Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 48
32 9. september 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Framboð af tónleikaupptökum hefur aukist mikið síðustu ár. Sjó- ræningjaútgáfur rata núna undantekningarlítið á netið þar sem auð- velt er að nálgast þær og vefir eins og Wolfgangs Vault og Internet Archive bjóða sömuleiðis upp á mikinn fjölda tónleika. Það hefur líka færst í aukana að gamlar og rómaðar tónleikaupptökur sem hafa gengið á milli aðdáenda í misjöfnum gæðum fái opin- bera útgáfu. Það á t.d. við um tónleikana í Bootleg seríu Bob Dylan og Santa Monica tón- leika David Bowie frá 1972. Og það er reyndin með tón- leika Elvis Costello & the Att- ractions frá Hollywood High School 4. júní 1978 sem voru loks gefnir út í heild sinni fyrir nokkrum mánuðum. Þrjú lög af þessum sömu tónleikum voru á EP-plötu sem fylgdi fyrstu eintökun- um af Armed Forces og nokk- ur þeirra voru sem aukalög á viðhafnarútgáfu þeirrar plötu fyrir nokkrum árum. Nú koma hins vegar loksins öll 20 lögin út í fínum gæðum. Og hvílíkir tónleikar! Þeir voru teknir upp á hápunkti fer- ils Costello með hljómsveitinni The Attractions, mitt á milli útkomu snilldarplatnanna This Year‘s Girl og Armed Forces. Lagalistinn er algjört dúndur (lög af fyrrnefndum plötum, auk fyrstu Costello- plötunnar, My Aim Is True og lagsins Stranger in the House sem Costello samdi fyrir Rachel Sweet). Maður heyrir líka vel hvað Att- ractions var svínslega þétt band. Krafturinn og spilagleðin eru í hámarki. Og Costello sjálfur er auðvitað magnaður lagasmiður og flytjandi. Tónleikarnir í Hollywood High eru númer tvö í nýrri röð tónleika- platna með Costello sem hefur hlotið nafnið The Costello Show. Nú bíður maður bara spenntur eftir næstu útgáfum. Heitir á hápunkti ferilsins ELVIS COSTELLO Tónleikar Elvis Costello & the Attractions frá 4. Júní 1978 eru loksins komnir út í heild sinni. > Í SPILARANUM Interpol - Interpol Mosi frændi - Grámosinn gólar Underworld - Barking The Charlatans - Who We Touch Örför - Örför INTERPOL ÖRFÖR Hljómsveitin The XX hlaut hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi fyrir samnefnda plötu sína sem kom út í ágúst í fyrra. Hún lenti ofarlega á mörgum árslistum um síðustu áramót, þar á meðal á Frétta- blaðinu. „Við áttum ekki von á þessu,“ sagði Oliver Sim úr The XX. „Þetta ár hefur verið ótrúlegt. Það er eins og við höfum vaknað á hverjum degi og eitthvað spennandi hafi verið í vændum sem við bjuggumst ekki við.“ Söngkonan Romy Croft lagði til að sveitin myndi kaupa eigið hljóðver fyrir verðlaunaféð, sem nam um 3,6 milljón- um króna. „Við tókum þessa plötu upp í hljóðveri sem var áður bílskúr og var jafnstórt og baðherbergi,“ sagði hún. „Við vorum mjög ánægð með að fá að nota hljóðverið en ég held við yrðum mjög ánægð með okkar eigin hljóðver þar sem við gætum prófað okkur áfram.“ Á meðal annarra tilnefndra voru Paul Weller, sem þótti lík- legastur til sigurs, rapparinn Dizzee Rascal og Biffy Clyro. Hljómsveitirnar Elbow, Arctic Monkeys og The Klaxons hafa allar unnið verðlaunin og jókst sala á plötunum þeirra mjög í kjölfar- ið. Hljóðver fyrir verðlaunaféð THE XX Hljómsveitin The XX hlaut hin virtu Mercury-verð- laun. Önnur plata Grinderman kemur út á þriðjudaginn. Hrátt og kröftugt rokkið er enn í fyrirrúmi ásamt ögrandi og kynferðislegum undirtóni. Önnur plata hljómsveitarinn- ar Grinderman, sem nefnist ein- faldlega Grinderman 2, kemur út á þriðjudaginn. Fyrsta plata sveit- arinnar kom út fyrir þremur árum og hlaut fínar viðtökur gagnrýn- enda, enda hafði hún að geyma hrá og kröftug rokklög á borð við Get It On og No Pussy Blues þar sem kynferðislegur undirtónninn var aldrei langt undan. Grinderman er skipuð fjórum meðlimum úr sjö manna bandinu Nick Cave