Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 44

Fréttablaðið - 09.09.2010, Side 44
28 9. september 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Bókin Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkins kom út í íslenskri þýðingu í byrjun mánaðar. Bókin hefur verið afar umdeild frá því hún kom fyrst út 2006 en í henni ræðst Daw- kins á hugmyndina um guð og æðri máttarvöld. Richard Dawkins er líffræðingur og prófessor við Oxford-háskóla í Englandi og hafði skrifað ýmis rit og gert sjónvarpsþætti um þróunar- líffræði og vísindi áður Ranghug- myndin um guð kom út síðla árs 2006, þar sem hann hjólar í trúar- brögð og hugmyndina um yfirnátt- úruleg máttarvöld. Bókin hefur selst í tveimur milljónum eintaka um allan heim og vakið miklar deilur um trúmál. Torþýdd bók Bókaútgáfan Ormstunga gefur bók- ina út á Íslensku út en Reynir Harð- arson, sálfræðingur og formað- ur Vantrúar, félags trúleysingja á Íslandi, þýðir. Hann hefur haft hug á að þýða bókina allar götur síðan Dawkins las valda kafla úr henni á ráðstefnu trúleysingja á Íslandi sumarið 2006. „Við sáum strax að þetta var feit- ur biti,“ segir Reynir, „og datt strax í hug að þýða hana yfir á íslensku. Árið eftir fékk Ormstunga leyfi fyrir þýðingunni og þá stóð ekkert í vegi fyrir að hefjast handa. Þetta er hins vegar afskap- lega torþýdd bók; Dawkins hefur gaman af orðskrúði og vísar í ýmis fræði máli sínu til stuðnings; vís- indi, heimspeki, guðfræði og svo framvegis.“ Reynir segir að helstu styrkleikar röksemdafærslu Dawkins séu þekk- ing hans á líffræði og þróunarkenn- ingunni. „Hann er fyrst og fremst raunvísindamaður og nálgast við- fangsefnið sem slíkur, fremur en heimspekingur eða guðfræðingur. Bókin nýtur fyrst og fremst góðs af því.“ Mála skrattann á vegginn Mikill styr hefur staðið um bók- ina frá því að hún kom út. Að mati Reynis hefur Dawkins orðið að eins konar Grýlu í augum trúmanna. „Dawkins var mjög þekktur á sínu Grýla í augum trúaðra REYNIR HARÐARSON Telur bók Dawkins eiga sérlega mikið erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju eru ofarlega á baugi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Richard Dawkins er afar umdeildur maður og ekki aðeins í röðum trúaðra. Síðast í gær ritaði Jonathan Jones, pistlahöf- undur breska dagblaðsins Guardian, grein þar sem hann gagnrýnir Dawkins fyir að hafa misst tökin á vísindalegri og fræðilegri nálgun á hugmyndir um trúarbrögð. Þess í stað einkennist málflutningur hans af sjálfbirgingslegri þrætu- bókarlist, þar sem markmiðið sé ekki að upplýsa heldur að sannfæra. Reynir bendir á að Dawkins svari sjónarmiðum sem þessum í kafla í bók- inni, þar sem hann ræðir hvers vegna hann kýs að vera herskár í málflutningi. Þegar trúmál eru annars vegar er eins og það sé ætlast til þess að allir tipli á tánum,“ segir Reynir. „Dawkins tók þá afstöðu að tipla ekki á tánum heldur tala hreint út. Fyrir vikið kann hann að virðast óvæginn, en þegar betur er að gáð er ádeila hans ekkert óvægnari en gagnrýni stjórnmálamanna á andstæð- inga. Trúarbrögð eru hins vegar viðkvæmt málefni sem auðvelt er að valda ágreiningi útaf. Það er meðal annars hluti af gagnrýni hans.“ TIPLAR EKKI Á TÁNUM sviði áður en hann skrifaði bókina og starf hans fólst meðal annars í að kynna vísindi fyrir almenningi. Það var því mikið áfall fyrir marga trúaða að maður af hans kalíberi skyldi kveða svo fast að orði.