Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 68
32 25. september 2010 LAUGARDAGUR J úlía Hreinsdóttir er heyrn- arlaus, fædd árið 1964, og hefur því upplifað tímana þegar notkun táknmáls var bönnuð og svo málfrelsið, í bókstaflegri merkingu, sem varð á 9. áratugnum þegar ný stefna var tekin í mál- efnum heyrnarskertra og heyrn- arlausra. Júlía starfar í dag sem fagstjóri Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og var, ásamt Valgerði Stefánsdótt- ir, forstöðumanni stofnunarinnar, viðstödd merkan atburð í sumar í Vancouver, þegar sama ráðstefnan og samþykkti táknmálsbannið árið 1880, International Congress on the Education of the Deaf, ICED, báðust afsökunar á þeirri ákvörðun. Mikil geðshræring „Þetta var ótrúleg stund, að vera viðstödd þessa afsökunarbeiðni. Heyrnarlausir, sem höfðu upplifað það að mega ekki tala táknmál, eins og ég, stóðu upp og allur salurinn grét og klappaði. Ég fékk gæsahúð og trúði því ekki að það væri fyrst núna, 130 árum síðar, sem beðist var afsökunar á táknmálsbanninu, og ég orðin 46 ára,“ segir Júlía. Ráðstefna kennara heyrnarlausra í Mílanó á Ítalíu bannaði táknmál árið 1880. Í staðinn áttu heyrnarskertir og -laus- ir að læra að „tala betur“, læra vara- lestur og raddmálsstefnan svokall- aða tók yfir. Blómaskeið fyrir banntímann „Við köllum þetta einangrunar- tímabilið, um 100 ár sem höfðu dýr- keypt áhrif á líf og menntun heyrn- arlausra. Fyrir þessa ráðstefnu var í raun blómaskeið hjá heyrnarlaus- um. Þá gat heyrnarlaust fólk mennt- að sig jafnt á við aðra og notið sömu lífsgæða og heyrandi. Á ráðstefn- unni var talað um að táknmál væri í raun ekki mál, en táknmálið hafði þá lítt verið rannsakað sem slíkt. Þess í stað var sagt að táknmál væri bara einhverjar bendingar, einhvers konar apamál og best væri að leggja rækt við raddmálið og varalestur. Fyrir bannið lærðu allir heyrnar- skertir táknmál,“ segir Júlía. Heimurinn látinn vita Á ráðstefnunni skrifuðu fundar- menn undir viljayfirlýsingu að sam- vinnu þess efnis að táknmálið verði viðurkennt sem mál og heimurinn látinn vita af afsökunarbeiðninni. „Foreldrum og kennurum var uppálagt að læra ekki, kenna né nota táknmál. Ekki átti að halda táknmálinu að heyrnarlausum börn- um á neinn hátt. „Skilaboðin til for- eldra voru einfaldlega: „Þú ert að eyðileggja möguleika barnsins á að geta talað íslensku og þar sem allir tala íslensku í kringum barnið verð- ur það að læra hana til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þetta voru ekk- ert vondar manneskjur sem tóku þessa ákvörðun en það verður að segjast eins og er að þetta var voða- lega vitlaust. Fáfræði og heimska er hins vegar oft það sem er hvað grimmast. Heyrnarlausir höfðu ekki líffræðilega möguleika á að skilja eða læra íslenskuna. Fólkið sem ákvað þetta vissi ekki að táknmál- ið var mál og eina færa leiðin fyrir heyrnarlausa til að eiga samskipti við umheiminn,“ segir Valgerður. Upplifðu þetta sem pyntingar Unnið var hérlendis eftir raddmáls- stefnunni, „oralismanum“ svokall- aða, allt fram á 9. áratuginn og Val- gerður segir að börnin sem hafi búið við kennsluaðferðirnar hafi upplif- að þær sem pyntingar. „Það er and- legt ofbeldi þegar kennarinn talar mál sem barnið hefur ekki líffræði- lega möguleika á að skilja og barn- ið reynir að tjá sig og foreldrar og kennarar skilja það ekki. Á þessum tíma gátu foreldrar ekki einu sinni alið upp börnin sín. Það var bara svart og hvítt, að tukta til eða kyssa. Foreldrarnir geta ekki útskýrt, kunnandi ekki táknmál; „Ekki gera svona, ekki lemja systur þína, því þá meiðir hún sig.