Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 31
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010
Meiri orka og betri
einbeiting!
Upplagt í próflesturinn og vorverkin!
Énaxin er jurtabætiefni með m.a. Rhodiolu og Schisandra sem
eru frábærar til að bæta orku, einbeitingu og lífgleði. Fáanlegt
bæði í mixtúru- og töfluformi. Upplagt að byrja á kúr og taka
fyrst inn mixtúruna og viðhalda áhrifun¬um með töflunum.
Það er hægt að losna við hita og svitakófin. Chello er með 3
mismunandi gerðir því engin kona er eins. Allar innihalda þær
rauðsmára sem hefur hjálpað konum við að glíma við erfiðleika
á breytingaskeiðinu.
NutriLenk er gott bætiefni og
frábært byggingarefni sem hefur
hjálpað fjölmörgum Íslendingum
að bæta liðheilsuna og aukið
lífsgæðin þeirra til muna!
Sore No More er náttúrulegt gel sem gott er að nota á tímabund-
na verki og ónot. Gelið er án alkahóls, kemískra íblöndunar of
rotvarnar efna. Hentar vel á bakverki, sinabólgur, tennisolnboga,
frosna öxl, íþróttameiðsla og svo mætti lengi telja. Komdu við og
prófaðu.
Náttúrleg lausn fyrir konur
á breytingarskeiðinu.
Bætt liðheilsa,
betri lífsgæði
Verkjagelið sem virkar!
Ofangreindar vörur fást í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna
KYNNING
● ÞRJÚ LÖG Húð okkar er gerð úr þremur lögum. Ysta lagið, það sem við horfum á, nefnist
húðþekja (e. epidermis), þar fyrir innan er leðurhúðin (e. dermis) og innsta lagið nefnist undir-
húð (e. subcutaneous layer). Öll vinna þessi lög saman að því að halda húð okkur í góðu
ástandi.
Sýningin Heilsa, húð og hár
verður haldin í Vetrargarðin-
um í Smáralind laugardaginn
11. og sunnudaginn 12. sept-
ember. Gengur vel er á meðal
þeirra fyrirtækja sem þar
munu kynna vörur sínar.
„Við munum kynna okkar vöruúrv-
al og verðum að auki með sýnis-
horn af völdum vörum, sem hafa
hlotið góðar viðtökur hérlend-
is,“ segir Pétur Sigurbjartsson,
sölu og markaðsstjóri Gengur vel
sem verður með bás á sýningunni
Heilsa, húð og hár í Smáralind um
helgina.
„Við verðum með kynningu á
Nutrilenk sem er efni sem hefur
verið notað við liðverkjum og
hefur notið mikilla vinsælda hér
á landi og er eitt mest selda efnið
við liðverkjum hér á landi sem
og Norðurlöndunum. Efnin tvö
eru kölluð Nutrilenk Gold og Nu-
trilenk Active. Nutrilenk Gold er
fyrst og fremst ætlað fólki sem
þjáist af sliti í liðunum og virkar
því sem byggingarefni fyrir lið-
ina, á meðan Nutrilenk Active er
ætlað sem eins konar smurefni
fyrir stirða og auma liði sem er
algengt vandamál hjá íþróttafólki
og einnig þeim sem eldri eru þar
sem liðvökvinn minnkar oft með
árunum.“
Énaxin er önnur vara sem Geng-
ur vel verður með á sýningunni í
Smáralind, efni sem er ætlað að
auka orku og skerpa á einbeit-
ingu. „Þetta er upplagt fyrir þá
sem vilja auka orkuna á náttúru-
legan hátt. Énaxin kemur bæði í
töflum og mixtúru og inniheldur
ýmsa jurtakjarna á við Rhodiola
eða burnirót og Schisandra Chins-
esis. Þess má geta að Énaxin er
mjög frábrugðið kaffi þar sem það
keyrir ekki upp taugakerfið eins
og kaffi gerir, heldur gefur jafna
orku yfir daginn. Gestir sýningar-
innar munu fá að smakka og sann-
reyna virkni Énaxin.“
Þá segist Pétur ætla að kynna
verkjagelið Sore no more sem henti
þeim sem glíma við hvers kyns
verki, bólgur og meiðsl. „Þeir sem
glíma við bak- og hálsmeiðsli hafa
til dæmis verið að nota það og eru
ánægðir með virkni þess. En það
má líka benda á að Sore no more
inniheldur engin aukaefni, á við
Paraben eða önnur kemísk íblönd-
unarefni sem talin eru óæskileg í
dag.“
Loks nefnir Pétur til sögunnar
fæðubótaefni fyrir konur, Chello,
og gefur þá samstarfskonu sinni,
Ástu Kjartansdóttur, orðið. „Við
erum með þrjár gerðir af Chello
sem er náttúrulegt bætiefni fyrir
konur á breytingarskeiðinu og
hefur reynst mörgum konum vel
við að fást við kvilla eins og hita og
svitakóf. Jurtirnar í Chello, meðal
annars Dong Quai, rauðsmári,
vallhumall, kamilla og soja, hafa
verið notaðar í gegnum árhund-
ruðin. Náttúrulegar lausnir eru að
verða vinsælli með hverju árinu.
Konur eru farnar að velja náttúru-
legar lausnir í miklu meira mæli
en áður með frábærum árangri.“
Náttúrulegar lausnir
Pétur Sigurbjartarson og Ásta Kjartansdóttir hjá Gengur vel verða með bás á sýningunni Húð, hár og heilsa í Smáralind.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● MESTA FJÖLBREYTNIN Í NORÐUR-AMERÍKU Hár-
gerð fólks er afar mismunandi eftir heimshlutum. Á sumum svæð-
um er hún nokkuð einsleit en á öðrum er breytileikinn mikill. Fólk af
asískum uppruna er með þétt, svart og glansandi hár. Hver fullvaxta
Asíubúi er að meðaltali með í kringum 150 þúsund hár á höfðinu
og getur oft verið nokkuð vandasamt að greiða í gegnum það. Góð
hárnæring er því oftar en ekki nauðsynleg.
Skotar eru gjarnan rauðhærðir og eru hárstráin ívið þykkari en á
Asíubúum. Evrópubúar eru ýmist dökkhærðir eða ljóshærðir og geta
bæði skartað krullum og rennisléttu hári. Hárið er yfirleitt léttara en
á Asíubúum og þéttleikinn er í kringum 90 þúsund hár á höfði.
Afríkubúar eru með svart, þétt og krullað hár. Hárstráin sjálf eru
fremur þunn og flöt sem skýrir af hverju þau krullast upp í loftið.
Hárið þarf raka og ber að varast að greiða það um of enda slitnar
það nokkuð auðveldlega. Krullujárn og hárblásara ætti að forðast
Í Norður-Ameríku má sjá hvað mesta fjölbreytni í háralit fólks enda
hafa hin ólíku þjóðarbrot blandast sökum mikils fjölda innflytjenda.
- ve