Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 4
4 25. september 2010 LAUGARDAGUR Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur er ekki sérfræðingur í ungum afbrota- mönnum og netfíkn, eins og Frétta- blaðið sagði í byrjun mánaðarins. LEIÐRÉTTING EVRÓPUFÁNINN Lissabon-sáttmálinn kveður meðal annars á um að ESB hlut- ist ekki til um málefni sem aðildarríki getur sjálft leyst úr. MYND/ÚR SAFNI EVRÓPUMÁL Fyrr í þessum mánuði hófst vinna hjá þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytis við að þýða Lissabon-sáttmála Evrópusam- bandsins yfir á íslensku. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið í byrjun næsta árs. Kostnað af þessu ber ráðuneyt- ið og er hann á fjárlögum. Sam- kvæmt upplýsingum úr ráðu- neytinu er viðbúið að ESB taki kostnaðinn á sig, verði landið hluti af ESB. Téð skjal var samþykkt 2009 og stundum kallað umbótasáttmáli. Því er ætlað að auka skilvirkni og lýðræði í ESB. - kóþ Verklok í byrjun næsta árs: Lissabon-sátt- málinn þýddur MANNRÉTTINDAMÁL Kúbufeðgarnir komnir heim Kúbversku feðgarnir sem flúðu land fyrr í mánuðinum eru komnir aftur heim til Íslands. Þeir yfirgáfu landið sökum mikilla kynþáttafordóma og miklar skemmdir voru unnar á heimili þeirra. TYRKLAND, AP Tyrkneska stjórnin vill ekki leyfa kennslu á kúrdnesku í skólum landsins. Kúrdar í Tyrklandi hafa ára- tugum saman barist fyrir auknum réttindum og jafnvel stofnun sjálf- stæðs ríkis. Ein helsta krafa kúrda hefur verið sú að kúrdnesk börn fái að stunda nám á móðurmáli sínu. Recep Tayyip Erdogan forsætis- ráðherra hefur sagst staðráðinn í að leysa deilu stjórnvalda við kúrda, en átök út af henni hafa kostað tugi þúsunda lífið undan- farna tvo áratugi. - gb Kröfu kúrda hafnað: Engin kennsla á kúrdnesku FJÁRMÁL Tap 56 þúsund einstakl- inga vegna glataðrar hlutabréfa- eignar í bönkunum og nokkrum öðrum almenningshlutafélögum sem fóru í þrot í framhaldi banka- hrunsins nam samtals 183 millj- örðum króna. Tap fólks var mismikið. Lang- flestir, um fjörutíu þúsund, töpuðu fjárhæðum upp að einni milljón króna. Tæplega átta þúsund töpuðu frá einni til þremur milljónum og 3.400 manns töpuðu á bilinu þrem- ur til sex milljónum. Þessar upplýsingar er að finna í gögnum sem Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét taka saman í byrjun ársins. Í þeim er greint á milli þeirra sem áttu meira eða minna en 50 milljónir í hlutabréfum. Fram kemur að 286 einstaklingar áttu samtals 103 milljarða króna í hlutabréfum. 96 þeirra eru fæddir fyrir 1944. Heildarupphæð eignar þeirra nam rúmum 15 milljörðum. Hinir 190 áttu samtals 88 milljarða í hlutabréfum. Pétur Blöndal segist hafa látið taka þessar upplýsingar saman til að sýna fram á að fjármagns- eigendur hefðu, öfugt við það sem oft er haldið fram, tapað miklu í hruninu. „Þetta sýnir að næstum 60 þúsund manns sem, áttu sam- tals um 80 milljarða og að meðal- tali eina og hálfa milljón, töpuðu sínu.“ Pétur setur þessa fjárhæð í sam- hengi við umræðuna um gengis- lánin. Þau hafi hækkað um ámóta upphæð frá gengisfalli krónunnar. „Þetta tap slagar vel upp í þess- ar auknu byrðar lántakenda sem mikið hefur verið fjallað um. Þetta er því mikið áfall en enginn talar um það.“ Fyrirtækin sem hlutabréfaeign- in náði til eru Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, Straumur, Atorka, Avion, Bakkavör, Exista og TM. Verðbréfaskráning Íslands ann- aðist útreikningana. Frá því að útreikningarinar voru gerðir hafa hluta- og stofnbréf í fleiri fyrir- tækjum orðið verðlaus og fjárhæð- ir því hækkað. bjorn@frettabladid.is Almenningur tapaði 80 milljörðum króna Einstaklingar töpuðu samtals 183 milljarða króna hlutabréfaeign við þrot almenningshlutafélaga í kjölfar bankahrunsins. Tæplega 300 áttu samtals 103 milljarða en 56 þúsund einstaklingar og heimili töpuðu samtals 80 milljörðum. EFNAHAGSMÁL