Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 22
 28. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa ●GÖMUL RAFTÆKI ENDURNÝTT Átak um endurnýtingu gam- alla raftækja til styrktar SAFT, vakningarátaki um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, stendur nú yfir. Að átakinu standa Græn framtíð og Vodafone. Hægt er að skila inn notuðum gsm-símum í versl- anir Vodafone en Græn framtíð annast flutning tækjanna til vottaðra endurnýtingafyrirtækja víða um heim sem greiða fyrir tækin. Markmiðið með samstarfinu er að efla umhverfisvitund og stuðla að almennri endur- nýtingu og endur- vinnslu á raftækjum hér á landi en með endurnýtingu hluta úr gömlum tækjum má búa til heilt tæki með litl- um tilkostnaði. Tækin eru til dæmis seld til þróunarlanda fyrir brot af upphaflegu verði. Með átakinu vill Vodafone einnig fylgja eftir WEE, tilskipun Evrópusambandsins um rétta meðhöndlun á rafeindaúrgangi. „Mig langaði að leggja meira á mig til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini og lagðist undir feld til að upphugsa hvað mundi virkilega reyna á mig. Ég vissi að tíföld Esjuganga sama daginn mundi reynast leikur einn þar sem ég starfa við hreyfingu, en komst að þeirri niðurstöðu að erfiðast yrði að ganga í sömu skóm í heilan mánuð,“ segir Guðný Ara- dóttir, einn af stofnfélögum styrkt- arfélagsins Göngum saman og göngustjóri félagsins. „Aðal fjáröflunarganga okkar var 5. september og að göngu lok- inni reimaði ég á mig flatbotna, neonbleika trampara til áheita fyrir grunnrannsóknir brjósta- krabbameins. Mér líður annars best á hælaskóm og bíð í ofvæni eftir að komast á hælana aftur,“ segir Guðný sem sótt hefur alla viðburði á bleiku trömpurunum undanfarnar vikur; jafnt vinnu sem félagslíf og útivist. „Sumir hafa sagt mér að fara í hælaskó þegar heim kemur og eng- inn sér, en það hvarflar ekki að mér. Því hefur það verið dásamleg upplifun að sjá upplit á fólki þegar ég hef mætt uppáklædd í spari- kjól og trömpurunum við, en þetta ákvað ég að gera og stend með því framtaki,“ segir Guðný sem keypti skóna í 38 þrepum fyrir þremur árum. „Liturinn kallaði til mín og gott að klæðast þeim í snjó, enda týnist maður ekki í þeim,“ segir hún hlæjandi. Viðtökur við þessu frumlega framtaki Guðnýjar hafa verið góðar og hafa nú safnast vel á annað hundrað þúsund, þrátt fyrir að hún hafi bara sagt frá því á Facebook. „Margir spyrja út í skóna og hafa þá brugðist við áheitinu. Nú í vikunni ætla ég að þjálfa innan- húss í Laugum og þá ætla margir að tvöfalda áheit sín,“ segir Guðný sem fer loks úr skónum eftir slétta viku, en þá er kominn bleikur októ- ber, sem helgaður er baráttu gegn brjóstakrabbameini. „Brjósta- krabbamein varðar okkur öll og góð tilfinning að geta lagt meira á vogarskálarnar,“ segir Guðný sem leiðir gönguhóp Göngum saman öll mánudagskvöld klukkan 20 frá Laugum, þar sem öllum er velkom- ið að slást í hópinn. Áheitareikningur „Í sömu skóm“ er: 372-13-304102, kt: 650907-1750. Áheit fara beint í styrktarsjóð Göngum saman. - þlg Heilan mánuð í sömu skónum Guðný Aradóttir á röltinu í neonbleiku trömpurunum sem hún klæðist til söfnunar áheita til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Strákar flykkjast í breikdans sem aldrei fyrr á þessu hausti og hipp hopp er vinsælt hjá þeim líka, bæði hipp hopp af gamla skólanum og nýrri út- færslur. Þetta segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri DanceCenter, Reykjavík. „Við höfum orðið vör við stórauk- inn áhuga bæði yngri og eldri drengja á breiki og hipp hoppi und- anfarið,“ segir Nanna Ósk og telur skýringuna meðal annars liggja í miklum vinsældum sjónvarpsþátt- anna So you think you can dance. „Dansmyndin Step up, sem er með stórkostlegum dansatriðum, á ör- ugglega líka sinn þátt. Þar eiga strákar alveg helminginn í dans- sýningunum og slíkt hefur mikil áhrif.“ Nanna hefur kennt dans í ára- raðir að eigin sögn og stofn- aði DanceCenter fyrir þremur árum. Hún hefur kennt þar síðan auk þess að vera í mastersnámi í markaðsfræði og alþjóðaviðskipt- um. „Við höfum sérhæft okkur í því sem heitir jazz funk, street og hipp hopp og höfum fylgt tísku- straumum. Kennslan hefur frá upphafi verið í íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardal en er nú líka komin í Sjálandsskóla í Garðabæ þar sem sérútbúinn danssalur er fyrir hendi. Þar er alger spreng- ing í áhuga drengja á dansi og það kemur skemmtilega á óvart,“ lýsir hún. Auk þess sem Nanna finnur fyrir nýjum straumum í faginu, telur hún suma dansa sem nutu hylli fyrir nokkrum árum vera að koma aftur. Þar á meðal „old school hip hop“ sem var vinsælt fyrir tíu til fimmtán árum. „Síðan eru atriði úr fimleikunum sem heita „parkour“ og „free running“ sem blandast skemmtilega saman við breik, old school hip hop og þetta nýja. Þetta eru kraftmiklir dansar og henta strákunum mjög vel,“ lýsir hún. En hvað um stelp- urnar, eru þær í þessum sömu dönsum líka? „Já, já, þær eru mjög virkar í jazz funk og street og það er gaman að sjá að þær koma líka sterkar inn í breikið og þetta allt saman.“ Nanna hefur lagt rækt við barnaflokka í dansskólanum. Hún tekur börnin inn allt frá þriggja ára aldri, meðal annars í klassísk- an ballett. „Sköpunarþörf barna fær útrás í dansi og það er svo gaman að virkja hana enda teng- ist hún gleðinni,“ segir hún. „Mörg börn eru tónelsk og taktviss og byrja lítil að dilla sér eftir hljóð- falli,“ segir hún og kveðst leggja áherslu á að virkja unga fólkið al- mennt í dansi. - gun Sköpunarþörf barna fær útrás í margs konar dansi Breikið eflir fimi, kraft og jafnvægislist og er vinsæll dans hjá strákunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.