Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 30
30 25. september 2010 LAUGARDAGUR S aga Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) hefur í gegnum tíðina einkennst af tilvistarkreppum. Frá stofnun þess árið 1949 voru uppi efasemdir um þetta nýja hernaðarbandalag, þótt þær hafi fljótlega þagnað þegar kalda stríðið kólnaði fyrir alvöru. Vandi bandalagsins á undanförn- um árum hefur einkum falist í því að halda jafnvægi á milli þess að vera hefðbundið varnarbandalag og því að verja aðildarþjóð- irnar gagnvart nútíma- legri hættum en skrið- drekum með blaktandi rauðan fána Sovétríkj- anna. Hefðbundið hlutverk NATO er að verja land- svæði bandalagsríkja gegn innrás annarra ríkja. Nútímalegri skil- greining á varnarhlut- verkinu hefur falið í sér aðgerðir til að koma í veg fyrir að hægt verði að gera slíka árás, til dæmis með hernaði í Afganistan og eftir- liti með skipaferðum á Miðjarðarhafi. Það hefur ekki síst þótt mik- ilvægt á tímum þar sem innrás erlendra ríkja inn á landsvæði banda- lagsríkis þykir nær úti- lokuð. Vandamálin sem NATO stendur frammi fyrir í dag krefjast nýrra lausna. Markmið- ið er ekki lengur bara að geta stöðvað skriðdreka eða sprengjuflugvélar frá því að gera árásir á landsvæði aðildarríkj- anna. Nú beitir NATO sér til dæmis fyrir því að stöðva tölvuárásir og koma í veg fyrir hryðju- verk. Slíkar árásir stafa yfirleitt frá óvinum sem erfitt er að festa hend- ur á, ekki óvinaríkjum gráum fyrir járnum. Leiðtogar aðildar- ríkja bandalagsins munu reyna að samræma þessi nýju verkefni hefðbundnu hlutverki NATO á leiðtogafundi bandalags- ins sem fara mun fram í Lissabon í Portúgal seinnipartinn í nóvember. Þar er ætlunin að leggja fram og samþykkja nýja grundvallarstefnu (e. strategic concept) bandalagsins. Ný grundvallarstefna var síðast samþykkt árið 1999, og var áhersl- an þar á leiðir til að koma í veg fyrir átök og viðbrögð við átökum utan landsvæðis aðildarríkja NATO, sér- staklega á Balkanskaganum. Sú stefna þykir nokkuð úr sér geng- in, og hefur Anders Fogh Rasmus- sen, framkvæmdastjóri NATO, lagt mikla áherslu á að uppfæra stefn- una. Í grundvallarstefnu NATO verður annars vegar lýst ástandinu í örygg- ismálum í heiminum, og hins vegar hvað bandalagið geti gert til að verja aðildarþjóðirnar. Raunveruleg hætta af tölvuárásum „Heimurinn mun áfram verða afar óstöðugur, og líkurnar á einhvers konar ófriði eru að aukast frek- ar en minnka,“ sagði dr. Klaus Nauman, fyrrver- andi formaður hermála- nefndar NATO, sem hélt erindi um framtíð banda- lagsins á opnum fundi hér á landi nýverið. Nauman sagði að til lengri tíma litið megi búast við átökum í heimin- um af þrennum orsökum. Í fyrsta lagi þegar ríki ásælist landsvæði, þótt það muni einkum gerast utan áhrifasvæðis NATO. Það getur þó haft áhrif á aðildarríkin, einkum vegna mögulegs straums fólks sem flýr slík átök. Skortur á auðlindum gæti einnig orsakað átök í framtíðinni. Ekki bara skortur á olíu, heldur líka vatni og mikilvægum málmum. Þriðji þátturinn sem getur leitt til stríða er svo hlýnun jarðar, sem getur leitt til matar- og vatnsskorts, sem aftur leiði af sér gríðarlega fólksflutninga. NATO þarf einnig að velta fyrir sér öðrum ógnum sem ekki eru jafn augljósar en geta einn- ig haft alvarleg áhrif á bandalagsríkin, sagði Nauman. Dæmi um það séu hryðjuverk, alþjóðleg glæpastarfsemi, tölvu- árásir og fleira. „Möguleikunum á átökum fjölgar hraðar en þjóðir heims eiga mögu- leika á að bregðast við,“ sagði Naum- an. Hann sagði nýjar hættur kalla á breyttar aðferðir. Ekki sé lengur hægt að reikna með því að stöðva átök með hervaldi einu. Þá geti í raun ekkert ríki reiknað með að stilla til friðar án stuðnings