Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 27

Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 27
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 3 Tískan á frönsku Rívíer-unni eða ,,Sur la Côte d‘Azur“ eins og Frakk-ar segja gjarnan, er um margt ólík því sem gerist í höfuðborginni þó flest tískuhús sem og minni spámenn í geiran- um selji vörur sínar suður frá. Í suðrinu er auðvitað nokkuð ólíkt veðurlag og allt annað hitastig, varla hægt að tala um vetur. Annars er oft á tíðum vorveður svo ekki sé minnst á langa sum- ardaga. Á dögunum þegar ég var á þessum slóðum horfði ég af athygli á klæðaburð og fatn- að í verslunum í Nice, Cannes og víðar og vissulega er munur. En það er ekki aðeins veðr- ið sem útskýrir þennan mismunandi klæðnað milli norðurs og suð- urs hér í landi. Kjól- ar og pils eru styttri og hálsmálið nær oft á tíðum lengra niður hjá mörgum konum, stundum má spyrja hvort það sé til að sýna sem best endur- gerðan barminn. Á Rívíerunni er sömuleiðis nauð- synlegt að flíkin glitri, hvort sem það eru pallíettur, perlur eða annað skraut. Allt sem í boði er í gylltum eða silfruðum litum er afskaplega vinsælt. Reyndar er einkenni- legt að í sjónum við eina af fáum ströndum Cannes sem eru ókeyp- is og opnar almenningi virðast vera smágerðar gylltar agnir í sjónum, kannski komið úr sólar- kremi og snyrtivörum þeirra sem baða sig þar. Þó að mikið sé um glam- úr og stjörnur í Cannes er tæpast pallíettum bætt í sjóinn! Þegar gengið er eftir la Crosette, breiðgötunni við sjóinn í Cannes þar sem bæði er höll kvikmyndahátíðarinnar og hótel- in Carlton, Martinez og Majestic en einnig þar sem öll fínu tísku- húsin eru er ekki laust við að það sé hægt að anda að sér peninga- lyktinni og þá er ég ekki að tala um gúanófýlu sem kölluð var peningalykt í mínu ungdæmi. En gatan sem er samliggjandi Croisettunni er hins vegar öllu venjulegri og þar má finna margt áhugavert á öllu verði. Á milli ólífuolíu, sandala og sápu úr jurtum frá Provence-héraði, leynist tíska heimamanna sem ekki er eins þekkt og dýr. Í Nice er tískan margbreyti- legri og íbúarnir og gestirnir eru fjölbreyttari en í Cannes og kannski ekki eins ríkir, en borgin er miklu stærri. Þrátt fyrir það eiga Nice-búar sitt fína hverfi. Það merki- lega er þó að þrátt fyrir að mikið sé um ,,gylltar konur“ og glingur suður frá er raunveruleg eftirspurn eftir látlaus- ari og glæsilegri tísku sem ekki er alltaf í boði. Þetta hef ég bæði heyrt frá íbúum Rívíerunn- ar sem og sölufólki. Kannski einmitt vegna ranghugmynda sem fólk gerir sér um suðurbúana. Hvað sem um ranghugmyndir má segja skiptir yfirborðið þó miklu máli á Rívíerunni. Þar eru ekki aðeins stækkuð brjóst sem flæða upp úr víðum hálsmál- um. Sund-skýlur eru einnig seldar með svamppúðum að framan sem er ætlað að ýkja innihaldið. bergb75@free.fr Flegin hálsmál og gylltar konur ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Allt frá því að America‘s Next Top Model hóf göngu sína 2003 hefur súpermódelið Tyra Banks setið við stjórnvölinn og af fenginni reynslu veit hún að eitthvað nýtt þarf að leggja á borðið í komandi seríu, enda búast áhorfendur við því besta. Nú hefur hún opinberað að Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, sem er jú tískubiblía Ítala, verði gestadómari í komandi þáttaröð, en hann hefur samþykkt að leggja sitt á vogarskál- arnar til að ögra þættinum svo að hann verði það besta sem tískusjón- varp býður upp á. Að auki hefur Tyra fengið til liðs við sig heimsfrægu ljósmyndarana Patrick Demarchelier og Matthew Rolston. „Nú hefur America‘s Next Top Model allt í einu breyst í America‘s Next Top Modelle, og það mun hefja tískuiðn- aðinn til hærri metorða,“ sagði Tyra sigurviss þegar hún kynnti nýja mann- skapinn til sögunnar. Önnur kunnugleg andlit verða hönnuðirnir Diane von Furstenburg, Zac Posen og Roberto Cavalli. Áhorfendur geta því farið að hlakka til að fylgjast með þættin- um sem verður eins og að fylgjast með heilu tískublaði lifna við, því nú mun engum dyljast hvernig tískuiðn- aðurinn fer fram í raun. Hvað meira er hægt að biðja um í raunveruleika- sjónvarpsþætti? Mikils metinn dóm- ari með Tyru Banks FRANCA SOZZANI, RITSTJÓRI ÍTALSKA VOGUE, VERÐUR GESTADÓMARI Í NÆSTU ÞÁTTARÖÐ AMERICA´S NEXT TOP MODEL. Vaxmynd af Tyru Banks var frumsýnd á Madame Tussaud í Lundúnum í fyrrahaust. 50 ára og eldri Uppri unarnámskeið! Reyndasti danskennari Íslandssögunnar kennir Hann er 74 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlit- slyftingu). Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn heitir Heiðar Ástvaldsson og kennir á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum 50 ára og eldri og kemur öllum í gott form á ný. Konusalsa Sjóðheit námskeið. Hentar öllum konum, ungum og öldnum, liðugum og stirðum. Í tímunum 50 plús og Salsa eru ávallt 3 kennarar. Innritun og upplýsingar á www.dansskoliheidars.is og í síma 551 3129 kl 16 til 20 daglega LÍN DESIGN LAUGAVEGI 176, GAMLA SJÓNVARPSHÚSIÐ | SÍMI: 533 2220 | NETFANG: LINDESIGN@LINDESIGN.IS TILBOÐIN ERU EINNIG Í VEFVE RSLUN LINDESIGN.IS 25% afsláttur af öllu í barnadeild fram á laugardag. Falleg íslensk hönnun unnin úr bestu fáanlegri bómull. MJÚKT FYRIR BÖRNIN Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.