Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 25
heilsa ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2010 5 ● FJALLAÐ UM ÞUNG- LYNDI William R. Beardslee, geðlæknir og prófessor við Har- vard Medical School, flytur fyrir- lestur um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn þunglyndi á Grand hóteli 1. október næstkomandi, í boði Geðverndarfélags Íslands. Dr. Beardslee hefur um árabil unnið að rannsóknum á fyrirbyggjandi aðgerðum og aðferðum sem tengjast þunglyndi í fjölskyldum. Þessar aðferðir þykja hafa skilað góðum árangri. Fyrirlestur dr. Beardslee hefst klukkan 12 en þess má geta að heimsóknin er liður í afmælis- fagnaði Geðverndarfélags Íslands sem er 60 ára á árinu. ● SWING OG SALSA Há- skóladansinn er áhugamanna- félag sem leggur áherslu á fjöl- breytta danskennslu, allt frá salsa og upp í swingdansa. Dansinn er öllum opinn þótt helst sé hann ætlaður háskóla- nemum og eru í boði nám- skeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Kennsla fer fram í leikfimisal Háskóla Íslands og Mósaík. Félagið stendur þess utan fyrir danskvöldum á fleiri stöðum. Önnin kostar 5.000 krónur fyrir háskólanema og 7.000 krónur fyrir aðra. Veitir það inngöngu í alla dansa. Nánar á www.haskola- dansinn.is/. ● Á NORÐURLANDA- MÓTI Í FITNESS Þrír íslensk- ir keppendur stefna á þátttöku í Norðurlandamótinu í fitness og vaxtarrækt sem fer fram í Hels- inki í Finnlandi 22. til 23. októ- ber. Þetta eru Magnús Bess Júlí- usson, Rannveig Kramer og Sig- urður Kjartansson, en viðbúið er að fleiri bætist í hópinn. Þess má geta að samtímis mótinu fer fram ráðstefna Norðurlanda- sambands IFBB, en Einar Guð- mundsson á sæti í stjórn þess. Heimild: fitnessfrettir.is „Þetta gekk þrusuvel og var bara skemmtilegt í alla staði,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, for- maður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis, sem fagnaði fimm ára afmæli um helgina. Mikill fjöldi fólk safnaðist saman í húsa- kynnum félagsins að Mýrargötu 2 þar sem æfingabúðum var slegið upp um daginn í til- efni af afmælinu. Um kvöldið var síðan boðið í veislu sem stóð langt fram á nótt að sögn Jóns. „Ég get óhikað sagt að fólk hafi skemmt sér mjög vel.“ Jón segir áhuga á bardagaíþróttum hafa aukist mikið á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun Mjölnis. Til marks um það séu félagsmenn orðnir um 260 talsins og eru þá ótaldir þeir 200 sem æfa með ketilbjöllur í húsinu. „Ætli við séum ekki stærsta bardaga- íþróttafélag landsins miðað við þessa tölu. Enda höfum við þurft að vísa fólki frá undan- farið vegna skorts á fermetrum,“ segir Jón en getur þess að unnið sé hörðum höndum að úr- lausn vandans. „Við stefnum að því að fá hæð- ina fyrir ofan okkur í haust.“ Hann bætir við að næsta mál á dagskrá sé að komast í ÍBR. Gengur eins og í sögu Jón segist skynja aukinn áhuga á bardagaíþróttum og ketilbjöllum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.