“ Það þýddi um leið að börnin fengu ekki aðstæður til að ná eðlilegum þroska.“ Valgerð- ur bætir við að varalestur sé stór- lega ofmetinn. Það sé ekki hægt að kenna varalestur þannig að fólk geti notast við aðferðina þannig að mein- ingin skili sér því mikið af málhljóð- um sjást ekki á vörunum. Lokuð inni í glerkúlu „Það er ekki hægt að kenna fólki að sjá það sem er ekki sýnilegt, frem- ur en að það er hægt að kenna fólki sem heyrir ekki að heyra. And- lega ofbeldið og einangrunin sem fólst í táknmálsbanninu var mikil. Breiðavíkurnefndinni var aðeins falið að skoða líkamlegt ofbeldi og þess vegna kom ekki fram í skýrslu þeirra andlega ofbeldið, en það er það sem heyrnarlaust fólk talar mest um. Andlega ofbeldið var miklu stærri þáttur en líkam- lega misnotkunin. Manneskjurnar voru eins og lokaðar inni í glerk- úlu, skildu ekki hvað var að gerast í kringum þær og gátu ekki átt sam- skipti við heyrandi fólk, ekki einu sinni nánustu fjölskyldu.“ Varalestur ofmetinn Þegar táknmálið var hreinsað út úr samfélaginu urðu heyrnar- lausir minna sjáanlegir, með litla menntun. „Ég upplifði báða tímana. Áherslan var mest á varalestur, örlítið á skrift en heyrnarlausir gátu ekki kafað djúpt ofan í neina hluti. Við vorum svipt miklum lífsgæðum með því að mega ekki nota táknmál. Fólk heldur að það séu lífsgæði að kunna íslensku en það er ekki mál sem við getum tileinkað okkur nema að svolitlu leyti. Það að geta verið afslappaður og spjallað við einhvern á tungumáli sem er manni eðlislægt og maður getur notað auðveldlega, án áreynslu, það eru alvöru lífsgæði. Ég er fædd heyrnarlaus og hef æft mig allt mitt líf í varalestri en er alls ekki góð. Ég verð mjög þreytt við þá áreynslu að reyna að lesa af vörum. Heyrnarskertir verða að fá að eiga þessa tvo heima,“ segir Júlía. Vel til hafðir heyrnleysingjar Táknmálið byrjaði að fá uppreisn æru hérlendis sem fyrr segir á 9. áratugnum. Árið 1986 var í fyrsta skipti túlkað á táknmáli opinberlega á Menningarhátíð Norðurlanda sem fram fór hér á landi. Kennarar og systkini heyrnarlausra túlkuðu og í eitt ár var þeim kennt táknmál fyrir hátíðina. Fyrst þá var farið að tala um táknmál á ný sem mál, með sína eigin málfræði og setningaskipan, og fólk var hissa á að heyra það að sögn Valgerðar og Júlíu. „Táknmáls- fréttirnar breyttu til dæmis miklu. Fyrst þegar fólk sá þulina í sjón- varpinu sögðu margir: „Bíddu, hún er þó ekki heyrnarlaus þessi í sjón- varpinu. Hún sem er svo lagleg.“ Það er misjafnt eftir löndum hvað miðað er við að bannið hafi staðið lengi. Hér á landi var Samskipta- miðstöðin stofnuð árið 1990 og það var fyrsta viðurkenningarskrefið í því að táknmál væri fullgilt mál. „Mikið hafði þó tapast í menntun á þessum rúmu 100 árum. Kennararn- ir kunnu ekki kennsluaðferðir og að nota táknmál sem kennslumál. Það voru hvorki til táknmálskennarar né táknmálstúlkar þegar við Júlía byrjuðum að vinna hérna var ekki til námsefni á táknmáli,“ segir Val- gerður. Hættulegt málleysi Júlía segist finna fyrir þróun alls staðar í heiminum í átt til raddmáls- stefnu