Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 2
2 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Gunnar, hefur þú nokkuð spáð í að gerast svæfingalæknir? „Nei. Það er áhugaverð pæling, en ætli mínar aðferðir verði ekki taldar óhefðbundnar lækningar.“ Bardagakappinn Gunnar Nelson vann enn einn sigurinn á ferli sínum um helg- ina þar sem hann „svæfði“ andstæðing sinn í fyrstu lotu. BARA KREISTA! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -1 2 0 4 NÁTTÚRA Ísgöng og hellar í Lang- jökli gætu orðið nýjasta aðdráttar- aflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónust- unni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Ice- landair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verk- efnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulags- nefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna mögu- leika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Ice- landair Group hefur þegar ákveð- ið að leggja verkefninu til fjár- magn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undir- búning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrr- nefndu skjali. Þar segir einnig að verði verk- efnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýn- unar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynning- arskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetr- artímann. thorgils@frettabladid.is ÍSHELLIR Hugmyndir eru uppi um að útbúa ísgöng og hella í Langjökli, þar sem þessi mynd er tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilja grafa hella og ísgöng í Langjökul Ferðaþjónustuverkefni hefur verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð. Icelandair Group er meðal aðstandenda. Verkefnið er enn á hugmyndastigi en gæti styrkt ferðaþjónustuna á Íslandi yfir vetrartímann. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karl- maður, Ellert Sævarsson, var í gær dæmdur í sextán ára fangelsi í Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið manni að bana í Reykjanesbæ í maí á síðasta ári. Ellert var jafn- framt dæmdur til að greiða ekkju fórnarlambsins 3,1 milljón króna í bætur og 2,3 milljónir króna í sakarkostnað. Fórnarlambið hafði verið í starfs- mannateiti á Keflavíkurflugvelli þegar fundum hans og Ellerts bar saman með ofangreindum afleið- ingum. Það var ung stúlka, sem var að bera út blöð, sem kom að mann- inum liggjandi á jörðinni. Móðir hennar hringdi í neyðarlínuna en maðurinn reyndist látinn þegar lögregla kom á vettvang. Ellert játaði við aðalmeðferð málsins að hafa sparkað í höfuð og líkama mannsins og kastað kant- steini, sem reyndist vera tólf kíló að þyngd, í höfuð hans. Kvaðst hann hafa talið að börnum gæti stafað hætta af honum. Banamein mannsins reyndist vera miklir höf- uðáverkar. Héraðsdómur taldi samkvæmt gögnum málsins enga ástæðu til að draga sakhæfi Ellerts í efa. Hann hafi borið við minnisleysi um aðdraganda árásarinnar. Þá hafi hann ekki getað skýrt af hverju hann fékk þá hugdettu að maðurinn misnotaði börn kynferðislega, en Ellert hafði aldrei séð hann áður. „Árás ákærða var ofsafengin og hrottaleg og hlaut ákærða að vera ljóst að slík atlaga myndi leiða þann sem fyrir henni varð til dauða,“ segir í niðurstöðum héraðsdóms. „Við mat á refsingu verður litið til þess að ákærði hafði ásetning til þess að vinna slíkt tjón sem raun varð á og koma því engar refsi- lækkandi ástæður til álita.“ - jss LEIDDUR Í DÓMSAL Ellert Sævarsson leiddur í dómsal. Ofsafengin og hrottaleg árás með kantsteini í Reykjanesbæ dró fórnarlambið til dauða: Dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð ALÞINGI Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur ekki rétt að höfða sakamál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherr- um fyrir landsdómi. Í þingumræðum í gær kvaðst hann ekki hafa sannfæringu fyrir málinu. Flokkssystkini hans í þingmanna- nefndinni, Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jónsson, eru flutn- ingsmenn tillögu um ákærurnar. Guðmundur sagðist í ræðu sinni hafa skoðað umfjöllun á Alþingi um stöðu bankanna og hagkerfisins í aðdraganda