Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 53
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 37
Rokksveitin Deep Jimi & the Zep
Creams heldur tónleika í tilefni af
útgáfu á fjórðu plötu sinni, Bett-
er When We´re Dead, á Faktorý í
kvöld.
Deep Jimi var stofnuð fyrir um
tuttugu árum og hefur alltaf sótt
mikið í sarp sjöunda áratugarins,
sérstaklega hipparokks í þyngri
kantinum. Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson var upptökustjóri nýju
plötunnar, þar sem vandað var
meira til verks en oft áður. Ekki
eru margir tónleikar fyrirhugaðir
á næstunni.
Sveitin leggur þó leið sína norð-
ur yfir heiðar í byrjun október auk
þess sem hún spilar á Airwaves-
hátíðinni seinna í sama mánuði.
„Námið er svo dýrt að námslánið
dugar ekki fyrir skólagjöldunum,
það er nú bara svo einfalt,“ segir
Daníel Smári Hallgrímsson en eins
og Fréttablaðið greindi frá fyrr
í sumar komst hann inn í þekkt-
an tónlistarskóla í Los Angeles
þar sem hann mun leggja stund á
nám í gítarsmíði. Námið er dýrt og
Lánasjóður íslenskra námsmanna
dekkar ekki allan kostnaðinn sem
náminu fylgir. „LÍN er að lána eins
mikið og það hefur leyfi fyrir og
þó að ég sé búinn að vera að safna
í allt sumar dugar það ekki til,“
segir Daníel og bætir við að hann
vanti nokkra hundrað þúsund kalla
áður en hann geti haldið af stað.
Daníel hefur því brugðið á það ráð
að skipuleggja styrktartónleika
sem fara fram í kvöld á skemmti-
staðnum Venue og byrja klukkan
21.30. Það kostar 1.000 krónur inn
og ágóðinn af tónleikunum rennur
beint í skólasjóð Daníels.
„Mér fannst þetta sniðug hug-
mynd þar sem ég þekki fullt af
yndislegu fólki og hljómsveitum
sem eru til í að hjálpa mér að láta
þennan draum rætast,“ segir Dan-
íel en hljómsveitirnar sem koma
fram í kvöld eru MOY, Blæti, Two
Tickets to Japan, Mikado og For a
Minor Reflection. Daníel er ein-
mitt bassaleikari í hljómsveitinni
Mikado en hann stefnir á að fara
utan 19. september. - áp
Safnar fyrir skólagjöldum
Natalie Portman er þessa dagana
orðuð við aðalhlutverkið í geim-
mynd Alfonso Cuaron, Gravity.
Upphaflega stóð til að Angelina
Jolie léki umrætt hlutverk og
svo hafði verið rætt við Rachel
Weisz og Scarlett Johansson. En
nú þykir Portman líklegust til að
hreppa hnossið. Leikkonan hefur
fengið lofsamlega dóma fyrir
frammistöðu sína í Black Swan
og eru fjölmiðlar þegar farnir
að gera að því skóna að Óskar-
inn kunni að vera innan seilingar.
Þá mun Portman birtast í stórri
myndasögumynd næsta sumar
þegar hún leikur ástkonu þrumu-
guðsins Þórs.
Portman
í stað Jolie
EFTIRSÓTT Natalie Portman er ákaflega
eftirsótt um þessar mundir.
Tónleikar verða haldnir í Frum-
leikhúsinu í Keflavík í kvöld og
annað kvöld til minningar um
ungu drengina tvo frá Reykja-
nesbæ, þá Guðmund Jóhannsson
og Sigfinn Pálsson, sem létust úr
krabbameini fyrr á árinu.
Í kvöld koma fram Of Mon-
sters & Men, sem sigraði í
Músíktilraunum fyrr á árinu,
Valdimar, Sky Reports og Ást-
þór Óðinn. Annað kvöld stíga á
svið Klassart, Lifun, Reason to
Believe og Heiður. Fyrirtækin
Grágás, Hljóðkerfi.is og Geim-
steinn eru á meðal styrktaraðila.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur og
rennur allur ágóðinn til Styrktar-
félags krabbameinssjúkra barna.
Tónleikar í
Frumleikhúsi
Deep Jimi fagnar
DEEP JIMI Rokksveitin Deep Jimi & The
Zep Creams spilar á Faktorý í kvöld.
LÁNIÐ DEKKAR EKKI SKÓLAGJÖLDIN
Daníel Smári Hallgrímsson heldur tón-
leika á Venue í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010