Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 10
10 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Það er 800 4000 • siminn.is Sveigjanleg GSM áskrift með eitt mínútuverð óháð kerfi F Y R I R TÆ K I GSM Samband er sveigjanleg áskriftarleið sem sameinar hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks. Fyrirtækið kaupir Grunnáskrift* og bætir síðan við mismunandi pökkum, allt eftir þörfum hvers og eins, sem annaðhvort fyrirtækið eða starfsmenn greiða fyrir. Lægra mínútuverð og sveigjanlegar áskriftarleiðir geta lækkað símakostnað fyrirtækisins og starfsfólks. GSM Samband fyrir fyrirtæki E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 3 3 *G ru nn ás kr ift 4 99 k r. á m án , u pp ha fs gj al d 6, 50 k r. – e itt m ín út uv er ð 15 ,5 0 kr . BRETLAND, AP Ed Miliband, nýkjör- inn leiðtogi Verkamannaflokks- ins í Bretlandi, segir að arfleifð Tonys Blair eigi að heyra sögunni til. Nú þurfi Verkamannaflokkur- inn að koma nýrri kynslóð stjórn- málamanna á þing, sem lausir eru undan byrði Íraksstríðsins og fjármálakreppunnar. „Nýi Verkamannaflokkurinn átti rétt á sér á sínum tíma og við munum halda eftir ýmsu úr þeirri stefnu, eins og til dæmis þeirri hugmynd að höfða til allra hópa þjóðfélagsins,“ sagði nýi formað- urinn. „En þessi stefna flæktist í ákveðnum stjórnmálastíl og varð föst í eigin sjálfsöryggi.“ Hann segist ætla að forðast bæði dekur Blairs við viðskipta- heiminn og skilyrðislausan stuðn- ing hans við Bandaríkjastjórn, en sagði þó ekkert hæft í þeirri gagn- rýni að hann verði of vinstrisinn- aður. Ed vann í leiðtogakjöri flokks- ins um helgina sigur á bróður sínum, David, sem var utanríkis- ráðherra í stjórn Gordons Brown og hafði lengi þótt líklegur til að taka við forystu í flokknum. - gb Ed Miliband, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, ætlar að stokka upp: Segir skilið við arfleifð Blairs ED OG DAVID MILIBAND Takast í hendur eftir að David flutti ræðu á landsfundi Verkamannaflokksins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR „Einhliða makríl- kvótar Færeyinga og Íslend- inga eru ekkert minna en óvið- unandi,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, á blaða- mannafundi eftir að sjávarút- vegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu rætt makríldeiluna á fundi í gær. Damanaki sagði veiðarn- ar langt umfram það sem löndin gætu krafist enda hefði Evrópu- sambandsríki og Noregur byggt upp makrílstofninn. Hún fullyrð- ir að veiðar Íslendinga og Færey- inga grafi undan tilraunum til að byggja upp sterkan makrílstofn. Damanaki sagði ESB tilbúið í átök vegna málsins en tók fram í ræðu sinni að framkvæmdastjórn ESB tengi deilurnar um makríl- veiðar ekki við aðildarviðræður Íslands við sambandið. Ræða Damanaki kom í kjölfar fundar landbúnaðar- og sjávar- útvegsráðherra ESB en þar voru veiðar Íslendinga og Færeyinga fordæmdar. Ráðherrarnir gáfu Damanaki skýrt umboð til að halda áfram samningaumleitun- um í deilunni. Richard Lochhead, sjávarút- vegsráðherra Skotlands, sat fund- inn fyrir hönd Bretlands. Hann sagði að ESB hefði sent skýr skilaboð um að veiðarnar yrðu ekki liðnar. Það yrði að koma í veg fyrir að þjóðir tækju sér ein- hliða kvóta úr tegundinni til að vernda þau samfélög sem á hana treysta. - shá Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, vill ekki tengja aðildarviðræður og makríldeilu: Telur makrílveiðar Íslands og Færeyja óviðunandi Skosk og írsk fiskiskip veiddu tæplega 200 þúsund tonn af makríl og síld umfram kvóta á