markaðs- aðilum með tilboði á markaði og tilkynnti Seðlabankinn þau tveim- ur dögum síðar á vef bankans. Áður en Seðlabankinn lét til sín taka á gjaldeyrismarkaði hafði hann ekki átt viðskipti þar frá því í nóvember í fyrra. Þá var ein evra tæpum 36 krónum dýr- ari en nú. - jab Seðlabankinn lætur til sín taka á gjaldeyrismarkaði: Evran á svipuðu róli og í mars í fyrra 190 180 170 160 150 23 .m ar .0 9 17 .a pr .0 9 15 .m aí .0 9 12 .jú n. 09 9. jú l.0 9 5. ág ú. 09 31 .á gú .0 9 24 .s ep .0 9 20 .o kt .0 9 13 .n óv .0 9 9. de s. 09 7. ja n. 10 3. fe b. 10 1. m ar .1 0 25 .m ar .1 0 26 .a pr .1 0 21 .m aí .1 0 18 .jú n. 10 14 .jú l.1 0 11 .á gú .1 0 8. se p. 10 Þróun á gengi evru gagnvart krónu frá mars 2009 Nokkur sæti laus // KYNNINGARFUNDUR Fimmtudaginn 9. sept. Kl.19 fyrir 13 -15 ára Kl. 20 fyrir 16-20 ára og 21-25 ára Ármúli 11, 3. hæð. // NÁMSKEIÐ FYRIR 13-15 ÁRA Mánudaginn 13. sept. kl. 17-21 - nokkur sæti laus Þriðjudaginn 28. sept. kl. 17-21 // NÁMSKEIÐ FYRIR 16-20 ÁRA Þriðjudaginn 14. sept. kl. 18-22 - uppselt Miðvikudaginn 29. sept. kl. 18-22 // NÁMSKEIÐ FYRIR 21-25 ÁRA Miðvikudaginn 15. sept. kl. 18-22 - uppselt Fimmtudaginn 30. sept. kl. 18-22 Skilanefnd og slitastjórn Spari- sjóðabankans, áður Icebank, hefur hafnað 196 milljarða króna kröfu Seðlabankans í bú bankans. Þetta kom fram á kröfuhafafundi bankans á þriðjudag. Lýstar kröfur í bú Sparisjóða- bankans nema 369 milljörðum króna. Þar af nemur krafa Seðla- bankans 225,4 milljörðum króna, eða sextíu prósentum af heildar- kröfum. Þær kröfur sem ekki var vísað frá fengust samþykkt- ar að litlu leyti. Á móti skuldum á þrotabú Sparisjóðabankans 68 milljarða króna. Þar af er krafa bankans á hendur viðskiptabönk- um gömlu, Glitni, gamla Lands- bankanum og Kaupþingi, upp á 25 milljarða króna. Sparisjóðabankinn var einn af stórtækustu viðskiptavinum Seðlabankans fyrir hrun banka- kerfisins með svokölluð ástarbréf allt frá því árið 2007 þegar dyr lánsfjármarkaða voru að lokast. Ástarbréfin voru skuldabréf sem viðskiptabankarnir þrír gáfu út og lögðu inn í Sparisjóðabank- ann. Bankinn seldi þau áfram til Seðlabankans í endurhverfum viðskiptum. Lánsféð sem Seðla- bankinn veitti í skiptum fyrir skuldabréfin rann úr Sparisjóða- bankanum aftur til viðskipta- bankanna. Þegar viðskiptabankarnir féllu fyrir tæpum tveimur árum urðu skuldabréfin verðlaus og stóð Seðlabankinn uppi með tapið. Eftir því sem næst verður kom- ist telur slitastjórn Sparisjóða- bankans að stjórnendur Seðla- bankans hafi vitað af bágri stöðu bankanna og verið kunnugt um að þeir hafi staðið á bak við ástar- bréfin. Látið hafi verið hjá líða að að greina stjórnendum Spari- sjóðabankans frá því. Andri Árnason, formaður slitastjórnar Sparisjóðabank- ans, segir hafa komið til tals að Seðlabankinn fái kröfu Spari- sjóðabankans á hendur þrotabúa gömlu viðskiptabankanna upp í skuldir. „Það kemur til álita að hann yfirtaki kröfu okkar á þá,“ segir Andri og telur að skriður komist á málið á næstu vikum. Verðmæti krafna Sparisjóða- bankans í bú gömlu viðskipta- bankanna miðast við væntar end- urheimtur á markaði. Fari svo að Seðlabankinn yfirtaki kröfuna verður hann að afskrifa tæp níu- tíu prósent skuldarinnar gagn- vart Sparisjóðabankanum. jonab@frettabladid.is Senda ástarbréfin aftur til föðurhúsa Sparisjóðabankinn hafnar að mestu kröfu Seðlabankans í þrotabúið. Slitastjórn býður í staðinn kröfu sína á hendur gömlu bönkunum. Verði það raunin fær Seðlabankinn aðeins tíu prósent upp í skuldir vegna ástarbréfa bankanna. Kostnaður við rekstur þrotabús Sparisjóðabankans nam 490 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 81 milljón umfram áætlanir. Andri Árnason, formaður slitastjórnar Sparisjóðabankans, segir framúrkeyrsluna öðru fremur skýrast af því að aðstoð og ráðgjöf hafi reynst dýrari en gert var ráð fyrir. Hann bætir þó við að kostnaðurinn sé sambærilegur og hjá öðrum fjármálafyrirtækjum af svipaðri stærðargráðu og Sparisjóðabankinn. Áttatíu milljónir fram úr áætlun Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar* Liður Áætlun Raunkostnaður Mismunur Launakostnaður og launatengd gjöld 153 186 33 Kostnaður v. skilanefndar og slitastjórnar 49 69 20 Ráðgjafakostnaður 79 112 33 - innanlendur kostnaður 33 52 19 - erlendur kostnaður 38 60 22 Kostnaður við rekstur tölvukerfis 67 60 -7 Annar kostnaður 61 63 2 Samtals: 409 490 81 * Í milljónum króna HÖFUÐSTÖÐVAR SPARISJÓÐABANKANS Slitastjórn hefur hafnað kröfu Seðlabankans á hendur þrotabúi bankans. Í boði er að Seðlabankinn fái tíu prósent upp í kröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/EÓL MILLJARÐAR KRÓNA er vaxtakostnaðurinn sem ríkið gæti þurft að greiða á ári fyrir öll erlendu lánin sem tekin verða í tengslum við efnahags- áætlun Alþjóðagjaldeyrisjóðsins og íslenskra stjórnvalda. MÁR GUÐMUNDS- SON Seðlabanka- stjóri tilkynnti á vaxtaákvörðun- arfundi í ágúst að bankinn myndi hefja kaup á gjald- eyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.