Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 25. september 2010 Ljósmyndasýning með verkum Þorvaldar Arnar Kristmundssonar var opnuð í Los Angeles á dögunum. Stúlkurnar í The Charlies sungu fyrir gesti. „Þetta var hrikalega flott „sjóv“. Kaninn kann að gera þetta,“ segir ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson. Sýning með verkum Þorvaldar Arnar var opnuð í Los Angeles á dögunum í hinu virta KONA-gall- eríi. Sýningin nefnist Náttúra er vörumerki, eða Nature is a Brand og er sú sama og Þorvaldur hélt í Gerðarsafni í vor þar sem þemað var kókflöskur úti í íslenskri nátt- úru. Fjöldi fólks úr bandaríska fjöl- miðlaheiminum mætti á opnun- ina, þar á meðal yfirmenn hjá sjón- varpsstöðinni NBC, blaðamaður Los Angeles Times og ljósmyndar- inn Renee C. Byer, sem hlaut Pulitz- er-verðlaunin fyrir þremur árum. Þorvaldur hafði í nógu að snúast við að taka á móti öllum gestun- um en þekkti ekki næstum því alla sem hann heilsaði. „Menn eru ekk- ert að flagga titlum þegar þeir eru að heilsa manni,“ segir hann. Hljómsveitin The Charlies steig á svið undir lok kvöldsins við góðar undirtektir. „The Charlies stóð sig rosalega vel. Þær eru miklu betri núna en þær hafa nokkurn tímann verið. Þær eru orðnar mjög þjálf- aðar í að syngja og röddin er flott hjá stelpunum,“ segir Þorvald- ur Örn. Gestirnir hrifust mjög af stúlkunum. „Þeim fannst ótrúlegt að fá stelpurnar til að syngja, út af Íslandstengingunni. Það elska allir Ameríkanar Ísland og tala um að Ísland sé eins og tunglið eða að Ísland sé frábært.“ Sýningin hans fer líklega til Atl- anta í Georgíu í desember, auk þess sem honum hefur verið boðið að sýna í New York á næsta ári í galleríi í Tribeca-hverfinu. „Það er spurning hvort ég fái Björk til að koma þar fram,“ segir Þorvaldur og hlær. freyr@frettabladid.is Kókflöskusýning í Los Angeles MEÐ THE CHARLIES Þorvaldur Örn Kristmundsson með stúlkunum í The Charlies á opnuninni í Los Angeles. Emma Watson er þegar farin að leggja grunn að lífi eftir að Harry Potter-ævintýrinu lýkur en síðasta myndin um töfrastrákinn verð- ur tekin til sýningar á næsta ári. Og þá þurfa leikararnir að finna sér eitthvað annað að gera. Emma, sem nýlega varð tvítug, hefur sam- kvæmt breskum blöðum tryggt sér lítið hlutverk í stórmyndinni My Week with Marilyn en meðal mót- leikara hennar í þeirri mynd yrðu Kenneth Branagh og Michelle Willi- ams, ekkja Heaths Ledger. Emma myndi leika aðstoðarkonu Colins Clark en hann var aðstoðar- maður sir Laurence Oliver þegar hann gerði kvikmyndina The Prince and the Showgirl með bandarísku þokkagyðjunni Marilyn Monroe. Sagan segir að Colin þessi hafi orðið hugfanginn af frú Monroe en mynd- in er byggð á ævisögu hans. Sam- kvæmt heimildum bresku blaðanna gæti Emma, sem nú stundar nám í Brown-háskólanum í Bandaríkjun- um, tekið upp sín atriði á tiltölulega skömmum tíma þannig að vinnan kæmi ekki til með að hafa áhrif á skólagönguna. Líf eftir Harry Potter UNDIRBÝR FRAMHALDSLÍF Emma Watson gæti leikið í kvikmynd á móti Kenneth Branagh og Michelle Williams. Söngkonan Christina Aguilera tjáir sig um hungursneyð í nýju hvatn- ingarmyndbandi. Þar skorar hún á fólk að láta sig málið varða. „Ég sá andlit vannærðra barna á Haítí og í Gvatemala þegar ég fór þang- að með matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna og það var virkilega erf- itt,“ sagði hin 29 ára söngkona, sem er sendiherra Sameinuðu þjóðanna í matvælaaðstoðinni. „Sem móðir veit ég hversu mikilvægt er að fólk fái rétta matinn á réttum tíma og þess vegna er ég staðráðin í að berjast gegn hungursneyð.“ Berst gegn hungri CHRISTINA AGUILERA Söngkonan tjáir sig um hungursneyð í nýju myndbandi. LAUGAVEGI 11 | SÍMI: 517 8088 WWW.CINTAMANI.IS Jónína allir litir 30% Verð áður 19.990 Verð nú 13.993 Bella barnahúfur 40% Verð áður 2.490 Verð nú 1.494 Björg 3. laga skel 30% Verð áður 39.990 Verð nú 27.993 Gunnar ullarnæföt 20% Verð áður 11.990 Verð nú 9.592 Agnes Primaloft vesti 40% Verð áður 18.990 Verð nú 11.394 ÚTSALA 20-40% 30% AFSLÁTTUR Í AÐEINS 5 DAGA G O LF LÍ N AN 2 01 0 Komdu og skoðaðu fjölbreytt úrval á frábæru verði. verð áður kr. 24.995 verð nú kr. 17.497 verð áður kr. 29.995 verð nú kr. 20.997 verð áður kr. 24.995 verð nú kr. 17.497 verð áður kr. 27.995 verð nú kr. 19.497 Casual Cool II Premier Comfort Swing GTX Casual Cool II Premier Casual Cool Hydromax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.