Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 30
9. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● húð, hár og heilsa
Margir karlmenn eru á því að ein-
göngu þurfi góða sköfu og raksápu
til að ná viðunandi rakstri. Málið
er þó aðeins flóknara eins og með-
fylgjandi leiðbeiningar segja til
um.
Þannig er mælt með því að þeir
sem nota sköfu þvoi andlitið vel
með heitu vatni áður en rakstur
hefst en varist að nota sápu. Sápa
þurrkar húðina og eykur líkurn-
ar á að menn skeri sig við rakst-
ur. Þá er best að raka í sömu átt og
skeggið vex en ekki á móti þar sem
það eykur líkur á útbrotum. Þvoið
andlit með volgu vatni eftir rakst-
ur, þerrið og berið á rakakrem. Þá
er mælt með því að nota rakvéla-
blöð ekki oftar en tvisvar eða þri-
svar. Eftir það verða þau yfirleitt
bitlaus.
Góður andlitsrakstur
Sú árátta kvenna að vilja
hvergi hafa stingandi strá á
líkamanum nema á höfði er
löngu orðin vel þekkt. Karlar
eru þó einnig farnir að nýta sér
einhverjar af þeim fjölmörgu
leiðum sem til eru til að losna
við óvelkominn hárvöxt. Hér
eru þær helstu taldar upp.
HÁREYÐING MEÐ LEISERTÆKNI
Laserlækning ehf. býður upp á með-
ferð þar sem leiserljósi með nógu
háum hita er beint að hársekkjum.
Við það laskast þeir og komið er í
veg fyrir endurnýjun án þess að
skaða húð eða nærliggjandi vefi.
Meðferðin virkar best á dökk og
gróf hár sem hafa mikið magn af
melaníni, því mettun melaníns er
mikil í hári sem drekkur í sig ljós-
geisla án þess að skaða ysta lag húð-
arinnar. Mun lengri tíma tekur að
eyða ljósum, fínum hárum.
Talið er að um þriðja hvert hár
losni í hverri meðferð og því þarf
að koma nokkrum sinnum til að fá
varanlegan árangur. Lengd með-
ferðar ræðst af umfangi hárvaxtar,
gróf- og þéttleika hársins og ekki
síst háralit.
RAFMAGNSHÁREYÐING MEÐ NÁL
Í rafmagnsháreyðingu, sem
framkvæmd er á ýmsum
snyrtistofum, er örþunnri nál
stungið ofan í hársekkinn og
hleypt af straumi. Við það verður
efnabreyting sem hefur áhrif
á hársekkinn. Meðferðin getur
verið seinleg og nokkuð mörg
skipti þarf til að sjá árangur en
lokaniðurstaðan er yfirleitt ágæt.
Þó skal þess getið að meðferðin er
nokkuð sársaukafull.
IPLLJÓSTÆKNI
Sumar snyrtistofur eru farnar
að bjóða upp á háreyðingu með
svokallaðri IPL-ljóstækni sem
byggist á Xenon-ljósi. Ljósið er
í handfangi sem beint er að því
svæði sem á að meðhöndla. Bak
við ljósið er spegill og filter fyrir
framan það sem dregur úr hita
ljóssins. Xenon-ljósið gefur frá
sér hita, hárin draga í sig hitann
frá ljósinu og draga hann niður í
rót sem veldur að sögn varanlegri
eyðingu á hárfrumum í hársekk.
Endurtaka þarf meðferðina í sex
til tíu skipti á fjögurra til sex vikna
fresti. Ekki má plokka eða vaxa
hárin burt meðan á meðferðinni
stendur en það sama á við um leiser-
og rafmangsháreyðingu.
Þess má geta að IPL-ljóstæknin er
einnig notuð til að losna við hrukkur,
sprungnar háræðar, litabreytingar í
húð og unglingabólur.
Helsti kosturinn við IPL-
meðferðina er að hún er sársaukalítil
miðað við annað sem er í boði í
varanlegri háreyðingu.
VAX
Vaxið er löngu orðin viðurkennd
aðferð í baráttunni við hár á stærri
svæðum. Það er talið endast í fjór-
ar til sex vikur og hægt er að velja
um vax í andliti, vax á líkama allt
frá fótleggjum og nára upp í handar-
krika og handleggi. Einnig er boðið
upp á vax fyrir karlmenn á öxlum,
baki og bringu. Sumstaðar er boðið
upp á brasilíska vaxið og er þá oft
mælt með að nota súkkulaðivax sem
aðeins límist við hárin en ekki húð-
ina, annars er notað rúlluvax og
pottvax en það fer eftir húðsvæð-
um og óskum viðskiptavinar.
RAKSTUR
Rakstur er yfirleitt ekki talinn lík-
leg leið til árangurs. Þó að vissu-
lega megi losna við hárin í stutta
stund koma þau fljótt aftur og eru
þá yfirleitt harðari, dekkri og ill-
meðfærilegri en áður. Ef á annað
borð á að raka, til að mynda hár
á fótum, er gott að gera það eftir
heitt bað eða sturtu þegar hárin
eru mjúk.
AFLITUN
Þeir sem ekki þola háreyðingar-
meðferðir geta látið bera efni í
hár líkamans til að lýsa þau. Það
er auðvitað skammtímalausn.
- sg
Draumurinn um hárleysið
Hárlaus líkami virðist vera draumur margra kvenna. Til þess að ná því markmiði eru
notaðar ýmsar aðferðir. NORDICPHOTOS/GETTY
● KRULLUR Krullað hár er víkjandi. Það
þýðir að sá sem er með krullað hár hefur
erft það frá báðum foreldrum sínum og er
arfhreinn hvað þennan eiginleika varðar.
Einstaklingar með slétt hár eru annaðhvort
arfhreinir hvað slétt hár varðar og geta þá
ekki eignast barn með krullur, eða þeir eru
arfblendnir og geta þá eignast krullhært
barn að því gefnu að hitt foreldrið sé einn-
ig arfblendið hvað þennan eiginleika varð-
ar. Ef báðir foreldrar eru með krullað hár er
ómögulegt að barnið fái erfðaupplýsingar
um slétt hár og því verður það með krullur.
Heimild: visindavefur.is.
● VARAÞURRKUR Teskeið af hunangi og sykri þykir vera góð á þurrar og sprungnar varir en
það hefur sýnt sig að þessi blanda mýkir bæði varirnar og fjarlægir dauðar húðfrumur. Þá þykir
sumum sniðugt að búa til stærri blöndur og bera á hendur og fætur og þvo sér svo upp úr heitu
vatni.
Karlar eru einnig í auknum mæli farnir að nýta sér þær fjölmörgu háreyðíngarmeð-
ferðir sem eru í boði. Brasilískt vax naut til dæmis, að minnsta kosti um tíma, mikilla
vinsælda hjá íslenskum karlmönnum.
NÝ SENDING FRÁ PARÍS
Í FLASH