vegna nýrrar tækni. Nú gang- ast flest börn sem fæðast heyrn- arlaus undir kuðungsígræðlu. Að hennar mati er mikilvægt að börn- in séu örvuð strax með táknmáli frá fæðingu, þar sem líkur eru á að barnið muni þurfa að nota það, eitt og sér, eða með talmáli. Börn fara yfirleitt ekki í kuðungsígræðslu fyrr en þau eru ársgömul og það tekur tíma til að fá tækið til að virka. “Það þarf skilyrðislaust að nýta þetta mikilvæga næmnisskeið barna fyrir máltöku í táknmáli og foreldrarnir eiga að fá handleiðslu um málörv- un og máluppeldi barnsins. Helst viljum við sjá að þessi börn fái svo áfram málörvun á báðum málun- um, íslensku og táknmáli, eftir kuð- ungsígræðsluna og verði tvítyngd. Reynsla annarra þjóð hefur sýnt að einn þriðji hluti barna græðir ekki á kuðungsígræðslunni og einn þriðji hluti nær góðum árangri. Við sjáum í dag börn sem ekki hafa getað nýtt sér kuðungsígræðsluna og fá jafn- framt mjög lítið táknmál. Því eru þau sama sem mállaus. Einnig eru börn sem fá ekki fullgóða heyrn af kuðungsígræðslunni og fyrir þau er mikilvægt að eiga líka táknmálið, til að geta tjáð sig og skilið fullkom- lega. Auk þeirra sem fá kuðungs- ígræðslu eru börn með alvarlega heyrnarskerðingu sem þurfa á tákn- máli að halda, “ segir Júlía. Báðust afsökunar eftir 130 ár Í 100 ár máttu heyrnarlausir ekki nota táknmál. Heyrnarlausir áttu að læra að „heyra betur“, en ekki notast við eina málið sem var þeim eiginlegt. Júlía Hreinsdóttir upplifði bannið sem Alþjóðaleg ráðstefna kennara heyrnarlausra setti árið 1880. Júlía Mar- grét Alexandersdóttir hitti Júlíu og Valgerði Stefánsdóttur sem voru viðstaddar afsökunarbeiðni skipulagshóps ráðstefnunnar. LÍF FYRIR OG EFTIR BANN Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, og Júlía Hreinsdóttir, fagstjóri stofnunarinnar. Arnþór Hreinsson myndlistarmaður gerði málverkið í baksýn sem táknar annars vegar lífið þegar táknmálsbannið ríkti og svo hvernig heimurinn opnaðist fyrir heyrnarlausa á ný eftir að rofaði til. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, segir baráttuna fyrir táknmálinu hafa verið langa og í mörg ár hafi verið reynt að fá það viðurkennt. „Helsta vonin okkar nú í dag er bundin við störf framkvæmdanefndarinnar sem vinnur að því að kortleggja þjónustu hjá heyrnarlausum og heyrnarskertum. Framkvæmdanefndin mun samkvæmt áætlun ljúka störfum fyrir jól og í einni tillögunni er kveðið á um að táknmálið verði viðurkennt sem fyrsta mál. Vonum við því að ríkisstjórnin muni fallast á þá tillögu. Viðurkenning táknmáls hefur oftar en einu sinni farið inn á borð hjá Alþingi en aldrei náð það langt að fá viðurkenningu. Mikilvægt er, ásamt þessu öllu, að viðurkenna líka þörf á túlkaþjónustu í atvinnulífi heyrnarlausra. Margir eru nú við háskólanám og eiga eftir að útskrifast þaðan, Til þess að njóta sín í atvinnulífi á Íslandi og ná starfsframa er mikilvægt að tryggja heyrnarlausum og vinnuveitendum aðgang að táknmálstúlki sem nýtist í atvinnulífinu.“ ■ BARÁTTAN FYRIR TÁKNMÁLINU Nú hefur Asian flutt frá Suðurlandsbraut 32 og opnað í nýju og stærra húsnæði og næg bílastæði að Kauptúni 3 (beint á móti IKEA). Asian er með mikið úrval af hráefni í Asíska matreiðslu og sushi gerð. Erum með nýjan matseðil í Asian Take Away. Kv. Starfsfólk Asian
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.