Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 22
22 25. september 2010 LAUGARDAGUR Þú hefur sagt að það þurfi mikið að gerast til að þú greiðir ekki atkvæði með tillögu meirihluta þingmannanefndar Atla Gísla- sonar um ákærur á hendur fjór- um fyrrverandi ráðherrum. Hvers vegna? „Vegna þess að nefndin starfaði samkvæmt lögum og hefur kom- ist að ígrundaðri niðurstöðu. Þetta breytir því ekki að málið er okkur öllum erfitt. En það er náttúrlega allt þetta hrun svo mörgu fólki. Ég set ekki undir sama hatt glæpsam- leg ásetningsbrot annars vegar og pólitískan aulagang og yfirsjónar- brot hins vegar. Enda taka gerólík lög til þessara mismunandi gjörða. En það er staðreynd að þær ríkis- stjórnir sem sátu að völdum brugð- ust. Þarna voru leiðsögumennirnir út í hrunið. Þarna var fólkið sem hvatti til þess að Ísland yrði gert að einni allsherjarfjárfestingar- paradís – spilavíti á heimsvísu. Menn fóru út í lönd til að segja að hér væri allt í himnalagi. Ætlum við síðan núna að segja að ekkert hafi farið úrskeiðis í Stjórnarráð- inu og í stjórnmálum almennt? Það sem mörgum – og mér líka – finnst erfitt og ósanngjarnt er að brot þeirra sem upphaflega vörð- uðu þessa leið og gengu lengst í þessum efnum eru fyrnd. Þau eru komin út úr myndinni. En þau sem leiddu okkur síðasta spölinn fá þetta allt í fangið ein. Það er engu að síður svo að þáverandi ríkis- stjórn sýndi ekki bara andvara- leysi heldur var hún enn að fylgja stefnu sem var fullkomlega galin alveg fram á síðasta dag. Ég minn- ist þess að vorið 2008 var reynt að koma í gegnum þingið lögum sem opnuðu fyrir skortsölu fyrir líf- eyrissjóðina, með öðrum orðum að opna á leiðir fyrir lífeyrissjóð- ina til að taka þátt í frekara braski. Þetta var stjórnarfrumvarp, lagt fram þegar bankarnir voru við það að hrynja. Ég tek þetta bara sem dæmi. Auðvitað þarf enginn að láta sér bregða í brún þótt fólk sé kallað til ábyrgðar samkvæmt lögum. Það er ekki þar með sagt að fram séu settar ásakanir um óheiðarleika, í skilningi þess sem við höfum séð gerast í bankakerfinu. Ég geri mikinn greinarmun þarna á milli. Við þurfum að skilja að þetta snýst um ráðherraábyrgð og lög um hana voru ekki sett að tilefn- islausu. Hins vegar vil ég fá rann- sókn á einkavæðingu bankanna – og einkavæðingunni almennt – vegna þess að þar tel ég að þess- ir tveir heimar, annars vegar hinn pólitíski heimur ráðherraábyrgðar og hins vegar hinn sviksami heim- ur ásetningsbrotanna, skarist.“ Jóhanna Sigurðardóttir er ósam- mála þér um ágæti starfa þing- mannanefndarinnar og f lutti mikla ræðu um málið á þingi í vik- unni. Hún talaði meðal annars um að mannréttindi hefðu hugsanlega verið brotin á þeim fjórmenning- um sem þarna um ræðir. Þú ert nú ráðherra þess málaflokks. Hvað fannst þér um þá ræðu? „Við skulum ekki gleyma því að þingmannanefndin er ekki að dæma þetta fólk. Hún vísar gjörð- um þeirra, með hliðsjón af lögum um ráðherraábyrgð, til fjölskip- aðs dómstóls þar sem sitja fimm- tán einstaklingar sem þekkja allra best til réttarkerfisins. Alþingi er ekki að kveða upp sinn endanlega úrskurð, heldur segja: Það eru meiri líkur en minni á að lögum hafi ekki verið fylgt og við viljum fá úr því skorið fyrir landsdómi. Þannig að mannréttindi hafa ekki verið brotin á einum eða neinum og það stendur ekki til að gera. Hins vegar hefði ég talið að núverandi forsætisráðherra sem sat í ríkisstjórn á þessum tíma, og var auk þess í innsta hring, mundi tala af varúð, hófsemi og virðingu um alla nefndarmenn þingmanna- nefndarinnar. Ekkert okkar er þess umkomið að bera Atla Gísla- son og þá sem sitja í þingmanna- nefndinni þungum sökum um að brjóta mannréttindi á fólki. Ég hef tekið eftir því að sumir stjórnmálamenn hafa nú í hótun- um við núverandi ráðherra og ráð- herra framtíðarinnar um að þeirra kunni að bíða landsdómur. Þessar hótanir skil ég ekki. Er eitthvað að því að hafa lög sem eiga að koma í veg fyrir andvaraleysi og mis- beitingu valds? Svar mitt við því er nei.