Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 2
2 25. september 2010 LAUGARDAGUR KÖNNUN Skiptar skoðanir eru á því meðal landsmanna hvort byggja eigi mosku í Reykjavík. Samkvæmt nýrri könnun Frétta- blaðsins eru 41,8 prósent andvíg byggingu mosku en 36,6 prósent eru hlynnt því að moskan rísi. Alls sögðust 17,2 prósent mjög fylgjandi því að múslimar fái að byggja mosku í Reykjavík, og 19,4 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Þá sögðust 21,6 pró- sent hlutlaus í afstöðu sinni til byggingar mosku. Um 13,5 pró- sent þeirra sem afstöðu tóku voru frekar andvíg því að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík, og 28,3 prósent voru því mjög andvíg. Talsverður munur er hins vegar á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það myndi kjósa yrði gengið til kosninga nú. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru hlynntastir byggingu mosku, 52,9 prósent sögðust fylgjandi byggingu mosku en 25,9 prósent sögðust henni andvíg. Stuðningsmenn Samfylkingar- innar voru einnig jákvæðir gagn- vart byggingu mosku, 46,8 pró- sent sögðust því fylgjandi en 29,9 prósent sögðust því andvíg. Á meðal stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins var mun minni stuðningur við byggingu mosku. Alls sögðust 26,7 prósent því hlynnt en 48,1 prósent andvígt. Alls sögðust 37,5 prósent stuðn- ingsmanna Framsóknarflokksins fylgjandi því að múslimar fái að reisa mosku, en 45,8 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega mark- tækt að reikna afstöðu stuðnings- Þriðjungur Íslendinga mjög andvígur mosku Tæplega 42 prósent landsmanna eru andvíg því að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík. Um 37 prósent eru því hlynnt. Stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna eru jákvæðari en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. 10 7,5 5 2,5 0 Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík? Hægt er að sjá afstöðu fólks til byggingar mosku með því að raða henni á skala á bilinu núll til tíu, þar sem tíu er mjög fylgjandi, fimm er hlutlaus og núll er mjög andvígur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins Mjög fylgjandi 17,2% 19,4% 21,6% 13,5% 28,3% Mjög andvíg(ur) Frekar fylgjandi Hlutlaus Frekar andvíg(ur) Allir Mjög fylgjandi Frekar fylgjandi Hlutlaus Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) 4,6 4,5 Karlar 4,7 Konur Stuðningsmenn stærstu flokkanna 4,8 3,9 5,7 5,9 manna annarra flokka til spurning- arinnar. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 23. september. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að múslimar fái að reisa mosku í Reykjavík? Alls tóku 97,1 prósent afstöðu til spurningar- innar. brjann@frettabladid.is Sigurbjörg, var verið að steypa bæjarskrifstofunum í glötun? „Nei, þetta er bara tóm steypa.“ Sigurbjörg Kr. Hannesdóttir er forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar þar sem bæjarstjórinn stöðvaði verktaka sem notaði steypu, sem ekki var keypt þar innanbæjar, til að endurnýja gangstétt við bæjarskrifstofurnar. KONGÓ Að minnsta kosti þrjú hundruð manns var nauðgað í austanverðu Kongó í júlí og ágúst, að því er fram kemur í bráðabirgðaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um atburðina. Vopnaðir hópar manna, sem sumir voru hermenn, gerðu fjöl- margar árásir á fólk. Nærri þús- und heimili voru lögð í rúst og að minnsta kosti 235 konum, 52 stúlkum, þrettán körlum og þremur drengjum var nauðgað í þessum árásum, sumum oft. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áður viðurkennt að friðargæslu- liðar hafi í sumum tilvikum brugðist þessu fólki. - gb Bráðabirgðaskýrsla frá SÞ.: Hundruðum var nauðgað BRETLAND, AP Starfsfólk bresku konungsfjölskyldunnar fór þess á leit við opinberan sjóð, sem á að styrkja fátæklinga til að standa straum af húshitun, að greitt yrði úr sjóðnum til húshitunar fyrir konungsfjölskylduna. Svar barst, þar sem þessari málaleitan var kurteislega hafn- að. Reikningar fyrir húshitun, raf- magn og gas til bresku konungs- fjölskyldunnar höfðu hækkað um helming og námu rúmlega millj- ón pundum árið 2004, þegar bréf- ið var skrifað. - gb Bretadrottning fékk synjun: Bað um styrk til húshitunar LÖGREGLUMÁL Fjármálaráðuneytið og embætti ríkis- skattstjóra vinna nú að úrbótum við að lágmarka áhættu ríkissjóðs eftir að 270 milljónir voru sviknar út vegna endurgreidds virðisaukaskatts. Hrundið verður af stað víðtækri endurskoðun á stjórnun, verklagi, ferlum og meðferð gagna er tengj- ast virðisaukaskattsinnheimtu. Ráðist verður strax í þá endurskoðun og hún unnin eins hratt og kostur er. Áhættumat og áhættustjórnun verður hert, endur- bætur verða gerðar á innri og ytri ferlum, svo sem aðkomu starfsfólks, afgreiðsluhraða og krafna til stofnenda og stjórnenda fyrirtækja. Lagt verður sér- stakt mat á verklag meðal annars með hliðsjón af fjárhæðum til endurgreiðslu. Endurskoðaðir verða