öflugra alþjóð- legra samtaka eins og NATO. Hann tók þó fram að bandalagið geti ekki þróast út í að verða einhvers konar alheims-lögregla. Starfshópur undir stjórn Madel- eine Albright, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, skilaði tillögum að nýrri grundvallarstefnu í maí. Við það tilefni sagði Albright bandalagið hafa það hlutverk að tryggja öryggi íbúa aðildarland- anna. Það verði aðeins gert með sam- vinnu við lönd og samtök utan aðild- arríkjanna, til dæmis með náinni samvinnu við Rússland. Það endur- speglar raunar mikla áherslu innan NATO á betra samstarf við Rússland nú þegar ófriðaröldur vegna stríðs- átaka Rússlands við Georgíu í ágúst 2008 er farið að lægja. Nokkur af þeim atriðum sem sér- fræðingar telja líklegt að fjallað verði um í nýrri grundvallarstefnu eru útbreiðsla kjarnorkuvopna, loft- skeytavarnir, hryðjuverk, tölvuárás- ir, sjórán og orkuöryggi. Þá er líklegt að fjallað verði um aukið mikilvægi Norðurslóða nú þegar siglingaleið- ir um Norður-Íshafið gætu farið að opnast, sem og möguleikar á vinnslu auðlinda. En NATO verður einnig að horfa inn á við, segir Alyson Bailes, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og sérfræðingur í öryggismálum. Hún segir flest ríki geta verið sammála um mikilvægi öryggis í sem víðustu samhengi. Til dæmis hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á efnahagslegt öryggi, og aðrir hafa áhyggjur af orkuöryggi. Enn aðrir nefni smitsjúkdóma á borð við svínaflensuna. Spurningin sem aðildarríki NATO verða að spyrja er hvort banda- lagið sé rétti vettvangurinn til að bregðast við öllum þessum atrið- um, segir Bailes. NATO sé, þrátt fyrir allt, hernaðarbandalag sem sé sennilega ekki vel til þess fallið að skipta sér af efnahagsmálum eða hefta útbreiðslu sjúkdóma. Til þess séu önnur alþjóðasamtök með fjöl- breyttari tæki í verkfæratöskunni en NATO betur fallin. „Eflaust verður að minnast á þessi atriði í nýju grundvallarstefnunni, en þegar upp er staðið verður að spyrja; hvað getur NATO gert í þess- um málum? Og svarið er; afskaplega lítið,“ segir Bailes. Búast má við að erfiðast verði að ná einhvers konar jafnvægi milli áherslu á hefðbundnar varnir Evr- ópu og nútímalegri aðferðir á leið- togafundinum í Lissabon, segir hátt- settur erlendur sérfræðingur sem starfar innan NATO. Hann óskaði nafnleyndar þar sem hann hefur ekki heimild til að tjá sig opinber- lega. Margir leiðtogar aðildarríkja NATO munu vilja líta inn á við, segir sérfræðingurinn. Mörg aðildarríkj- anna glíma við alvarlega fjármála- kreppu. Fyrir ríki sem eyða gríðar- legum fjárhæðum til hernaðarmála árlega er freistandi að skera niður þau útgjöld þegar engin utanað- komandi ógn virðist steðja að, segir heimildarmaður Fréttablaðsins. Það gengur þvert gegn stefnu NATO, og því er líklegt að bandalagið reyni að draga eins og hægt er úr þeim nið- urskurði. Klaus Nauman komst að svipaðri niðurstöðu í erindi sínu hér á landi á dögunum. Hann sagði sérlega mik- ilvægt fyrir NATO að ná árangri í Afganistan. Hrökklist herlið NATO frá landinu með skottið milli lapp- anna verði það eflaust vatn á myllu þeirra þjóðarleiðtoga sem vilji að NATO einbeiti sér að hefðbundnu varnarhlutverki sínu í Evrópu. Hernaður ekki síðasta úrræðið Nauman segir mikilvægt fyrir NATO að útiloka ekki að fara með vopnum gegn ríki stafi aðildar- ríkjum bandalagsins bein hætta af því ríki. Sú hætta geti falist bæði í aðgerðum stjórnvalda í ríkinu, en einnig í aðgerðarleysi þeirra, til dæmis gagnvart hryðjuverkasam- tökum sem noti ríkið sem stökkpall fyrir árásir á aðildarríki NATO. „Nýja grunvallarstefnan gæti innihaldið, og ætti að innihalda, stefnu varðandi hernaðaraðgerðir af fyrra