hrunsins. Fátt ef nokk- uð benti til þess að þingið hefði rækt eftirlits- og aðhaldshlutverk sitt. Atli Gíslason, formaður þing- mannanefndarinnar, mótmælti þeim orðum Guðmundar og benti á að VG hefði í mars 2005 gert grein fyrir hættumerkjum á lofti á hartnær 100 blaðsíðum. Síðari umræða um tillögu um ákærur á hendur ráðherrunum fyrr- verandi hófst í gær. Eins og fyrri daginn tóku fjölmargir til máls. Voru ræður flestar í sama dúr og þær sem fluttar voru við fyrri umræðuna fyrir helgi. Þegar fundi var slitið um kvöld- matarleytið í gær voru fimm á mælendaskrá. Búist var við því að atkvæði yrðu greidd um tillögurnar í dag eða á morgun. - bþs, sh Hefur ekki sannfæringu fyrir ráðherraákærum: Þingið stóð ekki í stykkinu GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Telur þingið ekki hafa rækt skyldur sínar. MENNING Embættismenn úr kín- verska sendiráðinu kölluðu Hrönn Marinósdóttur, fram- kvæmdastjóra kvikmynda- hátíðarinnar RIFF, á fund til sín á dögun- um og óskuðu eftir því að hún tæki úr sýn- ingu heimildar- myndina When The Dragon Swallowed The Sun, um mál- efni Tíbeta og samskipti þeirra við Kína. Beiðninni var hafnað. Fulltrúar sendiráðsins ræddu málið einnig óformlega við utan- ríkisráðuneytið og lýstu áhyggj- um sínum af efnistökum hennar. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, var því í engu svarað enda alveg ljóst að það er ekki í verkahring ráðuneytisins að hafa afskipti af kvikmyndasýningum. - sh Heimildarmynd um Tíbet: Kínverjar vildu stöðva sýningar HRÖNN MARINÓSDÓTTIR VIÐSKIPTI Stjórn Fasteignafélags Íslands, eiganda Smáralindar, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hvorugt kauptilboðið sem barst í Smáralind sé viðunandi og hefur þeim því báðum verið hafnað. Þann 22. september voru opnuð tilboð í hlutafé Eignarhaldsfé- lagsins Smáralindar ehf. en það hefur verið í opnu söluferli frá því í apríl. Stjórnin taldi hvorugt tilboðið fýsilegt og hefur ákveðið að eignarhald Smáralindar verði óbreytt um sinn. Þó á að leita sölutækifæra síðar. Smáralind ekki lengur til sölu: Tveimur tilboð- um hafnað EFNAHAGSLÍF Sjötíu og fjögur pró- sent Bandaríkjamanna telja að kreppan sé enn við lýði í land- inu samkvæmt nýrri skoðana- könnun á vegum sjón- varpsstöðvar- innar CNN. Einn þriðji svarenda telur að kreppan sé alvarleg á meðan 29 prósent segja hana miðlungs slæma. Góðu tíðindin í könnuninni eru þau að þrettán prósent færri telja að kreppa sé í Bandaríkjunum en í sambæri- legri könnun í ágúst. Stutt er síðan sjálfstæð samtök banda- rískra hagfræðinga lýstu því yfir að kreppunni hefði tækni- lega séð lokið í júní í fyrra. Almenningur virðist ekki vera á sama máli. - fb Bandarísk skoðanakönnun: Kreppunni er ekki lokið BARACK OBAMA SLYS Ríflega sextug kona var flutt með alvarlega innvortis áverka á gjörgæsludeild Landspítalans seinni partinn í gær eftir harð- an árekstur tveggja jeppa við afleggjarann af Suðurlandsvegi inn að Dyrhólaey. Þrír voru í jeppa sem ók inn á Suðurlandsveg í veg fyrir annan jeppa sem ók í austurátt, og inn í hlið hins. Konan sem ók fyrr- nefnda bílnum slasaðist mest, en einn úr hinum bílnum var flutt- ur á slysadeild með minniháttar áverka. Bílarnir eyðilögðust báðir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins gekkst konan undir aðgerð í gærkvöldi en ekki feng- ust upplýsingar um líðan hennar frá spítalanum. - sh Tveir jeppar skullu saman: Alvarlega slösuð eftir árekstur NEW YORK, AP Ólíkleg myndasögu- hetja lítur brátt dagsins ljós, eða múslimadrengur í hjólastól með yfirnáttúrulega eiginleika. Þessi nýja ofurhetja er hugar- fóstur hóps ungra, fatlaðra Bandaríkjamanna og Sýrlend- inga Fyrsta teikningin af ofur- hetjunni sýnir múslimadreng sem hefur misst fótleggina eftir að hafa orðið fyrir jarðsprengju. Síðar meir breytist drengurinn í hetjuna Silfursporðdrekann eftir að hann uppgötvar að hann getur beygt málm með hugarorkunni einni saman. - fb Ólíkleg myndasöguhetja: Ofurhetja í hjólastól NÝ OFURHETJA Múslimadrengurinn breytist í ofurhetjuna Silfursporðdrekann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.