Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.09.2010, Blaðsíða 46
30 28. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Ég nefndi þetta einhvern tímann við Júlíus [Kemp] að við þyrftum ekki að leita langt yfir skammt til að finna glæp, við erum nefnilega báðir úr Laugarnesinu,“ segir Lars Emil Árnason handritshöfundur. Kvikmyndafélag Íslands hyggst ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd um morðið á leigubílstjóran- um Gunnari Sigurði Tryggvasyni sem var myrtur í Reykjavík árið 1968 með einu skoti í hnakkann. Myndin verður gerð eftir handriti Lars sem byggir meðal annars á tilgátum úr bók Þorsteins B. Ein- arssonar, „Morðið á Laugalæk“, sem kom út á vegum Skruddu árið 2007. Lars segist muna vel eftir allri umfjölluninni á sínum tíma um morðið sem telst einstakt í íslenskri samtímasögu en það er, enn þann dag í dag, óupplýst þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu. „Ég man sérstaklega eftir því þegar maðurinn sem hafði setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins var sýknaður árið 1971,“ segir Lars og bætir því við að það hafi alltaf blundað í honum að gera mynd um þetta mál. „Svo kom Júlíus bara með bókina hans Þorsteins til mín fyrir þremur árum og þá fóru hjólin að snúast,“ útskýrir Lars. Ekki er enn búið að ákveða hve- nær farið verði í tökur á myndinni en ráðgert er að hún verði frum- sýnd 2012. Lars segir þetta eiga að vera svokallaða períódu-mynd, hún hefjist haustið 1967 og ljúki 1971 en Lars mun sjálfur leikstýra myndinni. Lars hefur viðað að sér efni alls staðar að og hann minnir á að það hafi enginn verið dæmdur í þessu máli. „Hvort ég er að fara að upp- lýsa það verður bara að koma í ljós, ég vann eftir ákveðnum til- gátum sem birtust í bókinni hans Þorsteins og vann þetta í góðu samstarfi við hann.“ Lars bætir því við að handritið sé enn opið. „Það er ekki búið að loka því og ef einhver er með upplýsingar um málið er hægt að hafa samband í gegnum netfangið info@kisi.is. freyrgigja@frettabladid.is BESTI BITINN Í BÆNUM „Þegar ég var að vinna hjá Kompási kom mamma Karls Guðmundar Grönvold til mín og sagði mér sögu hans. Ég ætlaði alltaf að fylgja henni eftir en svo var þátturinn sleginn af. Þá ákvað ég að ég skyldi skrifa bók um þetta mál og nú er ég í þeim sporum,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, oftast kenndur við fréttaskýringaþáttinn Kompás. Jóhannes er hættur á DV en er um þessar mund- ir að leggja lokahönd á fyrstu bókina í bókaröð- inni „Sönn íslensk sakamál“. Önnur bók í ritstjórn Jóhannesar kemur út um næstu jól og er höfundur- inn þegar farinn að leita fanga. Fyrsta bókin fjallar hins vegar um Karl Grönvold en fyrir þremur árum var hann gripinn af brasilískum yfirvöldum með tvö og hálft kíló af kókaíni. Jóhannes fór sérstaklega út til Brasilíu að hitta Karl en hann losnar úr farbanni á næstu dögum eða vikum eftir að hafa afplánað skil- orð. Jóhannes segir sögu Karls ákaflega merkilega. „Þetta var fyrirmyndarunglingur, komst í unglinga- landsliðið í handbolta og lék með meistaraflokki. Karl greinir frá því í bókinni að þegar hann var kom- inn í neyslu fékk hann sér stundum amfetamín í hálf- leik.“ Veröld Karls fór hins vegar öll á hvolf þegar hann var gripinn og stungið í fangelsi í Sao Paulo þar sem orðið „mannréttindi“ er varla til. „Þessi ferð sem hann fór til Brasilíu átti að vera síðasta ferðin, hún átti að redda öllum fjármálum hans en varð að nærri þriggja ára samfelldri fangelsisvist. Vonandi verður bókin því til þess að fæla ungt fólk frá því að ætla að græða peninga á því að smygla fíkniefnum og gerast burðardýr.