Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 10
10 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR GRIKKLAND, AP Grískur lögreglu- þjónn var í gær sakfelldur fyrir að hafa myrt fimmtán ára ungling með skotvopni í miðborg Aþenu síðla árs 2008. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Meirihluti dómstólsins komst að því að lögregluþjónninn, Epamin- ondas Korkenas, hefði vísvitandi skotið á piltinn, sem hét Alexand- er Grigoropoulos. Annar lögreglu- þjónn var dæmdur samsekur í málinu og hlaut tíu ára fangelsis- dóm. Lát piltsins varð til þess að heiftúðugar óeirðir brutust út víða um Grikkland og stóðu þær linnu- lítið í tvær vikur. Ungmenni fóru í hópum um borgir landsins nánast á hverju kvöldi, kveiktu í bifreið- um og húsum, brutu gluggarúður, brutust inn í verslanir og lentu í átökum við lögreglu. Hópar anark- ista hófu einnig árásir á lögreglu- stöðvar og opinberar byggingar. Í desember á síðasta ári, þegar rétt ár var liðið frá láti piltsins, brutust aftur út óeirðir, en þær urðu ekki jafn viðamiklar. Korkenas viðurkenndi að hafa hleypt af byssunni, en sagði það einungis hafa verið gert til við- vörunar eftir að lögreglumönnum lenti saman við hóp unglinga. Þetta gerðist í hverfinu Exarchia, þar sem næturlíf er fjörugt og hópar stjórnleysingja safnast saman. Korkenas hefur hins vegar jafn- an haldið því fram að hann hafi ekki skotið beint á Grigoropolous, heldur hafi pilturinn orðið fyrir byssukúlunni eftir að hún endur- kastaðist af vegg eða götu. Sjö manna dómstóll, skipaður þremur dómurum og fjórum kvið- dómendum, klofnaði í afstöðu sinni. Fjórir af sjö stóðu að úrskurðinum, en tveir dómaranna og einn kviðdómendanna vildu sakfella Korkenas fyrir veiga- minna brot, nefnilega manndráp frekar en morð, sem hefði jafn- framt haft í för með sér vægari refsingu. Réttarhöldin voru haldin í borg- inni Amfissa, sem er 200 kíló- metra vestur af Aþenu. Þetta var gert af öryggisástæðum, því óttast var að réttarhöldin yrðu kveikja frekari óeirða. gudsteinn@frettabladid.is Lögregluþjónn fer í fangelsi Réttarhöldum yfir tveimur grískum lögregluþjónum lauk í gær. Annar fer í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt unglingspilt en hinn fær tíu ára fangelsi. Lát piltsins hratt af stað hálfs mánaðar óeirðum árið 2008. MINNINGARSKJÖLDUR UM GRIGOROPOULOS Á veggnum í miðborg Aþenu þar sem Grigoropoulos lét lífið fyrir tæpum tveimur árum hefur verið settur upp minningar- skjöldur. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUÞJÓNARNIR Vasilis Saraliotis og Epaminondas Korkenas í réttarsal. NORDICPHOTOS/AFP MUNDAR MYNDAVÉL Einn af bisk- upum kaþólsku kirkjunnar tók upp myndavélina eftir að páfi hafði lokið messu í Péturskirkjunni í Róm á sunnudaginn. NORDICPHOTOS/AFP Það er 800 4000 • siminn.is Sveigjanleg GSM áskrift með eitt mínútuverð óháð kerfi F Y R I R TÆ K I GSM Samband er sveigjanleg áskriftarlei› sem sameinar hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks. Fyrirtæki› kaupir Grunnáskrift á 499 kr. á mánu›i* og bætir sí›an vi› mismunandi pökkum, allt eftir flörfum hvers og eins, sem anna›hvort fyrirtæki› e›a starfsmenn grei›a fyrir. Lægra mínútuver› og sveigjanlegar áskriftarlei›ir geta lækka› símakostna› fyrirtækisins og starfsfólks. GSM Samband fyrir fyrirtæki E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 3 3 *U pp ha fs gj al d 6, 50 k r. Niðurskurði mótmælt Alþýðusamband Norðurlands gerir kröfu til þingmanna Norðurlands að þeir beiti sér af alefli fyrir endurskoðun á fjárheimildum til heilbrigðis- stofnana á Norðurlandi. Ljóst sé að nái niður- skurður fram að ganga muni það leiða til fólksfækkunar á svæðunum. Framboðsfrestur fyrir kosning- ar til stjórnlagaþings rennur út á mánudag. Áhugsamir skulu skila framboðsgögnum í hendur landskjörstjórnar fyrir hádegi þann 18. október, en 30 til 50 meðmælendur þurfa að fylgja hverju framboði. Framboðsgögn og frekari upplýsingar má finna á vefnum stjornlagathing.is Kosningar til stjórnlagaþings fara fram 27. nóvember, eftir að framboðsfrestur. Kjörstjórn mun í framhaldinu gefa út kynn- ingarefni með öllum frambjóð- endum og dreifa á öll heimili. Þingið kemur saman í febrúar 2011 og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa þar sem hver kjósandi getur merkt við allt að 25 nöfn á kjör- seðli. Á annan tug hefur tilkynnt framboð. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að fram- boðum hefði fjölgað merkjanlega á síðustu dögum og að hann ætti von á að enn færi að glæðast í þeim efnum. Framboð til Stjórnlagaþings: Jóhannes Þór Skúlason grunn- skólakennari. Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamaður og stjórnmálafræð- ingur. Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofn- unar. Pawel Bartozsek stærðfræðingur. Valgarður Guðjónsson, tónlistarmaður og tölvunarfræð- ingur. Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri. Stjórnlagaþing: Á annan tug til- kynnt framboð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.