Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 6
6 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ætlar þú að taka slátur? JÁ 15,8% NEI 84,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú borðað þína eigin bráð? Segðu skoðun þína á visir.is KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í skoðana- könnun Fréttablaðsins vilja frekar að aðlidarviðræðum við Evrópu- sambandið verði lokið og málið lagt í dóm þjóðarinnar. Alls vildu 64,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku ljúka aðildarvið- ræðunum og halda þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarsamninginn frekar en að draga umsókn um aðild til baka. Um 35,8 prósent voru þeirrar skoðunar að frekar ætti að draga umsóknina til baka. Afgerandi meirihluti stuðnings- manna Samfylkingarinnar vill ljúka aðildarviðræðunum, alls 83,8 prósent. Alls sögðu 16,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú að þeir vildu frekar draga umsóknina til baka. Hjá stuðningsmönnum Vinstri grænna er einnig meirihluti fyrir þeirri leið, og vildu 63,6 prósent ljúka viðræðunum, en 36,4 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru klofnir í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurn- ingarinnar. Alls vildu 53,6 prósent draga umsóknina til baka, en 46,4 prósent vildu ljúka aðildarviðræð- unum og halda þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarsamninginn. Hlutföllin eru svipuð meðal stuðningsmanna Framsóknar- flokksins, þótt munurinn á hópun- um sé ívið minni. Alls vilja 52,2 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn draga umsóknina til baka, en 47,8 prósent vilja frekar ljúka viðræðunum. Ekki reyndist tölfræðilega mark- tækt að reikna afstöðu fylgismanna annarra framboða til spurningar- innar. Lítill munur var á afstöðu kynj- anna til aðildarviðræðna. Alls vilja 65,1 prósent karla sem afstöðu tóku ljúka viðræðunum, en 63,2 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 23. september. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu, eða 2) Að ljúka aðild- arviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 88,9 prósent afstöðu til þeirrar spurn- ingar. brjann@frettabladid.is Flestir vilja ljúka viðræðum og kjósa Næstum tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og niðurstaðan lögð í dóm þjóðarinnar. Rúmur þriðjungur vill frekar draga aðildarumsóknina til baka. Tveir þriðju landsmanna vilja leggja aðild fyrir þjóðaratkvæði Ljúka aðildar- viðræðum Draga til baka Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa, að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða að ljúka aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Skipt eftir stuðningi við flokka 47,8% 52,2% 46,4% 53,6% 83,8% 16,2% 36,4% 63,6% 64,2% 35,8% VENESÚELA, AP Þótt stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, hafi náð ótvíræðum meirihluta í þingkosningum um helgina, þá eru þeir ekki lengur með yfir 75 prósent þingsæta, sem dugði þeim til að keyra mótstöðulaust í gegnum þingið svo til hvaða mál sem þeim sýndist. Þegar nánast öll atkvæði höfðu verið talin var Sósíalistaflokkur Chavez kominn með að minnsta kosti 95 þingsæti, en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna hafði fengið að minnsta kosti 61 sæti á þinginu, sem skipað er 165 þing- mönnum. - gb Þingkosningar í Venesúela: Chavez er ekki lengur einráður ÚRSLITUM FAGNAÐ Stuðningsmenn forsetans ánægðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í fær- eyska bankanum Eik banka hrundi um rúm fimmtíu prósent á dönsk- um hlutabréfamarkaði klukku- stund eftir upphaf viðskipta í gær þegar greint var frá fjárhagsvanda bankans í skugga afskrifta. Hér féllu þau um 35 prósent. Þá tóku bankastjórarnir Marner Jacobsen og Bjarni Olsen poka sína ásamt Frithleif Olsen