Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 23

Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 23
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 Hafðu samband Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja binda fé sitt í stuttan tíma. Kynntu þér kosti á , hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga. Nýr innlánsreikningur Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir. Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann. Nýjung: Vextir eru allan binditímann. Að loknum binditímanum greiðist höfuð- stóllinn út ásamt vöxtum. Viðskiptavinir sem opna Skammtímabindingu fyrir 21. september fá 5,01% vexti, hvort sem þeir velja 3, 6, 9, eða 12 mánaða binditíma. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 2 3 2 0 9 /1 0 Prag 30. september í 3 nætur frá kr. 49.900 Frábær þriggja nátta helgarferð - síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Verð kr. 49.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 69.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Top **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000 Verð kr. 74.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Clarion Congress **** í 3 nætur með morgun- mat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.200 Gríptu tækifærið – Bókaðu strax! Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði – verð getur hækkað án fyrirvara! Todd McGrain óskaði eftir að fá að koma geirfugli sínum upp hér á landi, þar sem Ísland var einn af varpstöðum geirfuglsins, en Todd McGrain hefur þegar komið fyrir öðrum geirfugli á eyjunni Fogo við Nýfundnaland. Tók Reykjanesbær vel í óskir McGra- ins og birtist frétt fyrir um ári síðan um að þetta stæði til. Brást Listasafn Reykjavíkur, eigandi verks Ólafar Nordal, við frétt- inni með því að senda menning- arfulltrúa Reykjanesbæjar erindi ásamt mynd þar sem bent var á að þetta væri hrein endurtekn- ing á verki Ólafar og vafasamt að þiggja þessa gjöf bandaríska listamannsins vegna líkindanna við verk hennar. Reiknaði safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur með því að sómakær listamaður myndi ekki vilja setja opinber- lega upp verk sem væri auðveld- lega hægt að túlka sem stælingu á verki annars listamanns, enda vill enginn listamaður með sjálfs- virðingu verða uppvís að slíku. Todd McGrain virtist þó standa á sama og Reykjanesbæ líka og haldið var áfram með uppsetn- ingarhugmyndir, þó Listasafn Reykjavíkur teldi að hætt hefði verið við. Afhjúpun verksins núna á Ljósanótt kom illa við marga. Liggur í augum uppi að hér er um að ræða frekar lágkúrulega hermikrákulist, eða það sem kallað er á ensku „Copycat Art“. Efnistökin í verkunum eru aug- ljóslega hin sömu, framsetn- ing, efnisnotkun og stærð áþekk og aðeins nokkrir kílómetrar á milli staðsetningar. Þetta ætti bæði bandaríska listamanninum að vera ljóst og ekki síður bæj- aryfirvöldum. Er hart til þess að hugsa að opinber aðili samþykki opinbera uppsetningu á eftir- hermuverki og geri þannig aðför að hugverki og sæmd listamanns- ins Ólafar Nordal. Bæði Todd McGrain og Reykjanesbær hafa stigið út á mjög vafasamt svæði listrænt séð, lagalega séð og síð- ast en ekki síst siðferðilega séð. Hvað ef þetta hefði verið Úti- legumaðurinn eftir Einar Jóns- son? Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval? Sæmundur á selnum eftir Ásmund Sveinsson? Ingólf- ur Arnarson eftir Einar Jóns- son? Adonis eftir Bertel Thor- valdsen? Friðarsúla Yoko Ono? Hvað ef þetta hefði verið tónverk, t.d. Bláu augun þín með Hljóm- um? Venus as a Boy eftir Björk? Tvær stjörnur efir Megas? Veg- búinn eftir KK? Hvað ef þetta hefði verið Njálssaga? Brekku- kotsannáll? Þjóðsöngurinn? Ef opinbert sveitarfélag virð- ir ekki hugverk íslensks lista- manns og birtir opinberlega eftirhermuverk, þá eru íslensk- ir listamenn á flæðiskeri stadd- ir, líkt og geirfuglinn góði í Skerjafirði, og siðferðisstyrkur gagnvart hugverkastælingum greinilega í útrýmingarhættu á Suðurnesjum. Kannski siðferði sé almennt í útrýmingarhættu á þessu eylandi. útrýmingarhættu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.