Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 28. september 2010 3 Kynning Elstu merki um búsetu í landi Kópavogs eru í botni Kópavogs, norðan við ósa Kópavogslækjar, en þar fannst jarðhýsi sem talið er að geti verið frá 9. öld. Önnur forn bæjarstæði í landi Kópavogs eru Digra- nes, Hvammur og Vatnsendi. Fyrsta ritaða heim- ild um búsetu á Vatnsenda er frá 1234 en nafnið Kópavogur kemur fyrst fram í heimildum árið 1523. Heimild: www.is.wikipedia.org „Við höfum upplifað á þessum stutta tíma að greinileg þörf er á þjónustu af þessi tagi, tölurn- ar sýna það svo ekki verður um villst,“ segir Hjalti Ómarsson, annar framkvæmdastjóri Retor tungumálaskóla í Kópavogi, sem býður upp á sérsniðin námskeið fyrir Pólverja. Um fimmtán hundruð manns hafa sótt sér þjónustu til skól- ans á þeim tveimur árum síðan hann var stofnaður af Anetu Magdalenu Matuszewska, sem starfar við hann bæði sem fram- kvæmdastjóri og kennari. Þar af eru atvinnuleitendur um helming- ur að sögn Hjalta. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Vinnu- málastofnun síðastliðið ár um að veita pólskum atvinnuleitendum aðstoð við að fóta sig í samfélag- inu, með íslenskukennslu, sjálfs- styrkingu og kennslu í hvernig best sé að bera sig að í þjónustu- störfum en ákveðinn hluti nem- endanna hefur mikinn áhuga á að sinna þeim.“ Pólverja segir Hjalti almennt vera mjög áhugasama um land og þjóð. „Þetta er fróðleiksfúst fólk, sem þyrstir í góða íslensku- kennslu og samfélagsfræðslu.“ Tungumálið segir hann vefjast þó fyrir mörgum, óháð því hversu lengi viðkomandi hafi búið hér- lendis. „Pólskan og íslenskan eru náttúrlega svo gjörólík tungumál. Til að gæta sanngirni er þó rétt að benda á að sumir eru fljótir að ná tökum á tungumálinu og tala það næstum reiprennandi og vilja kannski frekar bæta sig á öðrum sviðum. Langflestir leggja sig fram við að ná góðum árangri á stuttum tíma.“ Hjalti segir nemendur vera ánægða með námið. „Hingað koma langflestir aftur í þeim til- gangi að bæta við kunnáttuna, þar sem þeim finnst námið þegar hafa nýst sér mjög vel. Til að mynda þeir sem vilja efla íslenskukunn- áttuna enn frekar, en hér er boðið upp á fjögur miserfið íslensku- námskeið, sem fólk er duglegt að nýta sér enda finnst því mik- ilvægt að vera ekki áhorfendur heldur þátttakendur í samfélag- inu sem það býr í,“ segir hann og vísar á vefsíðuna retor.is, þar sem er að finna allar nánari upplýsing- ar um starfsemi skólans, svo sem þau námskeið sem verða í boði í vetur og fleira. Vel tekið á móti Pólverjum Retor tungumálaskóli sérhæfir sig í íslenskukennslu, sjálfsstyrkingu og fleiru fyrir Pólverja. Um fimmtán hundruð manns hafa nýtt sér þjónustuna síðustu tvö ár og þar af eru atvinnuleitendur um helmingur. Hjalti Ómarsson og Aneta Matuszewska reka Retor tungumálaskóla sem býður upp á sérsniðin námskeið fyrir Pólverja. „Þetta er fróðleiksfúst fólk, sem þyrstir í góða íslenskukennslu og samfélagsfræðslu,“ segir Hjalti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útivistarsvæði í Kópavogi eru fjöl- mörg og mikið notuð af bæjarbú- um sem og íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum enda miklir mögu- leikar. Gönguleiðir eru margar um þveran og endilangan Kópavoginn. Upplýstur aðalstígur er meðfram Kópavogslæk norðanverðum en hann myndar samfellda gönguleið frá Kársnestá, meðfram strönd- inni, inn dalinn og upp í Mjódd. Eitt best nýtta útivistarsvæði höf- uðborgarsvæðisins er svo Foss- vogsdalur en bæjarmörk Kópa- vogs og Reykjavíkur eru að mestu í farvegi Fossvogslækjar og um 60 hektarar Fossvogsdals tilheyra því Kópavogsbæ. Göngustígar liggja þvers og kurs um Kópavogsbæ og eru göngur og hjólreiðar stundað- ar þar á sumrin og margir draga fram gönguskíðin á veturna. Anda- pollurinn í Kópavogsdalnum trekk- ir líka marga að og upplagt að fara í hjólreiðatúr að pollinum til að gefa öndunum brauð. Annað ljómandi gott útivistar- svæði í Kópavogi er fagur trjá- lundur sem er fyrir ofan hest- húsabyggðina Heimsenda og Guðmundur Halldór Jónsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Byko, gaf Skógræktarfélagi Kópa- vogs árið 1997. Útivistarsvæði er neðst í lundinum með lítilli tjörn og nóg er af borðum og bekkjum meðfram stígunum inni í lundin- um. Við Kársnesströnd eru svo spennandi fjörur, sandfjara, þang- fjara og hnullungafjara, með fjöl- skrúðugu fuglalífi en Kársnes- ströndin er 4 kílómetrar að lengd með fögru útsýni til allra átta. Að lokum má nefna að forvitn- ir álfaáhugamenn geta kynnt sér álfabyggð í Kópavogi og staði sem eru rammtengdir fornum sögn- um og munnmælum en Kópavogs- búar hafa lagt áherslu á að reyna ekki að spilla slíkum svæðum. Af þekktustu álfabústöðum í Kópa- vogi má nefna Álfhólinn sem er sunnanvert við Álfhólsveg skammt frá Digranesskóla en hóllinn nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa. Borgarholt er einnig frægur byggðastaður álfa og er holt- ið þar sem Kópavogskirkja stendur. - jma@frettabladid.is Útivera og álfabústaðir Fjölskyldur í leit að afþreyingu utandyra ættu ekki að vera í vandræðum með að finna sér sitthvað til dundurs í Kópavogi. Útivistarsvæði eru mörg og sögurnar í kringum holt og hæðir oft ævintýralegar. Göngustígar liggja þvers og kruss um Kópavoginn. Löngum hefur Borgarholt, holtið í kringum Kópavogskirkju, verið talið bústaður álfa. Holtið er sérlega fallegt í ljósaskiptunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvaða götu ætlar þú að taka? Við tökum Hamraborgina”” Landssöfnun Rauða krossins laugardaginn 2. október 1. Mættu á söfnunarstöð í þínu hverfi (taktu einhvern með þér - það er miklu skemmtilegra) 2. Þar færðu bauk og götu til að ganga í (þetta er kannski u.þ.b. klukkutíma göngutúr) 3. Þú skilar aftur bauknum á söfnunarstöðina (endurnærður á líkama og sál) Hvað á ég að gera? Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur Frítt í sund fyrir alla sjálfboðaliða sem ganga Kæri Kópavogsbúi Laugardaginn 2. október stendur Rauði kross Íslands fyrir landssöfnuninni Göngum til góðs til styrktar hjálparstarfi í Afríku. Göngum til góðs fyrir okkur sjálf og ekki hvað síst fyrir þá þem þurfa á hjálp okkar að halda. Barnabílstólar og kerrur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.