Fréttablaðið - 09.09.2010, Qupperneq 55
FIMMTUDAGUR 9. september 2010 39
Verið er að undirbúa útkomu
bókar um tónleikaferðalag popp-
söngkonunnar Lady GaGa en það
er enginn annar en stjörnuljós-
myndarinn Terry Richardson
sem sér um að fylgja söngkon-
unni eftir með myndavélina á
lofti. Bókin lýsir lífinu í kring-
um túrinn hennar, Monster
Ball, í máli og myndum og segir
Richardson að ekkert verði dreg-
ið undan til að sýna aðdáendum
hver Lady Gaga er þegar hún
stendur ekki á sviðinu. Terry
Richardson er einmitt þekktur
fyrir að taka ögrandi og raun-
verulegar myndir af fræga fólk-
inu.
Opinberar líf
Lady GaGa
BÓK UM TÓNLEIKAFERÐALAG Ljósmynd-
arinn Tery Richardson fylgir söngkon-
unni Lady Gaga eftir á tónleikaferðalagi
til að safna efni í ljósmyndabók.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Kristen Stewart segist
ekki njóta þess að tala um sjálfa
sig í viðtölum. Hún verði svo
stressuð að hún svitni og lykti
illa. „Þetta lagast með æfing-
unni. En ég verð svo stressuð að
ég veit ekki hvernig á að takast
á við þetta,“ segir leikkonan sem
slegið hefur í gegn í Twilight-
myndunum.
Stewart segir jafn-
framt að hún reyni
að láta þetta ekki há
sér. „Ég er mjög utan
við mig þegar ég
er stressuð. Þá
nudda ég saman
þumlunum og
svitna á hönd-
unum og lykta
mjög illa.“
Illa lyktandi
í viðtölum
STRESSUÐ Í VIÐTÖL-
UM Kristen Stewart
segist ekki enn vera
búin að venjast því
að tala um sjálfa sig í
viðtölum.
Bretinn Piers Morgan tekur við af spjallþátta-
stjórnandanum Larry King á sjónvarpsstöð-
inni CNN í janúar.
King tilkynnti í júní síðastliðnum að hann
ætlaði að láta kórónuna af hendi eftir 25 ár
í sjónvarpsbransanum. Margir höfðu reikn-
að með að Morgan myndi taka við af honum
og sú varð raunin. Hinn 45 ára Morgan er
þekktur sem dómari í hæfileikaþættinum
America´s Got Talent. Þar situr hann við borð
og dæmir frammistöðu keppenda ásamt Shar-
on Osbourne, eiginkonu rokkarans Ozzy, og
skemmtikraftinum Howie Mendel. Fyrrum
dómari þáttarins er þýski strandvörðurinn
David Hasselhoff.
Morgan hefur stjórnað fjölda sjónvarps-
þátta í Bretlandi og er einnig fyrrum ritstjóri
slúðurblaðanna News of the World og Daily
Mirror. Hann hefur verið nefndur sem „leið-
inlegi“ gagnrýnandinn í sömu andrá og Simon
Cowell, sem gerði garðinn
frægan í American Idol.
Þess má geta að Morgan
sigraði í raunveruleikaþátt-
um Donalds Trump, Cele-
brity Apprentice, árið 2008.
Í yfirlýsingu sinni
um starfið á CNN sagði
Morgan: „Mig hefur lengi
dreymt um að fylla skarð
náunga sem ég tel vera
besta sjónvarpsmanninn.“
Átti hann þar að sjálfsögðu við King, sem
verður 77 ára í nóvember.
Piers Morgan tekur við af Larry King
AMERICA´S GOT TALENT Piers Morgan, lengst til vinstri, í
raunveruleikaþættinum America´s Got Talent.
LARRY KING