starfshættir við samanburð gagna, skráningu upp- lýsinga og innra eftirlit og loks er lagt mat á hvort ástæða sé til að breyta lögum eða reglugerðum, og þá í hverju slíkar breytingar ættu að felast. Gæsluvarðhald yfir einum af þeim sex, sem sæta gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fjár- svikamálinu, var í gær framlengt til 8. október. Um er að ræða starfsmann ríkisskattstjóra.Lögregla vinnur að rannsókn málsins. - jss Unnið að úrbótum til að lágmarka áhættu ríkissjóðs eftir stórfelld skattsvik: Herða reglur um virðisaukaskatt FYRIR DÓMARA Einn hinna sex sem sæta gæsluvarðhaldi vegna fjársvikamálsins var leiddur fyrir dómara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRAKKLAND, AP Um milljón manns hélt út á götur í helstu borgum Frakklands í gær til að mótmæla hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár. Verkföll trufluðu einnig starf- semi á flugvöllum, lestarstöðvum og í skólum. Nicolas Sarkozy forseti ákvað að hækka eftirlaunaaldur upp í 62 ár til þess að draga úr útgjöld- um ríkissjóðs í kjölfar heims- kreppunnar. - gb Frakkar mótmæla: Milljón manns á götunum ÍRLAND, AP Noel Graelish, óháður þingmaður á Írlandi, hefur hætt stuðningi við ríkisstjórn Brians Cowen vegna stefnu stjórnarinn- ar í fjármálum. Hann sagði það óþolandi „þegar við erum með heilbrigðis- kerfi sem er að falli komið,“ að stjórnin skuli verja tugum millj- arða punda til þess að styrkja skuldum hlaðna banka. Með brotthvarfi Graelish stendur stjórnin tæpt og líkur þykja hafa aukist á því að kosn- ingar verði strax á næsta ári. - gb Þingmaður gengur úr liði: Írska stjórnin stendur tæpt Systur taka árbakka í fóstur Systurnar Kolbrún og Auður Ingi- marsdætur, sem áður hafa, til minningar um foreldra sína, gefið Hveragerðisbæ 150 þúsund krónur til ræktunarstarfs á bökkum Varmár, hafa nú fengið leyfi til að taka í fóstur árbakkann frá Lystigarðinum að gisti- heimilinu Frosti og funa. Þar hyggjast systurnar planta ýmsum trjátegund- um öllum til yndisauka. HVERAGERÐI ALÞINGI Þingsályktunartillögur um að fyrrverandi ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi eru í samræmi við ákvæði stjórnarskrár- innar um rétt- láta málsmeð- ferð. Þetta er nið- urstaða meiri- hluta allsherj- arnefndar Alþingis sem skilaði Atla- nefndinni áliti sínu á málinu síð- degis í gær. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd er ósammála. Róbert Marshall, formaður allsherjarnefndar, segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið sú að þar sem eiginleg málsmeðferð hefjist ekki fyrr en landsdómur taki til starfa, hafi ekkert brot átt sér stað. „Í raun hefur því ekki enn komið til kasta 70. greinar stjórnarskrár,“ sagði Róbert. Atlanefndin fundar í dag og er búist við að hún afgreiði málið. - þj Allsherjarnefnd skilar áliti: Telur mannrétt- indi ekki brotin RÓBERT MARSHALL STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fyrrverandi utanríkisráð- herra neitar að hafa haldið upplýs- ingum frá Björgvin G. Sigurðssyni þáverandi viðskiptaráðherra um bága stöðu bankanna í aðdrag- anda bankahrunsins. Jafnframt að aldrei hafi verið rætt um banka- áhlaup á Landsbankann í Bret- landi á fundi sem hún sat með for- manni bankaráðs Seðlabankans í forsætisráðuneytinu í apríl 2008. Þetta kemur fram í bréfi sem Ingibjörg Sólrún sendi Alþing- ismönnum í gær vegna þings- ályktunartillögu þeirra Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðar- dóttur, fulltrúa Samfylkingar í þingmannanefnd. Þau hafa lagt til að Ingibjörg verði dregin fyrir Landsdóm í stað Björgvins. Í bréfinu fjallar hún um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ákúrur á hendur sér í forsætisráðherratíð Geirs H. Haarde. Ingibjörg Sólrún segir í bréfinu ekki hafa haldið upplýsingum frá samflokksfélögum sínum í ríkis- stjórninni í aðdraganda banka- hrunsins. Þvert á móti hafi hún miðlað upplýsingum af fundum með Seðlabankanum til ráðherra Samfylkingarinnar og trúnaðar- manna á ýmsum fundum. - jab Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa haldið upplýsingum frá Björgvin G. Sigurðssyni: Miðlaði upplýsingum áfram INGIBJÖRG SÓLRÚN Segist ekki hafa haldið upplýsingum frá þáverandi við- skiptaráðherra. SPURNING DAGSINS Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi boðar til aðalfundar kjördæmisráðsins í Skjólbrekku Mývatnssveit laugar- daginn 9. október 2010. Léttar veitingar í boði kl 12-13. Þinghald hefst kl 13.00. Dagskrá a. Skýrsla stjórnar og reikningar. b. Kjör stjórnarmanna skv. lögum kjördæmisráðsins c. Lagabreytingar d. Ávörp gesta e. Almennar stjórnmálaumræður f. Ályktanir g. Önnur mál Rétt til setu á kjördæmisþingi eiga allir formenn aðildarfélaga og einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn í aðildarfélögum kjördæmisráðsins. Þátttöku á kjördæmisþing skal tilkynnt til formanna aðildarfélaga. Stjórn kjördæmisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.