“ - fgg Brasilíufangi segir sögu sína MÖGNUÐ SAGA Karl Magnús Grönvold fékk sér amfetamín í hálfleik þegar hann var leikmaður meistaraflokks í handbolta. Hann var gripinn með rúm tvö kíló af kókaíni í Brasilíu og segir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni sögu sína í bókinni Sönn íslensk sakamál. LARS EMIL ÁRNASON: KEMUR BARA Í LJÓS HVORT ÉG UPPLÝSI MÁLIÐ Morðið á Gunnari leigubíl- stjóra verður að kvikmynd VETTVANGUR GLÆPSINS Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hyggjst framleiða kvikmynd um morðið á Gunnari Sigurði Tryggvasyni leigu- bílstjóra, sem var myrtur í Reykjavík árið 1968, eftir handriti Lars Emils Árnasonar. Morðið vakti mikinn óhug og er eitt örfárra sem ekki hefur enn verið upplýst. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Nú hefur Asian flutt frá Suðurlandsbraut 32 og opnað í nýju og stærra húsnæði og næg bílastæði að Kauptúni 3 (beint á móti IKEA). Asian er með mikið úrval af hrá- efni í Asíska matreiðslu og sushi gerð. Erum með nýjan matseðil í Asian Take Away. Kv. Starfsfólk Asian Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hljóp veðurfréttakon- an Soffía Sveinsdóttir fyrsta borgarmaraþonið sitt í Berlín á sunnudag. Soffía hefur glímt við hnémeiðsli frá því að hún tók þátt í hinu alræmda Laugavegsmaraþoni í sumar og hafði talsverðar áhyggjur af því að rústa sér, eins og hún orðaði það sjálf. Takmark henn- ar var því einfaldlega að klára hlaupið og það tókst henni að sjálf- sögðu, en fyrir vikið var hún hölt á leiðinni heim. Þrátt fyrir að Breiðablik hafi orðið Íslandsmeistari á laugardaginn þá verða það væntanlega Stjörnu- strákarnir sem verða frægasta íslenska liðið fyrir utan lands- steinana. Drengirnir, með Jóhann Laxdal og Halldór Orra Björnsson í broddi fylkingar, hafa nánast verið hundeltir af erlendum fjölmiðlum enda hafa markafögn þeirra vakið mikla athygli á netinu. Fram kom á vefnum fotbolti.net að þeir félagar ættu að verða gestir sjónvarpsþáttar- ins Sportstudio á ZDF- sjónvarpsstöðinni sem er sá vinsælasti fyrir íþrótta- áhugamenn í Þýskalandi. - afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu,“ segir fata- hönnuðurinn Vera Þórðardóttir. Bandaríska söngkonan Lady Gaga var í jakka frá Veru þegar hún kom fram á árlegri góðgerðarskemmt- un Eltons John í júní. Jakkinn er nú á leiðinni til Parísar þar sem hann verður sýndur á listasýning- unni Lada Gaga á Gogo sem hefst 21. október. Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en föt og ýmsir aðrir munir sem tengjast þessari vinsælu söngkonu verða til sýnis. Lady Gaga hefur einnig sést í pilsi frá Veru, en það verður ekki á sýningunni. „Hún tók pilsið með sér, þannig að jakkinn verður þarna ásamt flík- um frá rosalega virtum hönnuðum. Það er mikill heiður fyrir mig að komast þarna inn,“ segir Vera. „Þarna sýna hönn- uðir sem ég er búin að líta upp til mjög lengi; Viktor & Rolf og Thi- erry Mugler. Fólk sem er búið að vera í brans- anum árum saman, þannig að þetta er mjög spenn- andi.“ Jakkinn sem Vera sýnir var í útskriftarlínu hennar frá Istituto Marangoni-skólanum í London. Hún býr nú í London og ætlar til Parísar á sýninguna. Búist er við að um þús- und manns mæti á opnun sýningar- innar, sem er studd af útgáfurisanum Universal. Lady Gaga kemur fram í París daginn eftir að sýningin hefst og Vera segir að fólk á vegum söng- konunnar hafi séð til þess að hún viti af sýningunni. „Þannig að það er aldrei að vita nema hún mæti,“ segir Vera. „Það væri gaman, en maður veit aldrei.“ - afb Sýnir jakka á Lady Gaga-sýningu í París SÝNIR Í PARÍS Jakki Veru sem Lady Gaga klæddist fyrir Elton John verður til sýnis í París í október. „Pad Thai-núðlur á Krúa Thai hafa verið í uppáhaldi hjá mér í tíu ár og aldrei valdið mér vonbrigðum.“ Ragnar Hansson leikstjóri Mér er gaman- mál með Frímanni Gunnarssyni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.