bragði sem miða að því að koma í veg fyrir árás á bandalags- ríkin,“ sagði Nauman. Hann sagði það úrræði alls ekki eiga að vera fyrsta val bandalagsins, en trúlega ekki heldur það síðasta. Hann segir NATO verða að búa sig undir að mæta hættum á átaka- svæðum utan bandalagsins, hvar svo sem þær kunni að finnast. Markmið- ið með því hljóti að vera að halda hættunum, og þar með átökunum, utan landsvæða aðildarríkjanna. Alyson Bailes segir að það væri skynsamlegt af aðildarríkjum NATO að leggja aukna áherslu á að við- halda stöðugleika í Evrópu og næsta nágrenni hennar. Það kalli á að enn meiri áhersla verði lögð á að bæta samband NATO við Rússland. Það er raunar sérstakt áhugamál margra bandalagsþjóða, landa á borð við Pólland og önnur fyrrum austan- tjaldsríki, en einnig landa á borð við Noreg. „Öllum þessum ríkjum finnst sem köldu andi frá Rússlandi um þessar mundir,“ segir Bailes. Leiðtoga aðildarríkja NATO bíður erfitt verkefni við að sætta mismun- andi sjónarmið um hlutverk banda- lagsins í Lissabon í haust. Verkefn- ið er í raun að koma í veg fyrir að þetta aldna varnarbandalag verði úrelt á. Hvort það tekst mun tíminn einn leiða í ljós. Leiðtogar aðildarríkja NATO munu ræða nýja grundvallarstefnu (e. strategic concept) bandalagsins á leiðtogafundi í Lissabon í Portúgal í nóvember. Búast má við að eftirfarandi komi fram í stefnunni: ■ Lýsing á þeim hættum sem taldar eru steðja að aðildarríkjunum. ■ Upptalning á verkefnum NATO þar sem reynt er að halda jafnvægi milli hefðbundinna landvarna og viðbragða við nútímalegri ógnum. ■ Áherslur í samvinnu við lönd sem ekki eru í bandalaginu, svo sem Rúss- land og lönd í Mið-Austurlöndum. ■ Pólitísk afstaða til mögulegrar stækkunar bandalagsins. ■ GRUNDVALLARSTEFNA Áherslur Íslands við undirbúning nýrrar grundvallar- stefnu hafa verið á það grundvallarhlutverk NATO að tryggja öryggi aðildarríkjanna, og á málefni norður- slóða, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir jafnframt að Ísland hafi tekið undir með þeim sem vilji víkka út varnarhlutverkið, til dæmis þannig að það nái til efnahagslegs öryggis aðildar- ríkjanna. „Af því tilefni hef ég bent á að við erum eina þjóð- in í NATO sem hefur orðið fyrir því að önnur ríki sem eru aðilar að NATO hafa haft uppi háttsemi sem ekki stuðlar að efnahagslegu öryggi okkar,“ segir Össur. Þar vísar hann til kröfugerðar Bretlands og Hollands vegna Icesave-málsins. Spurður um áherslur innan NATO á hernaðar- aðgerðir að fyrra bragði sem eigi að tryggja öryggi bandalagsríkjanna segist Össur síður en svo ginkeypt- ur fyrir því að Ísland taki þátt í aðgerðum af þeim toga. Vart verði séð að tilefni sé til að vera með slíkar aðgerðir á dagskrá. ■ ÍSLAND VILL ÁHERSLU Á EFNAHAGSLEGT ÖRYGGI Saga Atlantshafsbandalagsins virðist helst einkennast af því að banda- lagið lendir í hverri tilvistarkreppunni á fætur annarri. Brjánn Jónas- son kynnti sér hvernig vandamálin sem þetta 60 ára varnarbandalag þarf að glíma við hafa breyst, og hvernig áherslum banda- lagsins verður mögulega breytt svo það geti tekist á við nútíma vandamál á leiðtogafundi þess í Portúgal. NATO í tilvistarkreppu – aftur HERNAÐUR Það er liðin tíð að hægt sé að ljúka átökum með hern- aði einum og sér. Nú þarf herstjórn Atlantshafsbandalagsins að taka þátt í uppbyggingarverkefnum jafnt sem hernaði í Afganistan eigi markmið bandalagsins með hernaðinum að nást. N O R D IC PH O TO S/ A FP Nýja grund- vallarstefn- an ætti að innihalda stefnu varðandi hernaðar- aðgerðir að fyrra bragði sem miða að því að koma í veg fyrir árás á bandalags- ríkin. Dr. Klaus Nauman fyrrverandi for- maður hermála- nefndar NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.