Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 09.09.2010, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 39 Verið er að undirbúa útkomu bókar um tónleikaferðalag popp- söngkonunnar Lady GaGa en það er enginn annar en stjörnuljós- myndarinn Terry Richardson sem sér um að fylgja söngkon- unni eftir með myndavélina á lofti. Bókin lýsir lífinu í kring- um túrinn hennar, Monster Ball, í máli og myndum og segir Richardson að ekkert verði dreg- ið undan til að sýna aðdáendum hver Lady Gaga er þegar hún stendur ekki á sviðinu. Terry Richardson er einmitt þekktur fyrir að taka ögrandi og raun- verulegar myndir af fræga fólk- inu. Opinberar líf Lady GaGa BÓK UM TÓNLEIKAFERÐALAG Ljósmynd- arinn Tery Richardson fylgir söngkon- unni Lady Gaga eftir á tónleikaferðalagi til að safna efni í ljósmyndabók. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Kristen Stewart segist ekki njóta þess að tala um sjálfa sig í viðtölum. Hún verði svo stressuð að hún svitni og lykti illa. „Þetta lagast með æfing- unni. En ég verð svo stressuð að ég veit ekki hvernig á að takast á við þetta,“ segir leikkonan sem slegið hefur í gegn í Twilight- myndunum. Stewart segir jafn- framt að hún reyni að láta þetta ekki há sér. „Ég er mjög utan við mig þegar ég er stressuð. Þá nudda ég saman þumlunum og svitna á hönd- unum og lykta mjög illa.“ Illa lyktandi í viðtölum STRESSUÐ Í VIÐTÖL- UM Kristen Stewart segist ekki enn vera búin að venjast því að tala um sjálfa sig í viðtölum. Bretinn Piers Morgan tekur við af spjallþátta- stjórnandanum Larry King á sjónvarpsstöð- inni CNN í janúar. King tilkynnti í júní síðastliðnum að hann ætlaði að láta kórónuna af hendi eftir 25 ár í sjónvarpsbransanum. Margir höfðu reikn- að með að Morgan myndi taka við af honum og sú varð raunin. Hinn 45 ára Morgan er þekktur sem dómari í hæfileikaþættinum America´s Got Talent. Þar situr hann við borð og dæmir frammistöðu keppenda ásamt Shar- on Osbourne, eiginkonu rokkarans Ozzy, og skemmtikraftinum Howie Mendel. Fyrrum dómari þáttarins er þýski strandvörðurinn David Hasselhoff. Morgan hefur stjórnað fjölda sjónvarps- þátta í Bretlandi og er einnig fyrrum ritstjóri slúðurblaðanna News of the World og Daily Mirror. Hann hefur verið nefndur sem „leið- inlegi“ gagnrýnandinn í sömu andrá og Simon Cowell, sem gerði garðinn frægan í American Idol. Þess má geta að Morgan sigraði í raunveruleikaþátt- um Donalds Trump, Cele- brity Apprentice, árið 2008. Í yfirlýsingu sinni um starfið á CNN sagði Morgan: „Mig hefur lengi dreymt um að fylla skarð náunga sem ég tel vera besta sjónvarpsmanninn.“ Átti hann þar að sjálfsögðu við King, sem verður 77 ára í nóvember. Piers Morgan tekur við af Larry King AMERICA´S GOT TALENT Piers Morgan, lengst til vinstri, í raunveruleikaþættinum America´s Got Talent. LARRY KING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.