“ Engin pólitísk hrossakaup Bæði Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir sögðu við ráð- herraskiptin að það að þú kæmir inn í ríkisstjórn væri tilraun til að þétta raðirnar og styrkja stjórn- ina. Af hverju er ríkisstjórninni betur borgið með þig innan borðs en utan? Munt þú og þínir samherj- ar í flokknum verða þægari og hafa ykkur minna í fammi fyrst þú ert kominn í þetta embætti? „Nei, alls ekki. Ef verið er að gefa í skyn að hrossakaup hafi átt sér stað þá fer því víðs fjarri. Hins vegar er því ekkert að leyna að það var mikil óánægja með það sem gerðist haustið 2009 hjá mjög mörgum, innan míns flokks og víðar. Ég vísa þar í deilurnar um Icesave, sem urðu þess valdandi að ég fór úr ríkisstjórninni. Mér var eftirsjá að því að fara úr heilbrigðisráðuneytinu á sínum tíma. Þar átti ég mjög gott sam- starf við fjölda fólks sem allt vann að sama marki. Ég starfaði þar með mjög öflugu embættismanna- kerfi og síðan heilbrigðisstéttun- um sem vinna sitt starf gríðar- lega vel. Stjórnmálamenn gera oft mikið úr eigin verkum og stæra sig af þeim. En hin raunverulegu afrek eru unnin í hvunndeginum af hinum almenna starfsmanni sem oft þarf að taka á sig aukið erfiði og vanda vegna ákvarðana stjórnmálamanna. Í heilbrigðis- þjónustunni er árangur og sigrar ekki síst starfsfólkinu að þakka – ekki þeim sem situr á ráðherra- stóli þá stundina eða hina. Það er hins vegar hlutverk ráðherrans að reyna að örva menn til verka og dáða og kalla það besta fram í hverjum og einum. Öflug heil- brigðisþjónusta verður ekki rekin með tilskipunum. Sjúklingar vilja það ekki, starfsfólkið vill það ekki og þjóðin vill það ekki.“ Loftrýmisgæslan gott dæmi um arfleifð kalda stríðsins Varnarmálastofnun er að líða undir lok en einhvern tímann á næstu misserum er stefnt að því að verkefni hennar eigi að færast undir nýja stofnun á vegum inn- anríkisráðuneytisins þíns. Verður það eitthvað annað en ný Varnar- málastofnun? „Það hefur aldrei staðið til að setja nýja stofnun á laggirnar. Þvert á móti er verið að leggja niður stofnun. Þeim verkefnum sem áfram verður haldið verður komið fyrir á viðeigandi stöðum. Nefnd á vegum fimm ráðuneyta fer nú yfir hvernig sé best að haga því og niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega.“ En þú hefur í gegnum tíðina ekki verið sérstaklega gefinn fyrir land- varnir eða samvinnu við NATO. „Það hefur lengi verið mín skoð- un að við eigum að hefja okkur upp úr hjólförum kalda stríðsins og hugsa öryggismál í miklu víð- ara samhengi. Hernaðarstarfsemi hefur ekki reynst heiminum sér- staklega vel. Landhelgisgæslan hefur til að mynda verið mikilvæg- ari fyrir öryggi Íslendinga heldur en nokkurn tímann hernaðarleg starfsemi, hvort sem var á Mið- nesheiði eða innan NATO.“ En þessi loftrýmisgæsla sem hefur verið hér og annað slíkt varnarsamstarf? Munt þú leitast við að draga úr því? „Loftrýmisgæslan er gott dæmi um arfleifð kalda stríðsins og það er merkilegt hversu langan tíma tekur menn að laga sig að breytt- um heimi. Ég er einn af þeim sem helst vilja að Íslendingar gangi úr NATO og hef verið talsmað- ur þess að við efnum til þjóðar- atkvæðagreiðslu um veru okkar þar, eins og hefði átt að gera árið 1949. Sem ráðherra framkvæmi ég hins vegar vilja Alþingis og hann hefur ekki staðið til úrsagnar úr NATO, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Finnst þér þá einhver þörf á sér- stakri stofnun utan um þessi varn- ar- og öryggismál? „Nei, enda er hún lögð niður og við ætlum að hugsa þessa hluti upp á nýtt.“ Stór hópur í stórfelldum svikum Lögreglan er áhugasöm um að fá svokallaðar forvirkar rannsóknar- heimildir. Þú deilir ekki þeim mikla áhuga. Hefurðu sest niður með forsvarsmönnum lögreglunn- ar og farið yfir þessi mál? „Já, ég hef gert það. Ég er mikill efasemdarmaður um þessi mál og hef horft til fyrri tíma og samsvar- andi greiningardeilda í grannríkj- um okkar. Ég er hins vegar alveg sammála forvera mínum í embætti og lögreglunni um að það þarf að stíga markviss skref til að berj- ast gegn skipulagðri glæpastarf- semi, hvort sem við erum að tala um verslun með fíkniefni eða man- sal, en við megum aldrei ganga svo langt að það verði á kostnað mann- réttinda.