stjórnarformanni. Í tilkynningu til Kauphallarinn- ar kemur fram að stjórnendur Eik banka eigi í viðræðum við dönsk fjármálayfirvöld þar sem ólík- legt er að hann standist lágmarks kröfur um eiginfjárhlutfall. Eftir- litið gerir kröfu um mörg hundruð milljónir danskra króna í afskrift- ir áður en ríkisábyrgð fyrir dönsku bankanna fellur úr gildi um mán- aðamótin. Viðræður standa yfir við tvo fjárfesta um eiginfjárframlag, fær- eyska tryggingafélagið TF Holding og færeysku landstjórnina. Eik banki er umsvifamesti banki Færeyja en rekur stærsta net- banka Danmerkur. Ákveðið hefur verið að selja dönsku starfsemina, að sögn danska dagblaðsins Bör- sen. - jab ÆÐSTU STJÓRNENDUR FARNIR Marner Jacobsen bankastjóri og Bjarne Olsen, formaður stjórnar Eik banka, hættu báðir störfum í gær. Gengi hlutabréfa í Eik banka hrundi um helming vegna fjárhagsvandræða: Selja danska starfsemi sína Fjárfestingar og lánveitingar stjórn-enda Eik banka hafa ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Þungi þess sem færa þarf úr bókum bankans nú eru lán til fasteignaverkefna í Danmörku og farið hafa illa. Bank- inn átti 8,44 prósenta hlut í Spron en varð að afskrifa 40 milljónir danskra króna úr bókum sínum í október 2008. Þá er bankinn meðal helstu hluthafa færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petrol- eum. Gengi bréfa í félaginu hefur hrunið um tæp níutíu prósent síð- astliðin tvö ár. Svipaða sögu er að segja um hlutabréf Eik banka, sem skráður er á hlutabréfamarkað hér og í Kaupmannahöfn. Tvö vond ár hjá Eik banka ÍSRAEL, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, sagði í Frakk- landi í gær að stjórnin muni bíða í að minnsta kosti viku þangað til ákvörðun verður tekin um fram- hald friðarviðræðna við Ísrael. Palestínumenn höfðu sagt frið- arviðræðunum sjálfhætt ef bygg- ingaframkvæmdir ísraelskra land- tökumanna myndu hefjast aftur á herteknu svæðunum, en tíu mán- aða framkvæmdabann rann út um helgina. „Við ætlum ekkert að bregðast hratt við,“ sagði Abbas að loknum fundi hans með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í gær. Fyrst ætli hann að ræða málið við aðra leiðtoga Palestínumanna, og síðan muni þeir taka málið upp á fundi Arababandalagsins næstkomandi mánudag. „Að þessum fundahöldum lokn- um getum við lagt fram greinar- gerð sem skýrir afstöðu Palest- ínumanna og araba til þessa máls, nú þegar Ísraelar hafa neitað að banna landtökuframkvæmdir lengur.“ Bæði Palestínumenn og Banda- ríkjamenn höfðu lagt hart að Ísra- elsstjórn að framlengja fram- kvæmdabannið svo viðræðum verði ekki stefnt í hættu. - gb Palestínumenn ræða mál landtökumanna á fundi með Arababandalaginu: Framhald friðarviðræðna í óvissu DEILUR Ísraelskir landtökumenn hafa komið sér fyrir á svæðum Palestínu- manna og reist þar byggðir í stórum stíl, með hervernd frá Ísrael. NORDICPHOTOS/AFP Eldur í Hátúni Eldur kom upp í ruslageymslu í Hátúni 6 rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Í fyrstu var óttast að eldurinn væri í þaki hússins enda tilkynntu sjónarvottar um reyk frá þakinu. LÖGREGLUFRÉTTIR MADRÍD, AP ETA, aðskilnaðar- hreyfing Baska, er sögð vilja lýsa yfir varanlegu vopnahléi þar sem erlendir vopnaeftirlits- aðilar myndu koma við sögu. Hreyfingin hefur ekki greint frá því hvort eftirlitsaðilarnir fái að fylgjast með hugsanlegri eyðileggingu vopnabúrs þeirra. ETA hefur engu að síður gefið það í skyn að hreyfingin sé til- búin að ganga lengra en að lýsa eingöngu yfir vopnahléi. Fyrir þremur vikum lýsti ETA yfir sínu ellefta vopnahléi á síðustu fjörutíu árum. Orðið „varanlegt“ bar þá aldrei á góma auk þess sem samtökin ræddu ekki mögu- leikann á að vopnabúri þeirra yrði eytt. -fb Aðskilnaðarhreyfing Baska: Vill varanlegt vopnahlé KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.