árunum 2001-2005. Þetta kemur fram í fylgigögnum með reglugerð ESB frá 2007. Reglugerðin tekur til skerðingar á kvóta breskra og írskra fiskiskipa á árunum 2007-2012 til að mæta ofveiðinni á fyrrgreindu tímabili. Í gögnum með reglugerðinni, þar sem ofveiðin er greind eftir veiðisvæð- um, kemur fram að alls veiddu skosk og írsk fiskiskip um 151.000 tonn af makríl umfram kvóta á tímabilinu og enn fremur um 44.000 tonn af síld. Skotar veiddu 117.500 tonn af makríl umfram kvóta en Írar 33.500. Skotarnir sátu hins vegar einir að umframveiði í síldinni. - shá Ofveiði Skota og Íra gríðarleg MARIA DAMANAKI Fordæmir makríl- veiðar Íslendinga en vill ekki blanda þeim við aðildarviðræðurnar. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Þrír þjófar, með hulin andlit, brutust inn í versl- unina við Geysi í Haukadal um klukkan 02.40 aðfaranótt laugar- dags. Þeir létu greipar sópa og höfðu á brott með sér talsvert magn af verðmætum útivistarfatnaði. Þjófarnir létu ekki þar við sitja heldur komu aftur tæpri klukku- stund síðar og tóku meira af fatn- aði sem að megninu til er frá 66° norður. Innbrotið uppgötvaðist þegar starfsfólk kom til vinnu á laugardagsmorguninn. - jss Stálu útivistarfatnaði: Rændu með hulin andlit LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um innbrot í fimm sumarbústaði í og við Hestvík í Grafningi í síðustu viku. Þjófarnir virðast fyrst og fremst hafa stolið rafmagnstækj- um eins og sjónvarpstækjum, hljómflutningstækjum og eldhús- tækjum. Þá var brotist inn í veiðihús við Hlíðarvatn í Selvogi í liðinni viku og þaðan stolið nýlegu sófasetti. Svo vill til að fyrr á þessu ári var brotist inn í þetta sama hús og sófasetti stolið. Búi einhver yfir upplýsingum varðandi þessi inn- brot er sá beðinn að hafa sam- band í síma 480 1010. - jss Innbrot í fimm sumarbústaði: Stálu sófasetti úr veiðihúsi GUATEMALA,AP Fellibylurinn Matt- hew gekk yfir Mið-Ameríku og suðurhluta Mexíkó um helgina. Í Hondúras þurftu að minnsta kosti 6.600 manns í átta héruðum að yfirgefa heimili sín auk þess sem níu brýr skemmdust vegna flóða. Yfir fimm hundruð manns þurftu einnig að yfirgefa heimili sín í Gvatemala og þjóðvegum var lokað. Mikil rigning hefur verið í Gvatemala undanfarna mánuði og hafa 274 manneskjur dáið af völd- um hennar. Mannvirki hafa einnig skemmst og er tjónið metið á um 120 milljarða króna. - fb Fellibylur í Hondúras: Sex þúsund flúðu heimilin BARNI BJARGAÐ Slökkviliðsmenn og hermenn í Hondúras hjálpa barni í björgunaraðgerð sem farið var í eftir að Ulua-áin flæddi yfir bakka sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL HS orka bíður nú loka- niðurstöðu úr tilraunaborun á Reykjanesi, en um næstu mán- aðamót ætti að verða ljóst hvort hægt verði að nota borholuna til orkuöflunar fyrir væntanlega stækkun Reykjanesvirkjunar. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS orku, er holan á jarðhitasvæðinu. „Hitinn er til staðar, en það er spurning hvort hún sker nógu mikið af sprungum til að verða vinnsluhola, en annars verður hún niðurdælingarhola.“ Stækkun Reykjanesvirkjunar er ein forsenda í orkuöflun fyrir væntanlegt álver í Helguvík. Framleiðsla orku frá Reykja- nesvirkjun hófst í maí árið 2006. Virkjunin samanstendur af tveimur 50 MW tvístreymis- hverflum. - þj Tilraunaborun á Reykjanesi: Beðið mælinga á borholu KONUNGLEG HEIMSÓKN Friðrik, krón- prins Dana og Mary krónprinsessa, heimsóttu þýsku borgina Stralsund í gær og skoðuðu þar mörgæsir. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.