Hagsmunasamtök heimilanna vilja að húsnæðislána- kerfinu á Íslandi verði breytt veru- lega og varanlega, að því er fram kemur í fréttatilkynningu samtak- anna. Samtökin leggja til að sett verði fjögurra prósenta þak á verðbætur verðtryggðra húsnæðislána, sem lækki í þrepum þar til hætt verði að nota verðtryggð lán. Á óverðtryggð húsnæðislán verði svo sett fimm til sex prósenta þak á vexti og þeir verði ákvarðaðir til þriggja til fimm ára í senn. Þá leggja samtökin til að gengis- tryggðum húsnæðislánum, húsnæð- islánum í erlendri mynt og erlendum húsnæðislánum verði breytt í verð- tryggð krónulán miðað við stöðu þeirra um áramótin 2007. Einnig vilja þau að höfuðstóll verðtryggðra lána miðist við árslok 2007. Samtökin segja tillögurnar sjálf- sagt virka róttækar en þær myndi góða, sanngjarna og framkvæman- lega heild. Tillögurnar kalla sam- tökin grunn að þjóðarsátt. - þeb Hagsmunasamtök heimilanna kynna tillögur um breytingar á lánum: Lánakerfinu verði breytt FUNDURINN Andrea J. Ólafsdóttir, Friðrik Ó. Friðriksson og Marinó G. Njálsson kynntu hugmyndir samtakanna. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 14° 17° 16° 14° 10° 15° 15° 25° 14° 29° 29° 32° 8° 15° 23° 18°Á MORGUN 13-18 m/s S- og V-til, annars víða 8-13. MÁNUDAGUR 3-8 m/s. 11 11 10 10 10 10 12 6 13 13 12 12 10 9 8 6 6 5 7 13 7 15 13 13 12 12 14 14 12 12 11 13 ÓSPENNANDI VEÐUR um helg- ina um sunnan og vestanvert landið en búast má við stífri suðaustanátt og úrhelli sunnan- lands í dag og síðan aftur annað kvöld. Mun skap- legra veður verður norðaustan til þar sem úrkoma verður lítil og það hlýnar heldur í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Þeir sem töpuðu innan við 50 m. kr. verðmæti: Einstaklingar Einstaklingar fæddir Allir fæddir fyrir 1944 1944 og síðar einstaklingar Fjöldi 12.751 42.808 55.559 Heildarupphæð 29.464.217.950 50.297.965.324 79.762.183.274 Meðalupphæð 2.310.738 1.174.966 1.435.630 Þeir sem töpuðu meira en 50 m. kr. verðmæti: Einstaklingar Einstaklingar fæddir Allir fæddir fyrir 1944 1944 og síðar einstaklingar Fjöldi 96 190 286 Heildarupphæð 15.140.965.543 88.054.150.026 103.195.115.569 Meðalupphæð 157.718.391 463.442.895 360.822.082 Tap hlutabréfaeigenda í kjölfar hrunsins Fjöldi þeirra sem töp- uðu hlutabréfum eftir hrunið, flokkaður eftir fjárhæðum 40000 30000 20000 10000 0 40 .5 40 m an ns 8. 58 5 3. 39 5 1. 48 1 1. 07 4 48 4 28 6 0- 1 m kr 1- 3 m kr 3- 6 m kr 6- 10 m kr 10 -2 0 m kr 20 -5 0 m kr yf ir 50 m kr DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa stórslasað annan mann. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 5. apríl 2009 slegið annan mann einu hnefahöggi í andlitið þannig að fórnarlambið féll og skall með höfuðið í akbraut. Af þessu hlaut sá sem ráðist var á mar á höfði og andliti, höfuðkúpubrot, mar á heila, nefbrot og heyrnartap. Árásin átti sér stað við leigu- bílastöð gegnt Stjórnarráðinu við Lækjargötu í Reykjavík. Fórnar- lambið krefst rúmlega tveggja milljóna í skaðabætur. - jss Ofbeldismaður ákærður: Höfuðkúpu- braut mann VEIÐAR Hvalveiðum á þessu ári lauk í gær þegar síðustu lang- reyðarnar voru flensaðar í Hval- firði. 148 dýr hafa verið veidd, en kvóti ársins var 150 dýr auk ónýtts kvóta frá því í fyrra. Ákveðið var þó að hætta veiðum nú þar sem veðurspá er slæm og birtutími orðinn stuttur. Stefnt er að því að hefja hvalveiðar á ný snemma næsta sumar. -þeb Hvalveiðivertíðinni lokið: Hafa veitt 148 langreyðar HVALVEIÐAR Síðustu langreyðarnar voru flensaðar í Hvalfirði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 24.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 196,1047 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,71 115,25 180,25 181,13 153,8 154,66 20,641 20,761 19,346 19,46 16,711 16,809 1,3589 1,3669 176,76 177,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.