“ Ertu að segja að það sé svigrúm til að rýmka þessar heimildir? „Nei, ég er ekki að segja það. Ótakmarkaðar heimildir lögreglu til að safna gögnum um fólk koma ekki til greina. Hins vegar verð- ur lögreglunni að vera gerlegt að rannsaka skipulagða glæpastarf- semi, en aldrei öðruvísi en að fengnum úrskurði dómstóla.“ Hvernig finnst þér rannsókn á málum tengdum bankahruninu hafa gengið? „Ég hef sagt að ef okkur tekst ekki að upplýsa um hvað raunveru- lega gerðist hvað varðar glæpsam- leg ásetningsbrot í fjármálakerfinu þá verður þjóðin með timburmenn í 300 ár. Ég held að það hafi verið mikið gæfuspor að fá hingað Evu Joly til ráðgjafar, aðhalds og eftir- fylgni í þessum málum. Það hefur líka skipt máli fyrir ásýnd okkar erlendis. Hún er tákngervingur trú- verðugra rannsókna í Frakklandi, Bretlandi og víðar. Ríkisstjórnin hefur sett umtalsvert fjármagn inn í embætti sérstaks saksóknara og þar hefur fengist til starfa önd- vegislið. Nú bíðum við eftir niður- stöðum úr þessum rannsóknum og væntanlegum dómsmálum.“ Hefurðu trú á því að stór hópur manna muni enda í fangelsi fyrir það sem þeir gerðu? „Ég ætla ekki að leyfa mér að hafa skoðanir á því og bíð niður- stöðu dóms. En það er augljóst að við værum ekki að setja þessa miklu fjármuni í rannsókn ef ekki væri rökstuddur grunur um að hér hafi verið framdir stórfelldir glæp- ir. Það er verið að rannsaka rök- studdan grun um að hrunið hafi ekki verið mistök heldur hafi verið á ferðinni stór hópur sem ástundaði sviksamlegt atferli af ásetningi.“ Ranglæti sem stingur í augun Þínir samflokksmenn hafa ekki alltaf verið á eitt sáttir við meðferð Íslendinga á flóttafólki og útlend- ingum sem hingað flytjast. Síðast í vikunni bárust fréttir af því að við værum að hóta að senda konu úr landi sem hefur búið hér árum saman af því að hún er skilin við manninn, við endursendum enn flóttamenn til Grikklands þrátt fyrir að flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna sé andvíg því og þannig mætti lengi telja. Er þetta forsvaranlegt ástand eða munt þú gera eitthvað í þessum málum? „Reyndar hefur ýmislegt verið gert á undanförnum mánuðum til úrbóta. Þannig lét forveri minn í embætti dómsmálaráðherra setja á laggirnar nefnd fulltrúa allra þeirra stofnana sem koma að þess- um málum – lögreglunnar, Útlend- ingastofnunar, Rauða krossins og annarra – til að samræma aðgerð- ir. Þrjú lagafrumvörp voru sam- þykkt á Alþingi nú í september og með þeim hefur réttarstaða hælis- leitenda og annarra útlendinga sem hér búa, og eru ekki frá hinu marg- rómaða EES-svæði, verið styrkt til muna. Ég mun halda áfram á þess- ari vegferð. Varðandi málefni einstaklings- ins sem átti á hættu að vera vísað úr landi vegna þess að hann er með breytta hjúskaparstöðu þá hef ég kannað það mál og það er til skoð- unar á öðrum vettvangi – inni í félagsmálaráðuneyti og hjá Vinnu- málastofnun. Dæmi sem þetta þykir mér mjög umhugsunarvert en ég Hefur ekki lofað að vera þægur Ögmundur Jónasson stýrir nú dómsmála- og samgönguráðuneytum. Stígur Helgason tók hann tali um álitaefni sem undir hann heyra. Forsætisráðherra var í innsta hring og ætti því að fara varlega í að útdeila ákúrum, segir hann um umdeild landsdómsmál. ENGAR ÓTAKMARKAÐAR HEIMILDIR „Ótakmarkaðar heimildir lögreglu til að safna gögnum um fólk koma ekki til greina. Hins vegar verður lögreglunni að vera gerlegt að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi, en aldrei öðruvísi en að fengnum úrskurði dómstóla.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er staðreynd að þær ríkisstjórnir sem sátu að völd- um brugðust. Þarna voru leiðsögumennirnir út í hrunið. Þarna var fólkið sem hvatti til þess að Ísland yrði gert að einni allsherjarfjárfestingarparadís – spilavíti á heimsvísu. FRAMHALD Á SÍÐU 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.