Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 32
9. SEPTEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● húð, hár og heilsa
● AUGNUMHIRÐA Baug-
ar undir augum geta verið
hvimleitt vandamál og lýti að
sumra mati. Til eru ýmis ráð
við því. Þannig er talið gagn-
legt að skera
niður þunn-
ar sneiðar af
hráum kartöfl-
um og leggja
yfir augun og
geyma þar í
minnst 20 mín-
útur. Endurtaka svo leikinn í nokkra daga þar til baugarn-
ir eru á bak og burt. Agúrkusneiðar og blautir tepokar eru
taldir koma að svipuðu gagni.
Húðlæknar eru almennt á því að
stór hluti, jafnvel allt að 90 pró-
sent þeirra breytinga sem
verða á húðinni með aldr-
inum, sé til kominn vegna
skemmda af völdum sólar-
ljóss.
Þannig er ekki óalgengt
að húð sem hefur verið
mikið í sólarljósi sé með
fleiri og dýpri hrukkur
auk þess sem ójöfn lita-
dreifing veldur litaskell-
um.
Þá hafa teygjanlegar
prótíntrefjar í leðurhúð
húðar sem hefur orðið fyrir
miklum ljósskemmdum
þykknað og flækst saman
auk þess sem miklu minna er
af kollageni en í húð sem hefur
verið lítið í sólarljósi.
Heimild: www.visindavefur.is
Sólarljósið veldur
hrukkum og skellum
Kemur út laugardaginn
11. september
Sérblaðið
Heimili og hönnun
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband:
Hlynur Þór
• hlynurs@365.is
• sími 512 5439
Daði Hendrikusson hjá Kompaníinu og Nína
Kristjándsóttir hjá Mojo Senter eru sammála um
að hártískan í vetur verði rómantísk, rokkuð og
jafn vel örlítið pönkuð.
Hártískan hefur að undanförnu einkennst af stuttum
og áþekkum herra- og dömuklippingum undir áhrifum
frá svokallaðri rockabilly-tísku, með rómantísku ívafi.
Fátt bendir til að breyting verði þar á að sögn Nínu
Kristjándsóttur hjá hárgreiðslustofunni Mojo Senter.
„Það hefur verið vinsælt hjá báðum kynjum að vera
með stutt hár, rakað í vöngum og svo síðara hár ofan
á, sem einkennist af mjúkum línum. Allt stefnir í að
þessar klippingar verði áfram vinsælar og því um að
gera að leika sér með útfærslur, enda misjafnt hvað
hentar hverjum og einum.“ Undir þau orð tekur Daði
Hendrikusson hjá Kompaníinu. „Við munum áfram sjá
einhverjar útfærslur af þessu.“
Nína bendir jafnframt á að hvað millisítt og sítt hár
varði sé best að leyfa hárinu að vera sem náttúruleg-
ustu. „Það er kominn tími til að leggja sléttujárninu og
leyfa hárinu að vera sem eðlilegast, hvort sem það er
slétt, liðað eða krullað.“ Náttúrulegir háralitir njóta,
að sögn Daða, jafnframt mikilla vinsælda en á Komp-
aníinu eru litasjampó sérblönduð fyrir viðskiptavin-
ina. „Við blöndum litasjampó frá Pact sem draga fram
eiginleika hvers háralitar og gljáa ásamt því að ljá
hárinu fallegri tóna. Aðferðin laðar það besta fram hjá
hverjum og einum.“ - rve
Rokkað og rómantískt í vetur
Stutt og platínum ljóst hár í anda Pink. Kompaníið. Hér er litasjampó frá Pact notað til að draga fram fallegan háralit. Kompaníið.Herraklipping undir áhrifum Inglorious Bastards. Mojo Senter.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R