Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 09.09.2010, Síða 56
 9. september 2010 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is UTAN VALLAR Henry Birgir Gunnarsson segir sína skoðun henry@frettabladid.is 694 DAGAR síðan íslenska landsliðið vann alvöru landsleik undir stjórn Ólafs Jóhann-essonar. Ísland fær næst tækifæri til þess að vinna alvöruleik er Portúgal kemur í heimsókn í október. FÓTBOLTI Þrátt fyrir ágæta tilburði á köflum situr íslenska landslið- ið stigalaust á botni síns riðils í undankeppni EM 2012. Margt er líkt með því sem nú er að gerast og þegar Ólafur tók við liðinu á sínum tíma. Liðið er að leggja sig ágætlega fram en sóknarleikur- inn er slakur og árangurinn eng- inn. Þetta er í rauninni endurtek- ið efni. Ólafur fékk tíu mánuði til þess að undirbúa liðið fyrir síðustu undankeppni. Hann fékk aragrúa æfingaleikja, njósnara og í raun- inni allt sem hann óskaði sér. Það skilaði sér í frábæru stigi gegn Norðmönnum ytra í leik þar sem liðið sýndi þann baráttuanda sem íslenskir áhorfendur krefj- ast að liðið sýni en það sýnir allt of sjaldan. Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir þann leik. „Það sem stendur upp úr er hvað við sýndum mik- inn karakter og börðumst vel. Baráttugleðin er að sjálfsögðu það sem á að einkenna íslenska landsliðið og það var kominn tími til að liðið sýndi hvað í því býr,“ sagði Eiður Smári réttilega. Tap gegn Skotum í næsta leik var köld vatnsgusa framan í íslenska liðið sem lék vel. Klaufa- mistök, einbeitingarleysi og dapur sóknarleikur felldi íslenska liðið í þeim leik og þannig hefur það verið í ansi mörgum leikjum síðan Ólafur tók við liðinu. Eftir því sem leið á undan- keppnina datt botninn úr leik íslenska liðsins þó svo það hafi innbyrt sinn eina alvörusigur gegn Makedóníu á Laugardals- velli 15. október árið 2008. Loka- niðurstaða síðustu undankeppni var síðan gríðarleg vonbrigði. Margir hafa bent á að Ólafur sé að byggja upp nýtt lið eins og sjá má á þeim fjölda ungra leik- manna sem var í hópnum í síð- ustu leikjum. Það má vissulega til sanns vegar færa. Ólafur var einnig að reyna að byggja upp nýtt lið er hann tók við á sínum tíma. Sú uppbygging mistókst. Þeir ungu leikmenn sem eru komnir í liðið núna eru þar af ástæðu. Af því að hinir leikmenn- irnir brugðust. Margir þeirra leik- manna sem Ólafur veðjaði á þá, og voru með áskrift að sæti í landslið- inu, brugðust. Það má því vel velta fyrir sér hvort Ólafur sé rétti mað- urinn til þess að standa að nýrri uppbyggingu. Húsin sem smið- urinn hefur reist hingað til hafa ítrekað hrunið til grunna. Ísland hefur annars verið að byggja upp nýtt lið ansi lengi án árangurs. Ábyrgðin þar hlýtur að liggja að stóru leyti hjá KSÍ sem velur þjálfarana sem síðan stýra landsliðinu. Síðustu ráðningar hafa verið nokkuð umdeildar. Það er grátlegt að uppskeran í þessum ellefu alvöruleikjum undir stjórn Ólafs sé eins rýr og raun ber vitni. Andstæðingarnir hafa síður en svo verið mikið sterkari en við. Ísland hefur verið að mæta liðum eins og Noregi, Skotlandi og Makedóníu. Allt lið sem Ísland á að geta unnið á nokkuð góðum degi. Íslenska landsliðið er ekki eins lélegt og árangurinn gefur til kynna. Ólafur sagði eftir tap gegn Make- dóníu í júní í fyrra að hann stæði og félli með ákvörðunum sínum. Stóra spurningin er samt hvort hann sé til í axla einhverja ábyrgð á þeim slaka árangri sem landsliðið hefur náð undir hans stjórn. Hefur aðeins unnið einn alvöruleik Byrjunin á undankeppni EM 2012 er nánast eins og byrjunin á undankeppni HM 2010. Eini munurinn er sá að árangurinn er lakari núna. Annars er þetta endurtekið efni. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt landsliðinu í tæp þrjú ár og aðeins tekist að vinna einn alvöruleik. Sá sigur kom í október árið 2008. EKKI NEIN GÆÐASMÍÐI HJÁ TRÉSMIÐNUM Ólafur Jóhannesson hefur ekki náð nein- um árangri með íslenska landsliðið sem er strax komið á botninn í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árangur landsliðsins undir stjórn Ólafs í alvöruleikjum Undankeppni EM 2008: 21. nóvember 2007 Danmörk-Ísland 3-0 Undankeppni HM 2010: 6. september 2008 Noregur-Ísland 2-2 10. september 2008 Ísland-Skotland 1-2 11. október 2008 Holland-Ísland 2-0 15. október 2008 Ísland-Makedónía 1-0 1. apríl 2009 Skotland-Ísland 2-1 6. júní 2009 Ísland-Holland 1-2 10. júní 2009 Makedónía-Ísland 2-0 5. september 2009 Ísland-Noregur 1-1 Undankeppni EM 2012: 3. september 2010 Ísland-Noregur 1-2 7. september 2010 Danmörk-Ísland 1-0 Alls 11 leikir Sigrar: 1, jafntefli 2, töp 8. FÓTBOLTI Það kemur í ljós á morg- un hvaða lið verður andstæðingur Íslands í umspilinu fyrir EM en Ísland er eitt fjórtán þjóða sem tryggðu sér þátttökurétt í umspil- inu. Aðeins taka átta þjóðir þátt í lokakeppninni. Gestgjafarnir, Danir, fá sjálfkrafa þátttökurétt í mótinu og því eru aðeins sjö sæti í boði. Það væri því gríðarlegt afrek ef íslenska liðinu tekst að tryggja sig inn á mótið. Ísland er í B-flokki þegar dreg- ið verður á morgun en þar eru líka sterk lið eins og England og Spánn. Þjóðirnar sem Ísland getur mætt eru Svíþjóð, Holland, Rúm- enía, Ítalía, Króatía eða Skotland. - hbg Íslenska U-21 árs landsliðið: Dregið í um- spilið á morgun MAGNAÐIR Strákarnir í íslenska U-21 árs liðinu hafa staðið sig frábærlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Breska blaðið The Guar- dian greindi frá því í gær að franski stjórinn Gerard Houllier væri búinn að samþykkja þriggja ára samning við enska úrvals- deildarfélagið Aston Villa. Houllier tekur við starfinu af Martin O´Neill sem sagði mjög óvænt upp störfum nokkrum dögum áður en enska úrvals- deildin hófst. Houllier er ekki ókunnugur í enska boltanum en hann stýrði liði Liverpool frá 1998 til 2004. Phil Thompson var aðstoðarmað- ur hans þar en mun ekki koma yfir til Villa. - hbg Leit Villa að stjóra á enda: Houllier á leið til Aston Villa FÓTBOLTI Íslenska karlalandslið- ið þurfti að sætta sig við grátlegt tap á Parken á þriðjudagskvöldið þegar Danir tryggðu sér 1-0 sigur með því að skora sigurmarkið sitt í uppbótartíma. Þetta er í tuttugasta sinn sem íslenska karlalandsliðið tapar leik 0-1 í undankeppnum EM eða HM en aðeins í þriðja sinn sem liðið fær á sig slíkt sig- urmark á loka- mínútum leiks- ins. Íslenska l iðið hafði verið líklegra til að skora á lokakafla leiksins á Parken en það var þó Thomas Kahlenberg sem nýtti sér klaufaskap í íslensku vörninni til þess að skora sigurmarkið með laflausu skoti í varnarmann og inn. Það má segja að tapið í fyrra- kvöld velti nú tapi fyrir Skotum frá árinu 1985 úr sessi sem grát- legasta 0-1 tap íslenska landsliðs- ins í undankeppni. Skotar tryggðu sér þá ósann- gjarnan 1-0 sigur á Laugardals- vellinum í lok maí þegar Íslands- vinurinn Jim Bett skoraði eina mark leiksins þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Jim Leighton, markvörður Skota, var maður leiksins en hann varði meðal annars vítaspynu frá Teiti Þórðarsyni, fyrirliða íslenska liðsins, í fyrri hálfleik og auk þess fékk íslenska liðið fjölda færa. Það eru líka aðeins rúm þrjú ár síðan íslenska landsliðið tap- aði 0-1 fyrir þá verðandi Evrópu- og heimsmeisturum Spánverja í hellidembu á Mallorca. Líkt og á HM í Suður-Afríku í sumar var það maður að nafni Andrés Iniesta sem tryggði heima- mönnum 1-0 sigur. Markið hans kom aðeins níu mínútum fyrir leikslok eftir send- ingu frá David Villa og Iniesta átti einnig eftir að tryggja Spánverjum 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum fimm mánuðum síðar. - óój Tuttugu 0-1 töp Íslands: Íslenska landsliðið hefur 20 sinnum tapað 0-1 í undankeppni EM eða HM og hér fyrir neðan má sjá hvenær sigurmark mótherjanna hefur komið í þessum leikjum. Sigurmark á 1.-40. mínúta 4 Sigurmark á 40.-45 mínúta 6 Sigurmark á 46.-60. mínúta 4 Sigurmark á 61.-79. mínúta 3 Sigurmark á 80.-90. mínúta 3 Ísland hefur þrisvar sinnum tapað með einu marki í blálokin í undankeppnum HM eða EM: Grátlegustu 0-1 töp íslenska landsliðsins ANDRÉS INIESTA Skoraði sigurmark á móti Íslandi á 81. mínútu í marslok 2007. MYND/XXXX - gólfþvottavélar - ryksugur Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.