“ Fyrir vikið hafi andstæðingar Dawkins málað hann dekkri litum en tilefni sé til. „Það á til dæmis við um hjónin Alister og Joanna McGrath, sem helguðu honum heila bók; Ranghug- mynd Richards Dawkins. Í þeirri bók fara höfundarnir beinlínis með rangt mál og gera Dawkins upp meiningar sem hann hefur aldrei sett fram. Andstæðingar Dawkins eru því gjarnir á að mála skrattann á vegginn; búa til strámann sem þeir síðan ráðast gegn.“ Reynir segir bókina eiga brýnt erindi við Íslendinga um þessar mundir þegar umræða um trúmál og aðskilnað ríkis og kirkju er ofar- lega á baugi. „Ég býst fastlega við því að við búum til einhvers konar dagskrá eða viðburð í kringum bókina, sem innlegg í þá umræðu.“ bergsteinn@frettabladid.is Skáldsaga Hallgríms Helga- sonar, Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir „forvitnileg- asta bókatitilinn“ á þýska bókamarkaðnum 2010. Bókin heitir á þýsku Zehn Tipps, das Morden zu beend- en und den Abwasch zu be- ginnen. Almenningur getur kosið bókatitla á heimasíð- unni kuriosesterbuchtitel.de. Bækurnar í sex efstu sætun- um fara fyrir dómnefnd sem velur vinningshafann. Þegar þetta er skrifað eru Tíu ráð í fjórða sæti en kosn- ingin stendur til 20. septem- ber. Þess má geta að sigur- vegarinn í fyrra var titill- inn Lífið er enginn Waldorf- skóli. Tíu ráð tilnefnd til þýskra verðlauna HALLGRÍMUR HELGASON Titill síðustu skáldsögu hans þykir með þeim forvitnilegri í Þýskalandi. Þórarinn Eldjárn og Sigurður Árnason verða með uppistand í Safn- arahorni Gerðubergs á sunnudag, á síðasta degi sýningar þar sem fjölbreytt eldhúsáhöld úr þeirra eigu hafa verið til sýnis. Sigurður og Þórarinn hafa lengi verið félagar og keppinautar í söfnun sinni en á sýningunni sameinuðu þeir krafta sína. Sum áhöldin á sýning- unni eru kunnugleg og til á flestum heimilum en önnur eru framandi og erfitt að ímynda sér notagildi þeirra. Skanka- skaft, eggjaklippur, maís hefill og bananahylki eru meðal þess sem fyrir augu ber, auk þess sem nöfnum eldhúsáhalda eru gerð skil á vegg- spjaldi. Dæmi um heiti þeirra eru; flagari, merjari, berjari, slítari, tætari, þeytari eða afskeri, alskeri, aðskeri, úrskeri, ískeri, fráskeri, viðskeri, hjáskeri Uppistand Þórarins og Sigurðar hefst klukkan 14. Hjáskerar, ískerar og flagarar 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Ranghugmyndin um guð Richard Dawkins Matsveppir í náttúru Íslands Ása Margrét Ásgrímsdóttir Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Gásagátan - kilja Brynhildur Þórarinsdóttir Spói - Ólafur Jóhann Sigurðs- son/Jón Baldur Hlíðberg METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 01.09.10 - 07.09.10 Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Ástandsbarnið - kilja Camilla Läckberg Íslensk-dönsk/Dönsk- íslensk vasaorðabók Klukkan 16 Laugardaginn 11. september halda Einar Kárason rithöfundur og William R. Short, fræðimaður og rithöfundur frá Bandaríkjun- um, fyrirlestra í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Short fjallar um landnámsöldina á Íslandi og nýútkomna bók sína „Ice- landers in the viking age“. Einar Kárason ræðir hins vegar fyrstu þætti Egilssögu. Aðgangur er frír meðan húsrúm leyfir. > Ekki missa af ... Samstöðu- og styrktartón- leikum fyrir íbúa Gasa á tónleikastaðnum Sódómu Reykjavík í kvöld. Fram koma fimm hljómsveitir: Útidúr, For a Minor Reflection, Endless Dark, Orphic Oxtra og Sykur. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir tónleikunum sem hefjast klukkan 21.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.