Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 Hafðu samband Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja binda fé sitt í stuttan tíma. Kynntu þér kosti á , hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga. Nýr innlánsreikningur Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir. Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann. Nýjung: Vextir eru allan binditímann. Að loknum binditímanum greiðist höfuð- stóllinn út ásamt vöxtum. Viðskiptavinir sem opna Skammtímabindingu fyrir 21. september fá 5,01% vexti, hvort sem þeir velja 3, 6, 9, eða 12 mánaða binditíma. ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 1 2 3 2 0 9 /1 0 Prag 30. september í 3 nætur frá kr. 49.900 Frábær þriggja nátta helgarferð - síðustu sætin! Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina og njóta lífsins. Í Prag er hagstætt verðlag og þar eru frábær tækifæri til að gera hagstæð innkaup og njóta lífsins í mat og drykk. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Verð kr. 49.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 69.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Top **** í 3 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000 Verð kr. 74.980 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Clarion Congress **** í 3 nætur með morgun- mat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 13.200 Gríptu tækifærið – Bókaðu strax! Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði – verð getur hækkað án fyrirvara! Todd McGrain óskaði eftir að fá að koma geirfugli sínum upp hér á landi, þar sem Ísland var einn af varpstöðum geirfuglsins, en Todd McGrain hefur þegar komið fyrir öðrum geirfugli á eyjunni Fogo við Nýfundnaland. Tók Reykjanesbær vel í óskir McGra- ins og birtist frétt fyrir um ári síðan um að þetta stæði til. Brást Listasafn Reykjavíkur, eigandi verks Ólafar Nordal, við frétt- inni með því að senda menning- arfulltrúa Reykjanesbæjar erindi ásamt mynd þar sem bent var á að þetta væri hrein endurtekn- ing á verki Ólafar og vafasamt að þiggja þessa gjöf bandaríska listamannsins vegna líkindanna við verk hennar. Reiknaði safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur með því að sómakær listamaður myndi ekki vilja setja opinber- lega upp verk sem væri auðveld- lega hægt að túlka sem stælingu á verki annars listamanns, enda vill enginn listamaður með sjálfs- virðingu verða uppvís að slíku. Todd McGrain virtist þó standa á sama og Reykjanesbæ líka og haldið var áfram með uppsetn- ingarhugmyndir, þó Listasafn Reykjavíkur teldi að hætt hefði verið við. Afhjúpun verksins núna á Ljósanótt kom illa við marga. Liggur í augum uppi að hér er um að ræða frekar lágkúrulega hermikrákulist, eða það sem kallað er á ensku „Copycat Art“. Efnistökin í verkunum eru aug- ljóslega hin sömu, framsetn- ing, efnisnotkun og stærð áþekk og aðeins nokkrir kílómetrar á milli staðsetningar. Þetta ætti bæði bandaríska listamanninum að vera ljóst og ekki síður bæj- aryfirvöldum. Er hart til þess að hugsa að opinber aðili samþykki opinbera uppsetningu á eftir- hermuverki og geri þannig aðför að hugverki og sæmd listamanns- ins Ólafar Nordal. Bæði Todd McGrain og Reykjanesbær hafa stigið út á mjög vafasamt svæði listrænt séð, lagalega séð og síð- ast en ekki síst siðferðilega séð. Hvað ef þetta hefði verið Úti- legumaðurinn eftir Einar Jóns- son? Fjallamjólk eftir Jóhannes Kjarval? Sæmundur á selnum eftir Ásmund Sveinsson? Ingólf- ur Arnarson eftir Einar Jóns- son? Adonis eftir Bertel Thor- valdsen? Friðarsúla Yoko Ono? Hvað ef þetta hefði verið tónverk, t.d. Bláu augun þín með Hljóm- um? Venus as a Boy eftir Björk? Tvær stjörnur efir Megas? Veg- búinn eftir KK? Hvað ef þetta hefði verið Njálssaga? Brekku- kotsannáll? Þjóðsöngurinn? Ef opinbert sveitarfélag virð- ir ekki hugverk íslensks lista- manns og birtir opinberlega eftirhermuverk, þá eru íslensk- ir listamenn á flæðiskeri stadd- ir, líkt og geirfuglinn góði í Skerjafirði, og siðferðisstyrkur gagnvart hugverkastælingum greinilega í útrýmingarhættu á Suðurnesjum. Kannski siðferði sé almennt í útrýmingarhættu á þessu eylandi. útrýmingarhættu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.