Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 20

Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 20
20 9. september 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Frost í helvíti? „Ætli það frjósi ekki fyrr í víti heldur en að ég skipti um flokk,“ sagði Þráinn Bertelsson, þá þingmaður Hreyfingarinnar, þegar fjölmiðlar gerðu að því skóna að hann væri á förum úr því sem þá hét Borgara- hreyfingin og yfir í Samfylk- inguna. Skömmu síðar sagði Þráinn þó skilið við Borgarahreyfinguna og hefur síðan verið utan flokka. Í gær fréttist að hann væri genginn til liðs við þingflokk VG. Ekkert veðurskeyti barst hins vegar úr neðra í gær. Fannst miðjan? Í upphafi árs 2009 ætlaði Þráinn á þing með Sigmundi Davíð og félög- um í nýrri Framsókn. „Sósíalisminn er hruninn. Frjálshyggjan hrunin. Miðjan stendur eftir, skynsemdin og hóf- semin,“ sagði Þráinn Bertelsson þá. Kannski er þá miðjuna, skynsemdina og hófsemina að finna í rústum sósíalismans sem er jú eitt af leiðarljósum VG. Vel heppnuð katta- smölun? Óánægja virðist krauma undir í öllum flokkunum. Til dæmis í Samfylkingunni. Kristrún Heimisdótt- ir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, hefur vakið athygli með andófi við flokks- forystuna, síðast á fundi með Jóni Baldvin og krötum Samfylkingarinnar á laugardag. Í gær kom fram að Árni Páll Árnason, nýr viðskiptaráðherra, hefði ráðið Kristrúnu sem aðstoðarmann. Kannski er hann þar að koma til móts við þá flokksmenn sem eru orðnir ókyrrir í stjórnarsamstarfinu. peturg@frettabladid.is Í öllum hverfum borgarinnar, í hverjum bæ og hverri sveit er þjónustumiðstöð á formi sóknarkirkju. Þar er veitt margþætt þjónusta fyrir einstaklinga og hópa í ólík- um aðstæðum sem koma upp í lífinu. Rekstur þessara þjónustumiðstöðva nærsamfélagsins hvílir á sóknargjöld- um. Þau innheimtir hið opinbera fyrir öll trúfélög á Íslandi. Hver fullráða einstakl- ingur greiðir í ár 767 krónur á mánuði til sinnar þjónustumiðstöðvar. Sóknargjöldin renna þannig beint til nærsamfélagsins á hverjum stað. Sóknarnefndir móta starf þessara þjón- ustumiðstöðva því sóknir þjóðkirkjunnar eru sjálfstæðar stjórnsýslueiningar. Þeim er stjórnað af sjálfboðaliðum sem þiggja umboð sitt á almennum safnaðarfundum sem haldnir eru árlega. Þau sem eru skráð í þjóðkirkjuna geta þannig haft bein áhrif á starf sóknarkirkjunnar sinnar og ákveð- ið í samstarfi við prestana sína hvernig sóknarkirkjan nærir samfélagið. Sóknarkirkjan er öllum opin. Þjónusta presta og safnaða stendur öllum til boða, óháð trúfélagsaðild. Möguleikar safnað- arstarfsins mótast hins vegar af tekjum kirkjunnar, sóknargjöldunum. Ef þú segir þig úr þjóðkirkjunni verður sóknarkirkjan þín af tekjum án þess að nærsamfélaginu sé bætt það upp með beinum hætti. Ein- hliða skerðing stjórnvalda á sóknargjöld- um bitnar líka á nærsamfélaginu. Öflugt nærsamfélag nærir einstaklinga og fjölskyldur, skapar öryggi og skilyrði til þroska. Það hlúir að sjálfbærum lífs- stíl. Nærsamfélagið er mikilvægur varn- arþáttur í þjóðfélaginu og um það þurfum við að standa vörð. Kirkjan er þar sem fólkið kemur saman til að syngja og tala, prjóna og biðja, föndra, drekka kaffi, til alls þess sem söfnuðurinn skapar í sameiningu. Sókn- arkirkjan er hluti af nærsamfélaginu og sóknarkirkjan nærir samfélagið. Með því að vera í þjóðkirkjunni styrkir þú þjón- ustumiðstöðina þína. Það skilar sér inn í nærsamfélagið þitt. Þjónustumiðstöð nærsamfélagsins