Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 44
25. september 2010 LAUGARDAGUR4
Náms- og
rannsóknarstyrkur
Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands auglýsir eftir
umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk fyrir 2010.
Styrkurinn nemur 1.000.000 kr.
Styrkurinn er ætlaður námsfólki sem vinnur að
rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi, og
tengist Suðurlandi og þjóni ótvíræðum atvinnu- og/
eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta
Suðurlands.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2010, nánari
upplýsingar á www.fraedslunet.is og www.hfsu.is.
Ríkisskattstjóri leitar að öflugum og jákvæðum starfsmanni til starfa
við verkefnastjórn á sviði upplýsingatækni.
Æskilegt er að umsækjandi hafi próf í tölvunarfræði eða kerfisfræði
eða búi yfir staðgóðri þekkingu og reynslu sem fellur vel að starfsemi
tæknisviðs embættisins.
Krafa er gerð um skipulögð vinnubrögð og góða samskiptahæfni.
Kostur er að umsækjandi búi yfir þekkingu og reynslu í eftirfarandi:
• Samþættingu kerfa
• Viðskiptagreind
• Gagnagrunnshögun
• Oracle / PLSQL
• Lotus Notes
• .NET / C# / ASP.NET
• JAVA
Upplýsingar um starfið veitir Inga Hanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri RSK
í síma 563-1151.
Umsóknir er hafi að geyma ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf,
meðmælendur og annað er máli kann að skipta, sendist til ríkisskattstjóra
á tölvupóstfangið starf@rsk.is eða með bréfi til RSK, Laugavegi 166, 150 Reykjavík,
merkt starfsmannastjóra, fyrir 3. október 2010.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Upplýsingar um embættið má finna á vefsíðu þess http://www.rsk.is/.
Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðeigandi stéttarfélag.
Ríkisskattstjóri hefur á að skipa samhentum og fjölbreyttum hópi á fjölmennum vinnustað.
Áhersla er lögð á að öllum lögboðnum verkefnum sem ríkisskattstjóra eru falin sé sinnt vel
og að embættið sé góður vinnustaður.
Upplýsingatækni
- rafræn stjórnsýsla
GRØNLAND – HER ER TIDEN EN ANDEN
For at se ledige stillinger og læse mere se www.gjob.dk
gjob.dk
Det Grønlandske Sundhedsvæsen
Starfólk í heilbrigðisþjónustu
óskast til Grænlands
Har du overvejet at arbejde i Det Grønlandske Sundhedsvæsen?
Vi har brug for både læger, sygeplejersker, jordemødre, bioanalytikere, fysioterapeuter samt tandlæger som
trives med faglige udfordringer og kan kommunikere på dansk/svensk.
Du kan høre mere om dine muligheder i Det Grønlandske Sundhedsvæsen på et af vores informationsmøder.
Vi glæder os til at se dig:
• Mandag d. 4. oktober 2010 kl. 17 - 20 i Akureyri
Fundurinn er haldinn í nýbyggingu Háskólans á Akureyri í stofu M203. Gengið inn um aðalinngang.
• Onsdag d. 6. oktober 2010 kl. 17 - 20 i Reykjavik
Fundurinn er haldinn í Háskóla Íslands, Árnagarði, þriðju hæð, stofu 311.
Okkur vantar eldhuga!
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF)
leitar að ábyrgu, kraftmiklu og jákvæðu fólki sem
vill leggja málstað samtakanna lið í október og
nóvember. Starfið felst í því að ganga í hverfi í
Reykjavík, kynna starf UNICEF, og bjóða fólki að skrá
sig sem mánaðarlega styrktaraðila og styðja þannig
fjölda þurfandi barna um allan heim. Vinnutíminn
er á eftirmiðdögum og á kvöldin, þrjá til fjóra daga
vikunnar eftir samkomulagi.
Við bjóðum þér starf með tilgang. Á móti vonumst
við til að þú sért gædd/ur réttlætiskennd og
sannfæringarkrafti, eigir auðvelt með að tengjast fólki
og miðla mikilvægum málstað til annarra.
Áhugasamir sendi ferilskrá á floki@unicef.is.
Nánari upplýsingar í síma 552 6336.
Starfssvið:
• Kynningar á FOCAL Gæðakerfum, en þau eru
Gæðahandbók, Úttektarkerfi og Ábendingakerfi
• Innleiðing gæðakerfa og notendaþjónusta
• Námskeiðahald á sviði gæðastjórnunar
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun og góð enskukunnátta
• Þekking á gæðastjórnun og ISO 9001-2008
• Þekking á hugbúnaði til gæðastjórnunar
• Reynsla í verkefnastjórn og kennslu
• Sjálfstæði, samskiptahæfni og drifkraftur
• Viðhald og rekstur gæðakerfis FOCAL
Hlutverk FOCAL er að vera leiðandi í lausnum fyrir fyrirtæki og
stofnanir sem vilja ná betri tökum á gæða- og skjalastjórnun með
hugbúnaði, ráðgjöf eða þjálfun.
Viðskiptavinir FOCAL eru traust og öflug fyrirtæki, mörg hver í
opinberri stjórnsýslu. Fyrirtækið var stofnað 1995.
Hópvinnukerfi ehf – Hlíðasmára 14 – S:5400 900 -- 201 Kópavogur
Kjarnastarfsemi FOCAL
• FOCAL hugbúnaðargerð: Gæða-, skjala- og mannauðskerfi í
Lotus Notes, Vef og fyrir SharePoint
• FOCAL Ráðgjöf: Veitir ráðgjöf á sviði gæða-, skjala- og
mannauðsstjórnunar
• FOCAL Gæðastjórnunarskólinn: Býður námskeið í hugbúnaði
og aðferðafræði gæða-, skjala- og mannauðsstjórnunar
Verkefnastjóri gæðamála
Áhugasamir leggi inn umsókn á www.focal.is fyrir 11. okt.
(um hlutastarf er að ræða)