Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 42
26 9. september 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur Fólk opinberar misjafnleg viðhorf sín til samkynhneigðar þessa dagana eftir að Jenis av Rana, þingmaður og formaður Miðjuflokksins í Færeyjum, vildi ekki setj- ast til borðs með íslenska forsætisráðherr- anum og konu hennar. Flestir Færeyingar dauðskammast sín og segja viðhorf Jenis av Rana alls ekki endurspegla viðhorf Færey- inga almennt. Þeim svíður að fjallað sé um málið í fjölmiðlum, sérstaklega í dönskum fjölmiðlum og vilja ekki sýnast þröngsýn og forpokuð smáþjóð í augum stóra bróður. ÞEGAR Færeyingar hlupu undir bagga og lánuðu okkur fullt af peningum eftir að við höfðum gloprað niður öllum okkar aurum og meiru til, voru þeir svo sannarlega ekki forpokuð smáþjóð í okkar augum. Sjálfsagt þótti einhverjum Íslendingn- um erfitt að viðurkenna að litlu frænd- ur okkar væru meiri menn en margur. Hlakkar jafnvel í þeim núna að geta aftur hrist hausinn yfirlætislega yfir þessum frændum okkar, hvað þeir geta verið gamal- dags, þröngsýnir og púkó. ÞAÐ finnast þó hér einstakl- ingar sem deila viðhorfum Jenis av Rana. Það sýna stuðn- ingsbréf sem nokkrir Íslend- ingar hafa sent Jenis og hann lesið upp og látið birta í fjölmiðl- um, nafnlaus reyndar. Þar vitnar fólk í Biblíuna og ber fyrir sig orði Guðs. Talar um að íslenskt samfélag sé á vonarvöl vegna kynvillu! Þrátt fyrir að hér sé loksins staðfest með lögum að samkynhneigðir hafi jafnan rétt til að ganga í heilagt hjónaband er hér enn að finna þröngsýnt fólk. VIÐ höfum merkilega lítið um það að segja hver sest í háttvirt þingsæti í lýðræðisrík- inu Íslandi enda kjósum við flokka, ekki fólk þangað inn. Það situr því alls konar fólk á þingi. Misjafnlega innrætt með misjafnar skoðanir, misjafnlega tengt og með misjafn- an feril að baki. EINHVERJIR íslenskir ráðamenn hafa sagt álit sitt á upphlaupi Jenis av Rana. Utan- ríkisráðherra sagði ummælin vera Jenis til skammar. Fjármálaráðherra sagði þau dap- urleg og varpa skugga á opinbera heimsókn forsætisráðherrans til Færeyja. Einn af þeim háttvirtu þingmönnum sem tjáðu sig um orð Jenisar sagði þó eitthvað á þá leið að virða skyldi skoðanir Jenisar av Rana, hann væri grundvallarmaður! JENIS av Rana er í forsvari fyrir hinn kristilega arm í Færeyjum og því mætti ímynda sér að sá háttvirti hefði meint að Jenis sé maður hinna 10 grundvallar- reglna kristninnar, boðorðanna tíu. Sjálfur hefði hann þá jafnvel mátt skerpa á boðorði númer 7 áður en hann taldi sig eiga erindi á þing. Misjafn situr á þingi ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Það er ekki séns að ég fari út á þennan völl ef þú, þú og þú ætlið að vera í sama dressi og ég! Ástæða þess að kvennafótbolti er ekki eins vinsæll og hann gæti verið Gaman í gær? Njaa... bara frekar rólegt. Drakkstu mikið? Nei, nei, nei! Ég var bara rólegur á því! Kjaftæði! Kebableifarn- ar á bolnum þínum segja aðra sögu! Ókei, ég var á rass- gatinu! Ég fann líka gular baunir og kálblað í buxnavösun- um þínum! Og spark- ar svo í liggjandi mann! Hvað nú? Ég fékk ábendingar hjá Birgittu um paraframmistöðu mína. Og hvað sagði hún? Það sama og venjulega. Ekki gera það sem þú gerir, gerðu þver- öfugt við það. Meistari þrautseigj- unnar! Af hverju ekki? Þetta er bara rugl, þú getur ekki gifst manni sem þú hefur aldrei hitt! Ókei, þið eigið kannski margt sameiginlegt og hafið sömu lífsskoðanir en þú hefur aldrei verið í sama herbergi og þessi náungi! ROP! Ertu ennþá hérna? Og ókosturinn við það er...? Árbæjarkirkja Föstudaginn 10. september hefst vetrarstarf Barnakórs Árbæjarkirkju. Öll börn á aldrinum 7-14 ára eru velkomin í kórinn en kennt verður í tveimur deildum, yngri og eldri deild. Stjórnandi kórsins í vetur er Margrét Sigurðardóttir. Innritun og kynning á kórnum fer fram í safnaðarsal kirkjunnar föstudaginn 10. september klukkan 14.30. ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um stjörnurnar í Hollywood, vini þeirra, gæludýr og samkvæmislíf – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Hollywood“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.