KIRKJAN Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar Öflugt nær- samfélag nærir einstaklinga og fjölskyldur, skap- ar öryggi og skilyrði til þroska. ® • Hólagarði • Spöng • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri www.apotekid.is SKOÐUN Óli Kristján Ármansson olikr@frettabladid.is V ísast er í eðli stofnana að þær vilja verja sig og viðhalda valdastöðu sinni. Um þetta eru dæmin mörg. Þannig endurspeglast tilhneiging valdastofnana til að stuðla að óbreyttu ástandi í viðbrögðum bæði Bænda- samtakanna og Landssambands íslenskra útvegsmanna til aðildar að Evrópusambandinu. Þó mætti afsaka afstöðu hags- munasamtaka með því að í eðli þeirra sé að standa vörð um téða hagsmuni, ekki almannahag. Um leið gefur auga leið að skilja þarf á milli stofnana rík- isins og slíkra hópa. Lagasmíðar eiga heima hjá stjórnvöldum og sömuleiðis verkefni sem snúa að útdeilingu ríkisstyrkja og söfnun hagtalna. Sjálfsagt er að hags- munasamtök fái að gefa álit sitt á lagafrumvörpum, en þau eiga ekki að koma að því að semja þau. Þarna er verk að vinna. Sorglegra er þegar stofnanir sem þykjast bera hag fólks fyrir brjósti bregðast skyldum sínum. Dæmi um þetta eru viðbrögð þjóð- kirkjunnar þegar á tíunda áratugnum stigu fram konur og sökuðu þáverandi biskup, Ólaf Skúlason, um kynferðisbrot. Í viðbrögðun- um endurspeglaðist varðstaðan um stofnunina. Kirkjan fæst nú við eftirmála þeirrar varðstöðu. „Kirkjan þarf að ganga í sjálfa sig og gera hreint í sínum ranni,“ sagði séra Örn Bárður Jónsson í ágætri predikun í Neskirkju síðasta sunnudag. Líklega heldur fólk áfram að segja sig úr þjóðkirkjunni þar til sú tiltekt hefur farið fram. Um leið ágerist umræða um aðskilnað ríkis og kirkju. Innan kirkjunnar eru þó nokkrir prestar sem aðhyllast aðskiln- að. Séra Örn Bárður sagðist, í predikun sinni, þeirrar skoðunar að í ljósi þess óþols sem gætti meðal margra í garð kirkjunnar ætti þjóðkirkjan að segja upp samningi sínum við ríkið. „Að kirkjan skeri sjálf á þann naflastreng sem enn er tengdur enda þótt hann sé aðeins nokkrir trosnaðir þræðir miðað við það sem áður var.“ Vandræðagangur kirkjunnar vegna kynlífshneykslis sem tengist fyrrum biskupi er samt ekki nema lítill hluti þeirra ástæðna sem knýja á um fullan aðskilnað. Hér á landi býr alls konar fólk, margvíslegrar trúar og með ólíkar skoðanir. Allt á þetta fólk að vera jafnt fyrir lögum og standa jafnfætis þegar kemur að þjónustu hins opinbera. Til þess að tryggja þetta þarf að skera alveg á trosnaða þræði naflastrengs- ins sem tengir ríki og kirkju. Sömu lögmál eiga við um kirkjuna og um aðra sérhagsmuna- hópa, bil þarf að vera á milli ríkisvaldsins og sérhagsmunanna. Þjóðkirkjan hefur hagsmuni af því að sem flestir séu í hana skráðir og óttast sjálfsagt einhverjir innan hennar að staða hennar muni veikjast mjög, verði hún á pari við önnur trúfélög í augum ríkis- ins. Ýmis verk eru óunnin til að tryggja fullan aðskilnað. Skerpa þarf enn frekar skil milli skólastarfs og trúarstarfs, hvort sem það eru kirkjuferðir á trúarhátíðum eða hvernig fermingarfræðsla þjóðkirkjunnar er felld að skólastarfi. Talsmenn óbreytts ástands hafa líka sagt aðskilnaðinn flókinn, svo sem vegna óleystra mála um kirkjujarðir og þar fram eftir götunum. En flókin mál er líka hægt að leysa. Fyrsta skrefið er að ákveða aðskilnaðinn. Skilja þarf sérhagsmunina frá. Kirkjan og ríkið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.