Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 25. september 2010 13 Í Fréttablaðinu 02.09 heldur Vilhjálmur Lúðvíksson áfram að afbaka sannleikann og tala niður til þeirra sem standa að átaki til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu og skóg- arkerfils. Hann segir, „Líklega má með hliðstæðum hugmynda- fræðilegum rökum réttlæta herferð gegn fleiri tegundum sem telja má „ágengar og fram- andi“ að mati einhvers hóps“. Þarna er gefið í skyn að nátt- úrufræðingar séu fámennur hópur fúskara þegar sannleik- urinn er sá að Vilhjálmur og skoðanabræður hans eru að einangrast sem lítill hópur sér- vitringa. Ýmsum ræktunarmönnum er tamt að kalla baráttu gegn ágengum framandi tegundum tegundafordóma; fólk er á móti alaskalúpínu bara af því að hún er útlensk. Með þessu gera þeir aðvörunarorð vistfræðinga tor- tryggileg og sneiða hjá fræði- legri rökræðu. Skilgreiningin sem Samning- ur um líffræðilega fjölbreytni notar nú um slíkar tegundir er eftirfarandi: „Ágeng framandi tegund er tegund sem dreifst hefur út fyrir náttúruleg heim- kynni sín og ógnar þar líffræði- legri fjölbreytni . Það hefur verið staðfest með rannsóknum að alaskalúpína breiðist ekki aðeins yfir lítt grónar auðnir heldur einnig ýmsar gerðir af algrónu landi svo sem mosaheiðar og lyng- móa. Þar sem hún fer yfir kæfir hún staðargróður, dreg- ur stórlega úr tegundaauðgi og eykur einsleitni í gróðurfari. Útbreiðsla alaskalúpínu er því klárlega ógn fyrir þann líf- breytileika sem fyrir er á svæð- inu.“ Samningur um líffræðilega fjölbreytni skilgreinir lífbreyti- leika „sem breytileika alls lífs á jörðinni og vefinn sem hann myndar“. Þessi skilgreining er óháð mælikvörðum góðs og ills. Samkvæmt samningnum er lúpínustóð ekki betri eða verri lífbreytileiki en mosaheiði í sjálfu sér. Íslendingum ber þó að vernda mosaheiðina á kostn- að lúpínustóðsins vegna þess að hún er upprunaleg hér á landi. Þegar fjallað er um endurheimt spilltra vistkerfa á vegum samningsins er ávallt lögð áhersla á að endurheimta eftir föngum hið upprunalega kerfi, ekki skapa nýtt og framandi. Með því að halda öðru fram stundar Vilhjálmur sjálfur „lit- aða og óvísindalega túlkun á Ríó-sáttmálanum“, svo vitnað sé í orð hans sjálfs. Það er fráleitt að líta svo á að lífbreytileiki Íslands sé eitt- hvað verri eða óæðri en líf- breytileiki Noregs eða Alaska þótt hér séu færri tegundir og minni meðaluppskera af hekt- ara. Ef skynsamlega er með lífríki landsins farið nýtist það okkur fullkomlega. Heil- brigða gróðurþekju má endur- heimta með friðun og skyn- samlegri nýtingu eins og ljóst má vera þeim sem um land- ið fara. Á Skeiðarársandi er t.d. að vaxa upp fleiri hundruð hektara birkiskógur algerlega af sjálfsdáðum. Gleymum því heldur ekki að lyngmóinn veitir núlifandi kynslóðum mikilvæga viskerfisþjónustu, svo notað sé enn eitt hugtak samningsins, mófugl, ber og ótaldar unaðs- stundir. Til varnar lífbreyti- leika Íslands Lífbreytileiki Snorri Baldursson líffræðingur og áhugamaður um náttúruvernd LAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI | landsbankinn.is | 410 4000 Lausnir fyrir fyrirtæki Landsbankinn ætlar sér stóran hlut í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og mun þjónusta fyrirtæki og einstaklinga í greiðsluvanda af enn meiri krafti en áður. Bankinn mun setja á stofn sérstakt svið sem eingöngu sinnir málum sem lúta að endurskipulagningu fyrirtækja. Úrræði Landsbankans til að takast á við greiðsluvanda fyrirtækja eru mörg, t.d.: E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 0 1 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . LÁN FÆRÐ Í 90% AF EIGNAVIRÐI GEGN EIGINFJÁRFRAMLAGI Miðað er við að færa skuldir í 90% af heildarvirði eða endurmetnu eignavirði gegn því að eigandi greiði a.m.k. 10% af heildarvirði. Ef eigandi greiðir umfram 10% inn á lánið er hægt að lækka skuldir um 1,5 krónur á móti hverri krónu eiginfjár á meðan skuldir eru umfram 70% af heildarvirði eða eignavirði. LÁN FÆRÐ Í 100% AF EIGNAVIRÐI ÁN EIGINFJÁRFRAMLAGS Miðað er við að færa skuldir í 100% af heildarvirði eða endurmetnu eigna- virði hjá fyrirtækjum með skuldir undir 750 m.kr. ef eigandi getur ekki lagt til lágmarks eigið fé. Úrræðið á við um fyrirtæki þar sem reksturinn byggir fyrst og fremst á eigendunum sjálfum. 25% HÖFUÐSTÓLSLÆKKUN LÁNA Fyrirtæki með lán í erlendri mynt eiga kost á að sækja um 25% höfuð- stólslækkun gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum. Úrræðið á við um fyrirtæki sem eru með meira en 50% af tekjum í íslenskum krónum eða eru ekki með beina tengingu við erlenda gjaldmiðla. FRYSTING – GREIÐSLA Á VÖXTUM ÁSAMT HLUTA AFBORGANA Hægt er að fá frestun á hluta eða öllum afborgunum lána í 12-24 mánuði ef fyrirtæki getur staðið undir greiðslu á vöxtum ásamt hluta afborgana. Lausnirnar eru háðar nánari skilmálum. Viðskiptavinir sem nýta sér úrræði bankans fyrirgera ekki rétti sínum leiði dómar eða lagasetning til betri niðurstöðu. Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér um land allt. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is LAGERHREINS UNA ðeins í BYKO Breidd Enn í fullum g angi! afsláttur Mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.