And The Bad Seeds, eða þeim Warren Ellis, Martyn Casey, Jim Sclavunos og að sjálf- sögðu forsprakkanum Nick Cave. Hljómsveitin varð til árið 2005 eftir langa tónleikaferð The Bad Seeds til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Cave byrjaði að semja lög á gítar, sem hann hafði fram að því vanrækt við lagasmíðar sínar. Spilamennskan var hrá og áhugaverð og í framhaldinu fóru Cave og hinir þrír í hljóðver og tóku upp frumburðinn Grinder- man. Hljómsveitin fylgdi plötunni eftir með tónleikaferð en tók sér hlé þegar upptökur og ferðalög í kringum fjórtándu hljóðsvers- plötu The Bad Seeds, Dig, Laz- arus, Dig!!!, fóru af stað. Eftir að túrnum í kringum hana lauk haustið 2008 hófust upptökur á næstu Grinderman-plötu og þeim lauk í ágúst í fyrra. Upptökustjóri var hinn sami og á þeirri fyrstu, Nick Launay, góður vinur þeirra félaga. Þar er krafturinn enn til staðar eins og heyra má á fyrsta smáskífulaginu Heathen Child. Gallsúrt og flippað myndbandið við lagið er einnig skemmtilega hallærislegt. „Þegar við gerðum báðar plöt- urnar settumst við niður í fimm daga og byrjuðum að spila saman án þess að vera með margar fast- mótaðar hugmyndir,“ segir fiðlu- og gítarleikarinn Warren Ellis, í viðtali við áströlsku síðuna The Vine. „Á fyrstu plötunni vorum við að reyna að finna rétta hljóm- inn fyrir bandið. Við höfum spilað lengi saman í Bad Seeds og gert ýmsa hluti saman en okkur lang- aði að athuga hvað við kæmumst upp með mikið, bara við fjórir. Við notuðum sömu aðferðina á ann- arri plötunni. Við tókum bara upp stanslaust í fimm daga en reynd- um síðan að finna hugmyndir sem okkur fannst ferskar.“ Hann bætir við að efnið sem hafi litið dagsins ljós hafi sumt verið fínt en annað hreint út sagt skelfilegt. „Þessi aðferð hentar okkur mjög vel. Það er gaman að hafa ekki úr neinu að moða og reyna síðan að búa til eitthvað nýtt.“ freyr@frettabladid.is Okkur langaði að at- huga hvað við kæm- umst upp með mikið, bara við fjórir.“ WARREN ELLIS > Plata vikunnar Miri - Okkar ★★★★ „Á heildina litið frábær plata. Nýtur sín best á miklum styrk í góðum græjum.“ - TJ Fyrsta sólóplata Brandons Flowers, söngvara The Killers, kemur út í næstu viku. Hún nefnist Flamingo og er nefnd eftir götu í heimaborg hans Las Vegas. „Ég ólst upp þarna og þessi staður er mjög nærri hjarta mínu,“ segir Flowers um Las Vegas. „Mér finnst mér bera skylda til að greina frá því hvaðan ég er og verja mín heimkynni. Þetta er staður sem margir fyrirlíta en ég elska hann. Þegar ég ólst þarna upp gátu marg- ir ekki beðið eftir því að flytja í burtu en mér fannst það alltaf und- arlegt.“ Tíu lög eru á Flamingo, flest poppaðri en The Killers hafa sent frá sér, þar á meðal smáskífulagið The Crossfire. Og að sjálfsögðu eru melódíurnar á sínum stað. Flowers samdi lögin á eins og hálfs árs tón- leikaferðalagi The Killers til að fylgja eftir plötunni Day And Age. Eftir hana vildu hinir meðlimirnir taka sér gott frí en Flowers var ekki á þeim buxunum og ákvað að nota lögin í eigin sólóplötu í stað þess að geyma þau fyrir The Killers. „Ég er stanslaust að semja lög og mig lang- aði að fylgja þessum lögum eftir. Ég er líka hræddur um að ef ég hvíli mig í eitt ár gæti það farið illa með mig,“ sagði hann. „Ég hefði vilj- að hafa þetta Killers-plötu en hún hefði orðið allt öðruvísi ef ég hefði gert hana með hljómsveitinni. The Killers er ekki hætt og það er ekki hægt að álasa strákunum fyrir að hafa tekið sér hlé eftir að hafa verið á fullu síðan 2003.“ - fb Flowers syngur um Las Vegas BRANDON FLOWERS Söngvari The Killers gefur út sína fyrstu sólóplötu í næstu viku. Hráir, kraftmiklir og súrir GRINDERMAN Rokkararnir í Grinderman senda í næstu viku frá sér sína aðra plötu. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.